Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Page 11
TÍMARIT V.F.I. 1947
85
Samvinnunefnd norrænna verkfræðinga.
1. t'undur, haklinn í Kaupmannahöfn 19.—21. maí 1947.
Eftir Jón E. Vestdal.
Síðla sumars árið 1939 átti að halda fund í Kaup-
mannahöfn með fulltrúum frá öllum norrænu verk-
fræðingafélögunum, þar sem ræða átti ýmis sam-
eiginleg mál norrænna verkfræðinga. Hafði verið
samin dagskrá fyrir fundinn og greinargerðir um
mörg atriði dagskrárinnar, en lengra komst það ekki.
Fundinum var aflýst, er stríðið brauzt út.
Þegar norrænir verkfræðingar hittust aftur að
stríði loknu á 3. norræna verkfræðingamótinu, sem
haldið var í Stokkhólmi i maí 1946, var þessari hug-
mynd hreyft á ný. Þar var samþykkt af fulltrúum
allra norrænu verkfræðingafélaganna, að komið skyldi
á fót samvinnunefnd, er héldi árlega fund til að ræða
sameiginleg mál norrænna verkfræðinga. Stofnsetn-
ing þessarar nefndar var síðan samþykkt af félög-
unum, og bauð danska verkfræðingafélagið til fyrsta
fundar í Kaupmannahöfn dagana 19.—21. maí 1947.
Á fundinum mættu fulltrúar frá öllum sex nor-
rænu verkfræðingafélögunum, 8 frá því danska, 2
frá hvoru hinna finnsku, 1 frá því íslenzka, 4 frá því
norska og 3 frá því sænska. I íslenzka nefndarhlut-
anum eru Helgi Hermann Eiríksson, Steingrímur
Jónsson og ég, en hvorki Helgi né Steingrímur gátu
mætt á fundinum, og ég var þar aðeins tvo seinni
dagana. Við höfðum þó allir í sameiningu undirbúið
fundinn hér heima eftir föngum. Formaður danska
verkfræðingafélagsins, Stadsingengiör Westergaard,
setti fundinn og stjórnaði öllum fundum síðan. Á
dagskrá voru 12 mál.
#
1. Titilmálið svonefnda var fyrst tekið fyrir. Full-
trúar frá öllum löndunum (nema íslandi) lýstu bar-
áttu þeirri, er þeir hefðu átt í til að fá lögvernd-
aðan einhvern titil handa þeim mönnum, er lokið
hefðu prófi frá teknískum háskólum. Hefur þessi
barátta staðið allt að því hálfa öld (í Danm.), en
lítinn árangur borið fram til þessa. Danskir verk-
fræðingar kalla sig nú Civilingeniör, og er það sam-
komulag á milli danska verkfræðingafélagsins og svo-
nefndrar Ingeniör-Sammenslutning, að menn með
prófum frá teknískum skólum, sem eru ekki háskólar,
noti ekki þann titil, en Ingeniör-Sammenslutningen
er félagsskapur þeirra manna, er hafa próf frá tek-
nískum skólum. Titillinn er ekki lögverndaður, og
samkomulaginu má segja upp 1. jan. 1950.
I Finnlandi hefur verið reynt að fá lögverndaðan
titil fyrir verkfræðinga síðastliðin tuttugu ár, en enn
er allt í óvissu, hvort það muni bera árangur. Finnsk-
u* verkfræðingar kalla sig aðallega diplomingeniör.
í Noregi og Svíþjóð gegnir sama máli. Norskir og
sænskir verkfræðingar hafa helzt áhuga á því að fá
lögverndaðan titilinn civilingeniör.
Gert var ráð fyrir frekari umræðum um þetta
mál á næsta fundi nefndarinnar.
2. Inntökuskilyrði 1 verkfræðingafélögin voru tek-
in til umræðu vegna fyrirspurnar, er barst frá norska
verkfræðingafélaginu. Voru málavextir þeir, að eðlis-
fræðingar, efnafræðingar og jarðfræðingar, sem
höfðu fullgild próf frá háskólum (Universitetum),
unnu sömu störf og verkfræðingar og óskuðu upp-
töku í norska verkfræðingafélagið. En samkvæmt
lögum félagsins var ekki hægt að veita þeim upp-
töku, þar sem þeir höfðu ekki próf frá teknískum
háskóla og höfðu ekki heldur unnið nægilega lengi
að verkfræðistörfum, svo að hægt væri að taka þá
í félagið á þeim forsendum. En norska verkfræð-
ingafélagið veitir upptöku mönnum, sem hafa tekn-
íska menntun, þótt ekki sé um háskólamenntun og
háskólapróf að ræða, ef þeir hafa unnið alllengi verk-
fræðistörf með góðum árangri. Sem stendur eru 8—
9% af meðlimum norska verkfræðingafélagsins, sem
teknir hafa verið í félagið á þessum forsendum. Þess
er þó ætíð vandlega gætt, að menn þeir, sem þannig
eru teknir í félagið, standi verkfræðingum í engu að
baki, hvað kunnáttu snertir.
Inntökuskilvrði hinna verkfræðingafélaganna eru
mjög svipuð hinum norsku ákvæðum. Öll taka þau
inn menn með prófi frá teknískum háskóla viðkom-
andi lands, en jafnframt menn, sem hafa ekki há-
skólapróf, ef þeir hafa unnið lengi verkfræðistörf
með góðum árangri, sem sýni, að þeir hafi kunnáttu
á borð við verkfræðinga. I danska verkfræðingafé-
laginu eru sem stendur um 2% meðlimanna þannig til
komnir, í finnsku félögunum 5—10%, en í því sænska
um 10%. Próf frá erlendum skólum eru því aðeins
viðurkennd, að þau að minnsta kosti svari til prófa
frá heimaskólunum.
I þessu sambandi sagði einn dönsku fulltrúanna
frá dönskum manni, er lokið hafði prófi frá skóla
í New York. Hann óskaði upptöku í danska verk-
fræðingafélagið, en tekníski háskólinn í Kaupmanna-
höfn gaf þær upplýsingar um skólann, að próf frá
honum jafngiltu ekki prófi frá danska tekníska há-
skólanum. Manninum var þá synjað um upptöku.
Nokkur síðar fékk danska verðfræðingafélagið um-
kvörtun frá hinum ameríska skóla út af þessari af-
greiðslu, og ameríska utanríkisráðuneytið sendi fyrir-