Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Qupperneq 6
28
TÍMARIT V.F.Í. 1947
breidd. Ein þessara hola gaf aldrei vatn, en er þó
heit hið neðra, og nokkrar af holunum, sem hátt
liggja, hafa þornað við síðari boranir, en heildar-
vatnsmagnið hefur jafnan aukist við hverja nýja
holu, þannig að vatnsmagnið er nú um 260 1/sek
eins og fyrr er sagt, en meðalhiti við uppsprettur
87° C.
Frá borholunum og uppsprettunum er vatninu
safnað saman og leitt eftir safnæðunum í sameigin-
lega þró, sem er rétt ofan við aðaldælustöðina. Safn-
æðarnar eru alls um 2800 m langar. Þær eru stálpíp-
ur 4—12” víðar, nema hvað neðsti kaflinn næst þrónni
er tvöfaldur og eru þar tvær 13” víðar ,,Bonna“-
pípur. Vatnið rennur sjálfkrafa frá holunum í þróna
og þaðan að dælunum í aðaldælustöðinni.
Þróin er hringmynduð, 11 m í þvermál og skipt í
tvo jafna hluta með langvegg og þannig frá öllu
gengið, að tæma má hvern helminginn sem er, ef á
þarf að halda vegna viðgerða eða eftirlits, og getur
þá allt vatnið runnið gegnum hinn helminginn. Vatns-
dýpið er mest 1,4 m, en í þeirri hæð er yfirfall, sem
veitir afgangsvatni út í Varmá. Þró þessari er ekki
ætlað að safna neinum verulegum forða af vatni, en
aðeins jafna rennslið fyrir dælurnar og minnka hraða
vatnsins það mikið, að sandkorn o. þ. h., sem koma
kynni úr holunum, geti sezt til botns og fari ekki inn
í dælurnar. Þróin er úr járnbentri steinsteypu.
Rétt neðan við þróna er aðaldælustöðin, sem dælir
vatninu til bæjarins, en það er nauðsynlegt, bæði
sökum þess, að uppspretturnar liggja lægra en sumir
hlutar Reykjavíkur og auk þess er nauðsynlegt að
vatnið streymi með hæfilegum hraða til bæjarins, svo
að kólnunin verði ekki of mikil á hinni löngu leið.
í dælustöðinni eru þrjár dælusamstæður með 300
hestafla rafhreyfli hver. Gert er ráð fyrir að nota
2 dælur samtímis, þegar vatnsþörfin er mest, en sú
þriðja er til vara. Hver dæla getur dælt allt að 150
1/sek gegn 140 m þrýstingi. Vélasalurinn er 11,7
X 7,5 m að flatarmáli og undir honum öllum er kjall-
ari. Austur af gafli hans gengur álma 5,1 X 6,7 m,
sem hefur að geyma spennistöð og olíurofa, en önnur
álma 5,6 x 5,5 m er út frá norðurhliðinni vestan-
verðri. Þar er anddyri, snyrtiherbergi, varðstofa og
stigi niður í kjallara. Byggingin er öll úr járnbentri
steinsteypu.
Frá aðaldælustöðinni er vatninu dælt gegnum að-
færsluæðina, sem eru tvær 14” víðar stálpípur, upp
í heitvatnsgeymana á Öskjuhlíð, en fjarlægðin milli
þessara staða er 15,3 km.
Á leið þessari liggur pípan upp og niður eftir því,
hvernig landslagi er háttað, og eru því tæmingar-
hanar, 2” víðir, í öllum lægðunum, sem eru 20 talsins,
en 1 yz” víðir lofthanar á hæðunum.
Á 4 stöðum er yfir ár að fara, og hafa þar verið
bygðar brýr fyrir leiðsluna. Ein áin, Elliðaárnar, er í
tveim kvíslum, svo að brýrnar verða alls fimm. Auk
Aðaldælustöð hjá Reykjum. Á bak við sést bortum, en til
vinstri er vélstjórabústaður.
The main pumping station. Boring tower in the background.
þessa voru byggðar 4 brýr fyrir safnæðarnar á
Reykjum.
Heitvatnsgeymarnir á Öskjuhlíð eru 4 talsins
byggðir úr járnbentri steinsteypu. Þeir eru 15,0 m í
þvermál, 8,9 m háir og rúma 1100 m3 hver. Auk þess
hafa verið gerðar 2 undirstöður undir stálgeyma, en
geymarnir sjálfir komust ekki hingað vegna ófriðar-
ins og eru því óbyggðir.* Alls er gert ráð fyrir, að
geymarnir geti orðið 8. þeim er skipað í hvirfingu,
en í miðju er lítið hringmyndað hús, skiptistöð, en í
því eru ótal vatnslokar, og með þeim má loka fyrir
vatnið að og frá hverjum einstökum geymi. Hlutverk
geymanna er að jafna rennslið yfir sólarhringinn, svo
að vatnið, dælurnar og aðfærsluæðin notist sem bezt.
Notkunin í bænum er aðallega að deginum, en lítil
að nóttunni. Með því að dæla jafnt allan sólarhring-
inn f yllast geymarnir að nóttunni, og með því að tæma
þá aftur næsta dag er hægt að veita til bæjarins meira
vatni en sem svarar meðalrennsli úr uppsprettunum.
Geymarnir jafna einnig að nokkru þrýstinginn í bæn-
um.
Geymarnir liggja það hátt, að vatnið getur að
jafnaði runnið sjálfkrafa þaðan til bæjarins. Rennur
vatnið frá geymunum áleiðis til bæjarins eftir tveim
16” víðum stálpípum, sem hvor um sig eru um 900
m langar, og ná niður að gatnamótum Hringbraut-
ar og Miklubrautar, en þar byrjar hið raunverulega
bæjarkerfi. Köldustu mánuði ársins, þegar vatns-
þörfin er mest, er hæð geymanna þó ekki nægileg
til þess að viðhalda nægilegum þrýstingi í bænum, og
er því önnur dælustöð, bæjardælustöðin, vestan í
* Síðar hafa verið byggðir 3 stálgeymar, er hver rúmar
1000 m".