Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Qupperneq 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Qupperneq 9
TÍMARIT V.F.I. 1947 31 stöðvarkerfin í eða við ketil, en frárennslinu er víð- ast veitt beint í skolpræsi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að veita frárennslisvatninu upp í geymi, er væri fyrir ofan alla ofna, og nota svo vatnið úr hon- um til baða, þvotta o. þ. h., en yfirfall frá honum lægi út í skolpveitu hússins. Á sumrin, eða þegar ekki var hitað upp, átti að vera hægt að fá heitt vatn til þvotta og baða beint úr inntakinu. Af þessari tilhögun gat ekki orðið sökum þess, að ekki fengust nægilega margir pípulagningamenn til að framkvæma verkið á hæfilegum tíma. Var því almennt horfið að því ráði að veita frárennslinu af hitakerfinu beint í skolpveitu hússins og tengja bað- vatnslögnina beint við inntak hitaveitunnar. Einstök atriði. Við höfum nú fengið yfirlit yfir mannvirkið og skulum nú athuga nánar einstök atriði. Frágangur viö borholur. Frá borholum er þannig gengið, að þær eru fóðr- aðar með stálpípu efst, eða nokkuð niður í fast berg, en eru annars ófóðraðar. Fóðrunarpípan er aðeins nokkrir metrar að lengd, því fast berg er alls staðar nærri yfirborði. Rétt í hæð við jarðyfirborð er hliðar- stútur, sem tengdur er við safnæðina. Á sambandinu er renniloki og þennslustykki (sbr. síðar), og er því komið fyrir í yfirbyggðum brunni eða þró úr stein- steypu, en steypt er kringum fóðrunarpípuna til hlífð- ar, og myndar sú steypa annan gafl þróarinnar. Efri endi fóðrunarpípunnar er framlengdur upp úr steypunni og sveigður í hálfhring út fyrir steypuna. Verkar pípa þessi sem yfirfall, ef lokað er fyrir hliðar- stútinn, en annars er hún til þess gerð að gefa hvera- lofti því, sem jafnan fylgir vatninu, tækifæri til þess að sleppa burtu áður en vatnið fer út í safnæðina. Heitvatnsdœlur. Þegar dæla á heitu vatni, er tvennt, sem gæta þarf. Dælurnar þurfa að vera smurðar með þeim hætti, að þær þoli hitann, og þegar vatnið er svo heitt, sem hér, verður það að liggja á dælunum með nokkrum þrýstingi til þess að þær nái því. Ef sjúga ætti upp slíkt vatn með því að mynda vacuum yfir því, myndi það óðara sjóða, og dælan næði engu vatni. Það er af þessari ástæðu, að dælurnar á Reykjum eru hafð- ar niðri í kjallara, en hreyflarnir eru hafðir uppi, til þess að fyrirbyggja skemmdir á þeim, ef svo illa tækist til, að kjallarinn fylltist af vatni. Þegar í upp- hafi var ráðgert að hafa þessa tilhögun og nota centrifugaldælur með lóðréttum ás og lóðrétta raf- hreyfla, en í reyndinni urðu dælurnar af nokkuð annarri gerð eða túrbínudælur af sömu gerð og not- aðar eru í borholum. Einangrun. Einangrun alls kerfisins er að sjálfsögðu afarþýð- ingarmikil. Án góðrar einangrunar er ógerningur að koma vatninu heitu til notendanna svona langan veg. Einangrunin er með ýmsum hætti á einstökum hlutum kerfisins. Það sem mestu máli skiptir við val einangrunarefnanna, er einangrunarhæfileiki efnis- ins, verð þess og ending og þá ekki sízt, hvernig það þolir að vökna. Mest af leiðslunum er utanhúss og í jörð, og þar er því bæði hætta á jarðvatni og leka. Reynt var að fyrirbyggja hvort tveggja sem allra bezt. Þannig voru allar pípur utanhúss, nema sumar heimæðarnar, lagðar í rennur úr steinsteypu, píp- unum haldið á lofti með burðarjárnum og rennurn- ar hafðar með hæfilegum halla og frárennsli í lægð- unum til þess að tryggja sem bezt, að jarðvatn og leki kæmust ekki að pípunum. Sömuleiðis voru öll pípu- samskeyti rafsoðin eða logsoðin, þar sem hægt var að koma því við, til þess að lekahætta væri sem allra minnst. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir varð að gera ráð fyrir því, að vatn gæti komizt í einangrunina og velja hana með tilliti til þess. Ótal einangrunarefni voru athuguð og prófuð, en niðurstaðan varð sú, að gildustu pípurnar, þ. e. neðsti hluti safnæðanna, aðalæðarnar og æðarnar frá geym- unum niður að bænum, voru einangraðar með tvö- földum reiðingi. Aðrar safnæðar og bæjarkerfið var einangrað á þann hátt, að steypurennurnar voru fyllt- ar með léttu hörpuðu hraungjalli utan um pípuna. Heimæðarnar voru utanhúss einangraðar með gler- ullarhólkum, en til þess að verja þá fyrir jarðvatni, Borhola hjá Reykjum, sem gengið hefir verið frá. Vatnið Streymir þó upp um yfirfallið, en ekki eftir leiðslunni, sem grafin er í jörð í baksýn, og er hluti af safnæðunum. A finished liole hy Reykir. Water flows out through the overflow pipe.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.