Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Side 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Side 15
TÍMARIT V.F.I. 1947 89 lög og gróðurskilyrði m. m., og það ætti ekki að- eins að ná til núverandi bæjarlands, heldur einnig til nærsveitanna. Og jafnframt þyrfti að gera áætl- anir um afnot landsins. Það þarf að vinna fyrir sig fram. Byggðin í vaxandi bæ er mjög áleitin og verður að setja henni ströng takmörk í tæka tið. Bærinn verður að eiga stór svæði óbyggð, bæði til athafna og úti- vistar, og einnig vel valda staði til opinberra bygg- inga. — Okkur vantar enn ráðhús, bæjarspítala, nýjan menntaskóla, listasafn, sönghöll, gistihús og margt fleira, sem enginn veit, hvar á að hola niður, svo að sæmilega fari. En íbúðarbyggðin hefur til skamms tíma flætt yfir hvern auðan blett, alveg án tillits til þessara fyrirsjáanlegu þarfa. Síðan fór ræðumaður nokkrum orðum um umferða- mál Reykjavíkur. Sýndi hann fram á nauðsyn beinna umferðaæða um endilangan bæinn og mælti með tveim tillögum, sem fram hafa komið um slíkar æðar, þ. e. Holtsgata—Túngata—Kirkjustræti—Amtmannsstíg- ur—Grettisgata og Vesturgata—Tryggvagata— Hverfisgata. Um sameiningu Tryggvagötu og Vest- urgötu væru einkum skiptar skoðanir. Væntanlega yrði þó samkomulag um svo sjálfsagða ráðstöfun. Breikkun Laugavegarins taldi hann einnig hina mestu nauðsyn. Enn fremur væri æskilegt að breikka Grett- isgötu og Vesturgötu og jafnvel fleiri. Enn væri til- tölulega auðvelt að breikka ýmsa kafla, þar sem nú standa léleg timburhús, og mætti gera þetta smám saman. En ákvæði um þessa gatnabreikkun þyldi enga bið. I hinum nýju hverfum þyrfti að gæta samræmis niilli götubreiddar og húshæðar betur en hér hefur tíðkazt. T. d. eru víða tvílyft hús nýbyggð við breið- ustu göturnar. Veigamikið útlitsatriði væri það, hvernig götur „lokast“ — hvað við blasir, þar sem gata endar eða beygir við. Margt ber vitni um það, að hér skortir sámvinnu skipulagsnefndanna og bygginganefndar. Enn fremur virðist skorta nægilegar lagaheimildir til nauðsynlegra framkvæmda í sambandi við skipu- lagningu og endurnýjun bæjarins. Hann vakti athygli á nauðsyn þess, að gera nýja lóðaskiptingu, þar sem lóðaskipting er víða mjög oheppileg í hinum gömlu hverfum. Taldi hann óhjá- kvæmilegt að tryggja bænum yfirráðarétt yfir land- mu, sem hann á að standa á, og taldi mögulegt, að það yrði gert með skattlagningu á þær lóðir, sem hækkuðu í verði við skipulagsbreytingar. Enn fremur benti ræðumaður á þá möguleika, sem fjallahringurinn umhverfis bæinn gæfi skipulags- uiönnum til útsýnar og sérstaklega athyglisverðar væru hæðir þær, er bærinn stendur á, og mjög til fegurðarauka, ef vel væri á haldið. Þar biði úrlausnar vandasamt viðfangsefni. Sigurður Guðmundsson tók til stuðnings máli sínu fjöldamörg dæmi, sem hér verða ekki rakin. Var ræða hans mjög skemmtileg enda tóku fundarmenn henni hið bezta. Formaður þakkaði framsögumanni og gaf orðið Herði Bjarnasyni, skipulagsstjóra, sem fyrstur hafði kvatt sér hljóðs. H. B. hóf mál sitt á þvi að þakka félaginu fyrir að hafa tekiö málið á dagskrá, og taldi félagið heppilegan vettvang fyrir umræður um þessi mál. Þakkaði hann frummælanda gott erindi og taldi vel til fallið, að einmitt S. G. hefði hafið máls á þessu efni, þar eð hann væri sá íslenzkra arkitekta, sem fróðastur væri í þessu efni. Hins vegar kvai-taði ræðumaður yfir því, að umræðuefnið væri of yfirgripsmikið og taldi eðli- legra að ræða einstakar hliðar málsins fyrir sig. Skipulagsstjóri las síðan kafla úr tillögum nefndar, siem unnið hefur að samningi frumvarps til nýrra skipulaga. Taldi H. B., að með frumvarpi þessu, ef að lögum yrði, væri ráðin bót á ýmsu því, er S. G. hafði gagnrýnt. Ræðumaður upp- lýsti enn fremur, að ákveðnar tillögur lægju nú fyrir um breikkun Laugavegar og Hverfisgötu, og að samkomulag hefði náðst um tvær umferðaæðar gegnum bæinn fró. austri til vesturs, en það væru; Grettisgata—Amtmannsstígur— Kirkjustræti—Túngata—Holtsgata og Hverfisgata—Hafnar- stræti—Mýrargata. Marteinn Björnsson og Rögnvaldur Þorkelsson töluðu næst- ir og gagnrýndu skipulagið einkum með tilliti til umferðar- innar. Benedikt Gröndal talaði máli atvinnulífsins, einkum hafn- arinnar og iðnaðarins, sem hann taldi verða afskipt hjá skipulaginu. Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Hlífidal tóku í sama streng og einnig Jón Axel l’étursson, sem gekk svo iangt að fullyrða, að svo hefði verið þrengt að höfninni, að nauðsyn- legt yrði að byggja nýja höfn innan skamms. Sigurður Guðniundsson kvað lóðir til iðnfyrirtækja yfir- leitt of smátt skammtaðar og stundum hrapallega í sveit komið, t. d. Vatnsgeymisholtið. Sigfús Sigurhjartarson taldi það höfuðverkefni skipulags- manna að sameina hið nytsama og hið fagra, og væru einkum til þess tvær ástæður, að vel unnið starf skipulagsmanna hefði borið svo litinn árangur, sem raun ber vitni. Væri það í fyrsta lagi hin þunglamalega skipun á yfirstjóm þessara mála, og benti hann í þvi sambandi á tillögur til úrbóta, sem hann hefur borið fram á opinberum vettvangi, og í öðru lagi erfiðleikar þeir, er bærinn ætti í með að ná yfirráðum yfir lóðum, en á því yrði ekki ráðin bót, fyrr en bærinn ætti allt land í lögsagnarumdæminu. Lýsti hann síðan hugmyndum sínum um skipulag Reykja- víkur og lagði áherzlu á að skipuleggja bæri bæinn sem litlar eindir með 1000—3000 mönnum, og væm þær sjálfum sér nógar, en umferðaæðar lægju umhverfis þær. Sömuleiðis taldi hann nauðsyn á að skipuleggja byggðahverfi um land allt. Ágúst Pálsson þakkaði gestunum fróðlegar ræður og gerði athugasemdir við tillögur þeirra um afskipti bæjarins af lóðum, sem hann taldi róttækari en nauðsyn bæri til. Haukur Pélursson sagði frá markplönum i Danmörku og Þór Sandholt kvartaði undan fjarvem ýmissa skipulags- manna. Helgi Bergs.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.