Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Qupperneq 7
TÍMARIT V.F.I. 1947
81
(/+a)Ri +L • 0
T>'t\JdÍ ‘ /fe'*
Með þessari aðferð styttist afsegulmögnunartím-
inn, og því meira því stærra sem afhleðsluviðnám-
ið er. Um leið og segulrásinni er snarað yfir á við-
námið, kemur hins vegar fram spennuhækkun, sem
verður því meiri því stærra sem afhleðsluviðnámið
er. Þess vegna eru því takmörk sett, hversu stórt
viðnámið getur verið, og algengt mun vera að velja
a = 3 og þannig:
Sé gert ráð fyrir, að Tr = 4—6, verður virki af-
segulmögnunartíminn 1—1,5 sek. með þessari að-
ferð. Gefur 4. mynd nokkra hugmynd um saman-
hurð á þeim tveimur aðferðum, sem getið hefur verið.
Með aðferðinni samkv. 3. mynd var þannig mikil
bót fengin, en reynslan sýndi, að við bilanir á vefj-
um urðu afleiðingarnar oft alltof víðtækar, og var
haldið áfram að reyna að finna fljótvirkari aðferðir.
Hafa margar slíkar séð dagsins ljós, og er það þeim
öllum sameiginlegt, að þær eru bæði. flóknari og
litlu eða engu betri en notkun afhleðsluviðnáms fyr-
ir segulvefjurnar. Byggjast þær á því, að þær snara
segulspennu rafalsins á einn eða annan hátt og af-
segulmagna rafalinn þannig skyndilega.
Sú af þessum aðferðum, sem einna mest hefur ver-
ið rætt og ritað um, er kölluð á þýzku „Schwin-
gungsentregung“, þ.e.a.s. afsegulmögnun með
/
MYNO 5.
„sveifluviðnámi“, og hefur, eða máske réttara hafði,
Siemens einkaleyfi á henni. Aðferðin er sýnd á 5.
mynd og er í því fólgin, að viðnámið í segulmögn-
unarrás rafalsins er skyndilega aukið með því að
tengja viðnám í röð við snúðvefjur segulmögnunar-
vélarinnar.
Er það viðnám þá að jafnaði skammhleypt, en
verður virkt á þann hátt, að skammhlaupsrásin er
opnuð, þegar afsegulmögnun á að fara fram. Stund-
um er einnig samtímis viðnámið í affallsvefjum seg-
ulmögnunarvélarinnar aukið á sama hátt.
Þessi skyndilega viðnámsaukning veldur því, að
fram koma sveiflur í segulmögnun rafalsins, og sak-
ir þess, að tregða segulsviðs rafalsins er meiri en
tregða segulsviðs segulmögnunarvélarinnar, orsaka
þessar sveiflur, að spenna segulmögnunarvélarinnar
snarast. Sé viðnámsaukinn rétt valinn, verða þessar
sveiflur segulstraumsins sem næst aperodiskar, og
afsegulmögnun skeður fljótt. Skal hér reynt að gera
nánari grein fyrir þessari aðferð í aðalatriðum, og
til þess að líkingarnar verði einfaldar, verður ekki
tekið tillit til ýmissa atriði, sem hafa þýðingu, t. d.
verður ekki tekið tillit til dreifitapa, gert verður ráð
fyrir, að T.K. rafalsins sé bein lína o. s. frv. Sam-
kvæmt 5. mynd fæst þá:
$(l~i)+RI +L $~~r/
- <$(l~i)+rt +l^ = ri
og þannig ^p'\ ? +
þar sem P °9 p**
Við skrifum nú p2 + 2ap+ b2 = 0,
+ L.J(R+r)<L
þar sem a - 2L ’ K Ll
og setjum I/b* - a* ■ to
Sé enn fremur gert ráð fyrir, að q sé valið þann-
ig, að sveiflurnar verði deyfðar, fær lausnin formið:
I •I0e~ (eofioi + S. s//tcoi)
Sem dæmi skal tekinn 40 MVA rafall í aflstöð
í Svíþjóð. Um hann gildir:
R = 0,17 Q r = 60 Q
L = 0,8 H 1 = 26 H
Ef valið er q = 2 R = 0,34 Q fæst:
a = 0,33
b = 0,99
■yjh-—a2 >0
þ. e. a. s. sveiflurnar verða deyfðar.