Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 14
44 TÍMARIT V.P.Í. 1946 aukist til verulegra muna við lengri geymslu og tog- þolið minnki þá að sama skapi. Má því gera ráð fyrir, að skemmdirnar komi fram, hversu lítið sem vefn- aðurinn kann að innihalda af þessum efnum, ef lang- ur tími líður frá því, að borið var fyrst í vefnaðinn, unz sjóklæðin eru notuð. Þegar litið er til hvors tveggja, niðurstöðu þeirra rannsókna, er hér var greint frá, og þess, að baðm- 7. mynd. ullarvefnaður sá, er notaður var til framleiðslu á olíu- bomum sjóklæðum, er mest bar á skemmdum í þeim, innihélt vott af hvoru tveggja í senn, súlfati og klórídi, virtist enginn vafi geta leikið á því, hverjar orsakir skemmdanna væru, enda efaðist enginn um það, sem hér á landi átti hlut að máli. Var því hafizt handa um að haga innkaupum á baðmullarvefnaði í samræmi.við það, og leitað að vefnaði, sem innihéldi hvorki súlfat né klóríd. Það reyndist þó ekki eins auðvelt og við hefði mátt búast. Eftir allmikla leit tókst þó að fá súlfat- og klórídfrían óbleiktan baðm- ullarvefnað, en kaupendurnir þurftu sérstaklega að greiða fyrir þvott á vefnaðinum. Þegar þessum rannsóknum var lokið, fylgdist ég með vefnaði þeim, sem notaður var til framleiðslu sjó- klæðanna, rannsakaði nákvæmlega, hvort hann inni- héldi efni þau, sem reynzt höfðu skaðleg fyrir hann, og aldrei varð vart hinna minnstu skemmda í þeim sjóklæðum, sem gerð voru úr súlfat- og klórídfríum baðmullarvefnaði. í eitt skipti vildi svo til, að fram- leitt var af illri nauðsyn dálítið af sjóklæðum úr baðmullarvefnaði, er innihélt aðeins vott af klórídi. Var reynt að láta þessi sjóklæði liggja sem stytzt, en samt leið ekki á löngu, unz fóru að berast kvartanir um skemmdir í sjóklæðum, er lýstu sér sem hinn kemíski fúi í vefnaðinum. Summary: Deterioration in cotton cloth imprcgnat<;d with linsccd oil. Certain mineral compounds in cotton cloth impregnated with drying oil cause deterioration as shown by the graphs (1.—8. mynd), where tensile strengh in kg/cm is plotted verus concentration of the solutions or suspensions delt with. A piece of unbleached cotton cloth was found to contain these compounds: ZnCl2, A12(S04)3, A1C13, MgCl2, CaCl2, Al2Oa, MgO and CaO. Pieces of the same cloth were washed thoroughly and then dropped into solutions or suspensions of these compounds. Six variations in concentration were tested for each compound. After drying the pieces of cloth and determining the amount they eontained, they were coated with boiled linseed oil and stored at about 20°C for 2months. Strips of 40X2,5 cm were then tested for tensile strength. Four strips of each piece of cloth were tested the average values of which are shown on the graphs in kg/cm of width. Graphs No. 1 and No. 2 show effect of increased content of CaO and MgO respectively and these compounds are not objectionable. Graph No. 3 shows effect of Al2Os which are slightly deteriorative. Graphs No. 4, (CaCl2), No. 6 (A1C13) and No. 8 (ZnCl2) show similar effects which are highly deteriorative. Graphs No. 5 (MgCl2) and No. 7 (A12(S04)3) show the same objectionable effects even more pronounced.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.