Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Qupperneq 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Qupperneq 16
38 TÍMARIT V.F.Í. 1947 því, en í flestum tilfellum er það meira vatnsmagn, sem rennur í gegnum ofnana. Þetta stafar af því, að þegar ekki er mjög kalt og innrennslið er ekki full- opið, fer vatnið oftar en einu sinni gegnum ofnana, ef svo mætti að orði komast. Nokkuð af vatni því sem kólnað hefir í ofnunum, blandast sem sé hinu heita innrennslisvatni, mismunandi eftir því, hve mik- ið rennur inn. Á þennan hátt er hægt að hafa mis- munandi hita á ofnunum, þótt innrennslið sé jafn heitt, og þetta gerir það að verkum, að hægt er að kæla vatnið meira og þarmeð nýta það betur, þegar hlýtt er í veðri, en þegar kalt er. Þessi uppblöndun skeður af sjálfu sér. Ef farið er að athuga þetta atriði nánar, kemur í ljós, að þetta er jafnflókið og hitt er auðvelt að stilla hitann með einu handtaki, og skal ekki farið nánar út í það hér. Það gæti orðið nóg efni í annað erindi. Stofnkostnaður og afkoma. Stofnkostnaður hitaveitunnar nam um 30 millj. króna eða þrefalt það, sem gert var ráð fyrir, þegar verkið var hafið. Hækkunin stafaði aðallega af hækk- uðum vinnulaunum. Þrátt fyrir þessa hækkun ber fyrirtækið sig mjög vel fjárhagslega, því árlegar tekjur nema um 6 millj. króna. Hitinn eða vatnið er selt eftir mæli fyrir 1,36 kr. hver m’. Þetta gildir þó aðeins frá 14. maí til 1. októ- ber, en hinn hluta ársins er verðið helmingi lægra. Það var gert ráð fyrir, að þetta verð yrði um 10% undir kolakostnaði, ef húsin væru hituð með kolum, en í reyndinni hefir þetta víðast orðið enn ódýrara. Þetta er þó mismunandi eftir því, hve vel er hugsað um hitann, eftir gerð hitunarkerfanna og ofnastærð- um. Upphaflega var sem svaraði helmingi gjaldsins tekið sem fast mánaðargjald, sem þó var helmingi lægra á sumrin en veturna, eins og vatnsverðið. Hug- myndin með þessu var sú að deila áhættunni af sveifl- um á hitakostnaði hlýrra og kaldra ára að jöfnu milli hitaveitunnar og notenda hennar. Þetta reyndist þó óvinsælt. Það var erfitt að ákveða fastagjöldin, svo að öllum líkaði, og sumstaðar leiddi þetta til óhóf- legrar eyðslu. Fastagjaldið var því afnumið eftir tæpt ár eða 1. október 1944, en vatnið selt eingöngu eftir mæli með tvöföldu verði á við það, sem áður hafði verið. Þótt mannvirki þetta sé einstakt í sinni röð á marg- an hátt, margt hafi þurft að hugsa frá rótum, þar eð ekki var stuðst við reynslu frá öðrum, og þrátt fyrir það, þótt verkið væri unnið við mjög erfið skilyrði, tókst það vonum framar. Að vísu varð ekki komizt hjá ýmsum ,,barnasjúkdómum“ eða smáörðugleikum við reksturinn fyrst í stað, en þeir eiga fyrir sér að hverfa. Er þá fyrst að geta þess, að þegar íbúar heillar borgar fá svona nýjung svo að segja allt í einu, hlýt- ur það óhjákvæmilega að taka nokkum tíma að kenna þeim rétta meðferð hennar, enda var reynslan sú af Þvottalaugahitaveitunni, sem þó var miklu minni, að þar tók þetta tvö ár. Þá má geta þess, að mannvirkið var tekið í notkun hálfgert, og var stundum búið að tengja fleiri hús, en sem svaraði afkastagetu annarra hluta veitunnar. Heitvatnsgeimar voru t. d. ekki nema þrír, og vatns- magn það, sem var til umráða í árslok 1943, var að- eins 160 1/sek og í febrúarlok 1944 aðeins 180 1/sek. Notkunin reyndist hins vegar víða óeðlilega mikil framan af og þó sérstaklega næturnotkunin. Bæjar- dælustöðin var heldur ekki tilbúin. Rafmagnsskort- ur og bilanir á rafmagnsveitu hjálpuðu heldur ekki upp á sakirnar. Allt þetta varð þess valdandi, að þegar kalt var, vildi verða vatnsskortur í húsum þeim, sem hæst lágu og á endaæðum. Þrýstingurinn breyttist einnig eftir því, sem hleypt var á fleiri og fleiri götur, og þurfti því oft að breyta stillingu hemlanna. Loks olli það miklum truflunum, hve mikið laust ryð, grjót, sandur, bik o. fl. (jafnvel kaffibaunir) voru í pípunum fyrst í stað. Pípurnar voru að vísu allar skolaðar út, áður en verktaki afhenti mannvirkið, en þó varð reyndin þessi. Steinarnir bárust með vatn- inu úr víðu pípunum inn í þær mjórri, unz þeir stöðv- uðust vegna þrengsla og lokuðu heilum götum, en ryð, sandur og bik settist í heimæðar, hemla og mæla og olli stíflum, sem þráfaldlega varð að hreinsa. Þetta eru þó allt örðugleikar, sem ýmist er búið að bæta úr eða eiga fyrir sér að lagast. Byggingu hita- veitunnar er heldur ekki að fullu lokið, og hún á eftir að fullkomnast á ýmsa lund, og verða Reykvíkingum og raunar öllum landsmönnum til ómetanlegs gagns, því auk þeirra þæginda, sem hún veitir bæjarbúum, sparar hún þjóðinni árlega álitlegan innflutning, og það er trú mín, að hún eigi eftir að vekja landsmenn til umhugsunar um gildi jarðhitans og fæða af sér aðrar hitaveitur.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.