Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Qupperneq 14
88
TÍMARIT V.F.I. 1947
að finnsku verkfræðingafélögin og sænska verkfræð-
ingafélagið hafa enn sem komið er lítið eða engin
afskipti af kjörum verkfræðinga, en hins vegar láta
norska og danska verkfræðingafélagið þessi mál mjög
til sín taka. Spunnust miklar umræður út af þessum
gagnstæðu sjónarmiðum, einkum milli Norðmann-
anna og Dananna annars vegar, en hins vegar Sví-
anna. Var margt viturlegt sagt í þeim umræðum, en
engin tök eru á því að rekja þær umræður nánar. Þess
má rétt geta, að í þessum umræðum var það upp-
lýst, að í sænska verkfræðingafélaginu eru 60—65%
af sænskum verkfræðingum, er rétt hafa til upptöku
í félagið, en í danska verkfræðingafélaginu um 95%.
9. Verkfræðingar og herskylda bar einnig á góma,
og þykir herskyldan alls staðar tefja háskólanámið
verulega. En herstjórnaryfirvöldin þykja taka of
lítið tillit til væntanlegs náms ungmennanna, þegar
þeim er skipað í sveitir.
10. Tímarit norrænu verkfræðingafélaganna voru
tekin til umræðu, einkum með tilliti til þess, hvort
hægt myndi vera að koma á samvinnu þeirra á milli
um auglýsingar. Sem stendur er það ýmislegt, sem
torveldar slíka samvinnu, m. a. pappírsskorturinn.
Sænska tímaritið getur t. d. ekki tekið á móti nýjum
auglýsingum vegna þess, hve lítinn pappír það hefur'
til umráða. Var samþykkt að taka enga ákvörðun í
þessu efni að svo komnu máli, en taka það til umræðu
aftur, er ástandið hefði batnað,
11. Dvalar- og atvinnuleyfi norrænna verkfræð-
inga á öllum Norðurlöndum, einkum með tilliti til
frekari menntunar. Á fundinum ríkti mikill áhugi á
þessu máli, en ekki þótti unnt að svo komnu máli að
hafast nokkuð annað að, en beina þeim tilmælum
til verkfræðingafélaganna, að þau gerðu sitt til að
auðvelda mönnum að koma óskum sínum í þessu
efni i framkvæmd.
12. Samnorræn verkfræðingahandbók. Það mál
var tekið á dagskrá einungis vegna þess, að gert
hafði verið ráð fyrir því á norræna verkfræðingamót-
inu í Stokkhólmi, en það mál er nú úr sögunni, a. m. k.
í bili, þar sem út er komin verkfræðingahandbók í
Svíþjóð.
Áður en fundinum lauk bauð formaður norska
verkfræðingafélagsins, Sporveisdirektör C. F. Mathie-
sen, til næsta fundar samvinnunefndarinnar í Oslo.
Mun hann verða haldinn þar í vor.
Skipulag Reykjavíkur.
Útdráttur úr framsöguræðu Sigurðar Guðmundssonar og umræðum.
Fundur var haldinn i Verkfræðingafélaginu miðvikudaginn
26. marz 1947. Á dagskrá var erindi Sigurðar Guðmunds-
sonar, húsameistara, um skipulag Reykjavíkur. Fundinn sátu
sem gestir félagsins: Borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarráðs-
mennimir Sigfús Sigurhjartarson og Jón Axel Pétursson,
byggingafulltrúi og Þór Sandholt.
Fer hér á eftir útdráttur úr framsöguræðu Sigurðar Guð-
mundssonar:
S. G. hóf mál sitt með því að benda á, að tími væri
kominn til að sýna meiri stórhug í skipulagsmálun-
um en hingað til hefði verið gert. Hér þyrfti að vinna
mikið undirbúningsstarf. Vinna að nægilega víðtæku
heildarkerfi, er næði til úthverfa bæjarins og fjar-
lægari staða í nágrenni hans, þar sem gera má ráð
fyrir meira eða minna samfelldri byggð áður en
mjög langt líður.
I rauninni væri fráleitt að byrja á slíkri byggð,
fyrr en gerðar væru ráðstafanir til heildarskipulags.
Aðkallandi væri að athuga sem vandlegast aðalbraut-
ir umferðarinnar og sambönd þeirra við þjóðvegina.
Hann kvartaði yfir smáskammtaskipulaginu og
því ósamræmi milli einstakra bæjarhluta og hverfa,
sem skapaðist við það, að hvert hverfi eða brot úr
hverfi, væri skipulagt fyrir sig án nægilegrar hlið-
sjónar af heildinni. Sem dæmi tók hann m. a. Reykja-
vík og Hafnarfjörð og byggð þá, sem nú er að rísa
þar í milli og sýnist gerð af lítilli forsjá. Benti á nauð-
syn þess, að skipulag þessara bæja væri í nánu sam-
bandi hvort við annað og að skipuleggja þyrfti því
allt svæðið á milli þeirra nú þegar. Bæri þá ekki að
skipuleggja aðeins mjóa ræmu meðfram aðalvegin-
um, heldur hverfi, sem væru að mestu sjálfstæðar
eindir, en í nánu sambandi við aðalvegakerfið.
Þannið einnig hér í Reykjavík. Það má ekki hrúga
öllu hér í kring um þennan ómerkilega miðbæ. Það
þarf að byggja bæinn ,,sentrifugalt“ og hugsa fyrir
því í tíma, hvar og hvernig skuli byggja umhverfi
bæjarins í stórum dráttum. Þess vegna þarf nú þegar
að skipuleggja rannsókn á bæjarstæðinu, fá góð kort,
sem sýni ekki aðeins hæðarlínur, heldur einnig jarð-