Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Side 3
'Tím. V. F. I. 1947.
6. hefti.
t
STEIIMÞÓR SIGURÐSSOIM
Fæddur 11. jan. 1904. Dáinn 2. nóv. 1947.
Steinþór Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 11.
jan. 1904, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar, skóla-
stjóra, og Önnu Magnúsdóttur frá Dysjum á Álfta-
nesi, konu hans. Steinþór innritaðist í Menntaskól-
ann í Reykjavík haust-
ið 1917 og lauk stúdents-
prófi stærðfræðideildar
vorið 1923. Sama sumar-
ið sigldi hann til Kaup-
mannahafnar og lagði
þar stund á ýmsar
stærðfræðilegar fræði-
greinar. I fyrstu var að-
algrein hans eðlisfræði,
en síðar hneigðist hugur
hans meira að stjörnu-
fræði, og lauk hann ma-
gisterprófi i henni haust-
ið 1929.
Ekki gat hjá því far-
ið, að Steinþór vekti á
sér eftirtekt kennara
sinna, og til marks um
það álit, sem hann hafði
unnið sér þegar á náms- 5
árunum, má geta þess,
að honum voru gerðir
þeir kostir, að hér heima
yrði komið á.fót obser-
vatorii íslendingum að
kostnaðarlausu, ef Stein-
þór veitti því forstöðu
og rekstur þess yrði
kostaður af ríkissjóði
Islands. Steinþór mun
þó hafa talið þetta ríkis-
sjóði ofviða á þeim ár-
um, enda veit ég ekki til, að hann liafi ieitaó um-
sagnar stjórnar né þings um þetta mál. Þá átti
hann einnig kost á stöðu erlendis við rannsóknir í
sérgrein sinni, en út vildi hann og réðist strax að
afloknu prófi kennari i stærðfræði og eðlisfræði við
hinn unga Menntaskóla á Akureyri. Líklegt er, að
þar hafi valdið nokkru um, að hann hafði þegar
sumarið 1927 farið sína fyrstu rannsóknarferð um
öræfi íslands með Niels Nielsen og Pálma Hannes-
syni og orðið heillaður af öræfunum, bæði séðum
með augum ferðamanns-
ins og vísindamannsins,
sem sjá þar mergð ó-
leystra, heillandi verk-
efna. I tvo áratugi vann
Steinþór að rannsókn-
um og mælingum á land-
inu, og mér er sagt af
þeim, sem kunnugastir
eru, að þeim þyki ótrú-
legt, að nokkur maður
fyrr né síðar hafi orðið
eins gagnkunnugur há-
lendi íslands og hann
varð.
Steinþór var fastur
kennari við Menntaskól-
ann á Akureyri til 1935
og síðan við Mennta-
skólann í Reykjavík til
1938, en þá var hann
skipaður skólastjóri við
hinn nýstofnaða Við-
skiptaháskóla. Stunda-
kennslu við Menntaskól-
ann hafði hann á hendi
frá 1941—46 og stunda-
kennslu í eðlisfræði og
geómetríu í verkfræði-
deild Háskólans frá
stofnun hennar 1940.
’ Þegar landspróf var
haldið í fyrsta sinn,
1946, var Steinþór skipaður formaður prófnefndar-
innar.
Þó að Steinþór væri þannig bundinn við kennslu-
störf, sem ýmsum hefði verið ærið verkefni,
vann hann þó miklu umfangsmeiri störf á öðr-
um sviðum, sem voru nátengd hvort öðru, rann-