Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 4
50 TlMARIT V.F.l. 1951 Eftir að fyrstu kvarteru ísöld lauk og landið hafði klæðst gróðri að nýju, hófust hin stórkostlegustu elds- umbrot. Þunnfljótandi basalthraunleðja rann fram í stríð- um straumum og breiddist yfir allt láglendið, frá Kolla- firði til Garðskaga, frá núverandi Faxaflóa til Gríms- ness og Skeiða. Úr hraunlögunum varð á skömmum tíma grágrýtisplata, sem t. d. við Reykjavík náði um 100 m þykkt, og svipaðri þykkt um Grímsnesið. Um miðás svæðisins, þ. e. hinn núverandi fjallgarð, er þó annað að segja. Þar myndaðist víða yfir 100 m þykkt lag af gos- móbergi og ofan á það lagðist grágrýtið, en viða mun þynnra en til jaðra svæðisins. Yfirborð þessa nýja mó- bergs hefur því sennilega verið nokkru hærra en hinn forni rofflötur. En á hinn bóginn bendir þykkt móbergs- ins til að undirgrunnur þess hafi jafnframt verið siginn niður fyrir rofflötinn, það hafi myndazt í sigdældum. Mér virðist þannig, að eldsumbrotin snemma á kvarter, sem hér var getið, hafi hafizt með myndun sigdælda um miðás svæðisins. Þessar sigdældir hafi svo fyllzt af gosmóbergi, en yfir það og umliggjandi svæði breidd- ust loks grágrýtishraunin. Eftir þessa goshrinu, snemma á kvarterum tíma kom gosahlé, sem stóð allt fram und- ir ísaldarlok. Þar með er að visu ekki sagt, að ekki geti hafa komið eitt og eitt gos, en efnisframleiðslan hefur þá verið svo óveruleg, að hennar gætir mjög lítið. Með tilliti til jarðhitans er æskilegt að vita aldur goshrinunnar i árum. Þar er ekki annað við að styðjast en það, að kvarteri tíminn er áætlaður að vera Vz—1 milljón ár. 750 þús. ár sem aldur goshrinunnar ætti að vera nægilega nákvæm tala við flesta yfirlitsreikninga, sem jarðhitarannsóknir gefa tilefni til. Kvarteri tíminn eftir goshrinuna er lengst af ekki að- eins rólegur að þvi er snertir eldsumbrot. Svo til allt svæðið er kyrrstætt i langan tíma. (Sbr. þó það sem sagt verður um Grafningsfjöllin síðar.) Veðrun og árgröftur vinna verk sitt. Það myndast grunnir en til- tölulega breiðir dalir eins og Elliðaárvogur, Fossvogur, Kópavogur, og „dalirnir” upp af þeim, svo og „Sogs- dalurinn", og fer gröfturinn sumstaðar niður úr grá- grýtinu, niður á tertiera undirgrunninn, eins og við Sog og Elliðaárvog. Sumstaðar flettist grágrýtisþekjan ofan af stórum svæðum, eins og í Grímsnesi og sumstaðar um miðbik svæðisins máist hún nokkuð ofan af mó- berginu. Jöklar ísaskeiðanna hafa hinsvegar ekki skafið verulega ofan af landinu, enda vinna jöklar ekki mikið á jafnsléttu landi. Loks, þegar mjög er liðið á kvartertímann, gerast ný tíðindi. Þá springur landið mjög kringum miðás svæðis- ins. Það bútast niður í spildur og ræmur, sem svo er spyrnt upp, en þó mjög mismikið, og þannig verður til Reykjanesfjallgarðurinn. Mest verður lyftingin i Hengli, sem er allt að 800 m hár, en hún fjarar út til beggja hliða frá hinum nýja fjallgarði. Þannig var allt tíð- indalaust að kalla við Reykjavik og allt upp að Lækjar- botnum, og í Grímsnesinu má kalla Hestf jall yzta skækil hins lyfta svæðis. Eldsumbrot voru lítil samfara þessari byltingu, að því er séð verður. Á stöku stað eru menjar móbergs- gosa, sem eru af svipuðum aldri og lyftingarnar. En sýnilegt efnismagn er alltaf sáralitið og breytir ekki teljandi svip fjallgarðins. Hitt verður ekki um dæmt, hvort veruleg innskot hafi þá myndazt. Toppur Vífils- fells er myndaður við móbergsgos, sem varð rétt fyrir lyftinguna. Móbergsspýja er vestan undir sama fjalli og rann eftir lyftinguna, og nokkur móbergs-framleiðsla varð kringum Hengil nokkru fyrir lyftingu hans. Verð- ur þessa nánar getið síðar. Fjallgarðurinn er mótaður af skörpum brotlinum og eyðing landsins er sáralítil síðan raskið varð, sérstak- lega í samanburði við heildareyðingu kvarteru mynd- ananna. Af þessu verður það ráðið, að kvarteri tim- inn er að mestu liðinn þegar lyftingarnar verða. Til þess að nefna einhverja tölu, má áætla að lyftingin geti vart verið eldri en 100 þús. ára, og þó sennilega yngri. Jökull hefur hinsvegar gengið yfir brotsárin á fjallgarð- inum og er því aldur hans meiri en 10—20 þúsund ár. Gjáveggirnir við Þingvelli eru þó myndaðir löngu eftir ísöld, en þeir eru í framhaldi af misgenginu um Jóru- kleif. Misgengin eru þannig að nokkru leyti talsvert misgömul. Eftir ísöldina hefst loks sérstætt tímabil í sögu svæð- isins. Þá gýs mikið basalthraunum, sem flæða yfir víð- áttumikil svæði, en á hinn bóginn verða engin teljandi missig, nema á Þingvöllum. Er þetta því eins og á hinu mikla gostímabili snemma á kvartera tímanum. Er þessi aðgreining fyrirbrigðanna mjög eftirtektarverð, annars vegar mikil jarðlagaumturnun og f jallgarðsmyndanir án verulegra eldsumbrota, hinsvegar mikil hraunflóð án telj- andi hreyfinga jarðspildnanna. Ætti þessi munur að geta leitt til nokkurs skilnings á orsökum þeirra atburða, sem hér hafa gerzt. En út í þá sálma verður ekki far- ið hér. II. HENGILSVÆÐEÐ. Hér verður nú gefin nánari lýsing á jarðlögum og jarðlagaraski á Hengilsvæðinu. 1 Ingólfsfjalli eru mótin milli kvarters og eldra bergs í miðjum hlíðum og sjást sem skörp lárétt lína í giljum allt í kringum fjallið. Við hæðarmælingu á þessum fleti að vestanverðu, hef ég fengið 170 m yfir sjó. (Athug- un gerð í áberandi gili fyrir miðju fjalli að vestan- verðu). Neðan við mótin er fjallið aðallega byggt úr móbergi, mjög ummynduðu, en ofan á því og undir mótunum eru sumstaðar ferskleg grágrýtislög. Ummyndun móbergsins er mest áberandi í Silfurbergi, sem er rani út úr S.V.-horni fjallsins. Þar er bergið silfurgrátt vegna ummyndana. Það samanstendur þar að miklu leyti af zeolítum og kalzíti, en við mikla um- myndun breytist móbergið, þ. e. basaltglerið, gjam- an í þessa krystalla. Grágrýtið ofan á þessu móbergi er heflað af jöklum og eru það fyrstu ummerki kvartersins. Isrákir stefna til SA. Ofan á ísrákaða fletinum liggur þétt konglo- merat, en siðan kemur ferskt óummyndað kvartert mó- berg, tuff og breksía, með um 200 m þykkt, og loks er þekja af grófu grágrýti. Það er víðast étið ofan af á brúnum fjallsins, en hefur haldizt á pörtum i fjall- inu. Yfirborð fjallsins hækkar að vestan í stöllum inn til miðju, en það sýnir að minni háttar misgengi hafa orðið í fjallinu sjálfu, og hæð þess, 550 m, gefur ekki rétta hugmynd um þykkt þeirra laga, er sjást í hamra- veggjunum. Þykkt grýgrýtisins verður ekki áætluð af því. Holufyllt tertíert basalt (hallandi basaltlög skorin af láréttum roffleti) kemur fram við ölfusá og gægist fram í holtum og klettum í 20—40 m hæð austur eftir Flóa, allt að Þjórsá. Hér er um að ræða hinn tertíera rof-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.