Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 5
TlMARIT V.F.l. 1951
51
flöt, eins og t. d. sést af því, að kvartera grágrýtið
leggst beint ofan á þennan basaltflöt, mótaðan í hall-
andi spildur, um neðanvert Grímsnes. En um Flóann
eru kvarteru myndanirnar, sem væntanlega hafa þakið
svæðið, étnar burt.
Eftir afstöðunni við Ingólfsfjall að dæma, mætti í
fyrstu ætla, að þessi basaltflötur gengi lárétt innundir
Ingólfsfjall. En svo er ekki, því eins og áður segir ligg-
ur tertíeri rofflöturinn þar í tæplega 200 m hæð. Það
er því ljóst, að þegar rofflöturinn myndaðizt, hefur verið
dæld í basaltið þar sem nú er Ingólfsfjall, og þar
hefur forn móbergsþekja á basaltinu orðið eftir undir
roffletinum. Og í öðru lagi er ljóst, að eftir að hinar
árkvarteru myndanir höfðu lagzt yfir rofflötinn, sem
í aðalatriðum verður að teljast í óhaggaðri upphaf-
legri legu um Flóa og Grímsnes, lyftist Ingólfsfjall um
brúnirnar um tæpa 150 m, en meira um miðjuna. Lyft-
ingin náði einnig til Grafningsfjallanna, eins og síðar
verður nánar sýnt, en það er ahyglisvert að lyft.ing
þeirra hefur gerzt miklu fyrr en hin síðkvartera lyft-
ing, sem skóp Hengil og önnur aðalform Reykjanesfjall-
garðsins, og rætt var um I almenna kaflanum. Sést það
greinilega á þroskuðu eyðingarformi yfirborðsins á fyrr-
nefndum fjallaklasa, jöfnum, breiðum dældum og kúp-
um i stað hvassra brúna. Þetta þroskaða form snög'g-
hverfur við línu, sem dregin væri vestan undir Reykja-
fjalli, Selfjalli og Klóarfjalli. Vestan linunnar hefst svæð-
ið með hinni siðkvarteru umturnun. Fyrri lyftingin hef-
ur sennilega orðið snemma á kvarter eða skömmu eftir
sköpun árkvarteru myndananna. Ekki er vel greinilegt,
hvort lyfting sjálfs Ingólfsfjalls er eins gömul og Grafn-
ingsfjallanna.
Þessi gamla lyftíng Grafningsfjalla hlýtur að vekja
grun um, ,að meira af Reykjanesfjallgarðinum kunni að
einhverju leyti að hafa myndazt svo snemma. 1 því sam-
bandi má benda á Húsmúlann við Kolviðarhól. Það
er ávalur múli úr grágrýti með mjög eyddu formi, og
upp úr þvi rís hið miklu yngra form Sleggju og áfastra
hryggja. En önnur dæmi um svo gamalt form á fjall-
garðinum er ekki með vissu hægt að benda á, og öll
aðalmisgengin eru ótvírætt mjög ung.
Eyðingin á Grafningsfjöllunum veldur því, að grá-
grýtið, sem eins og á Ingólfsfjalli, mun þar hafa þakið
unga móbergið er með öllu horfið og kvartera mó-
bergið er víða mjög eytt. Torveldar þetta afmörkun
brotspildna á þessu svæði. En tertíeri rofflöturinn finnst
í Reykjafjalli og það upplýsir byggingu svæðisins.
Fyrir ofan Svaða er rofflöturinn i brún Reykjafjalls
í um 280 m hæð eða 100 m hærra en í Ingólfsfjalli.
Hann er þó ekki láréttur hér, heldur hækkar hann inn
með fjallinu til Selfjalls og Klóarf jalls, og nær þar allt
að 400 m hæð, en lækkar út með fjallinu, allt að Sogni,
og þó mest á móts við Reyki, og með misgengi skammt
vestan við Sogn færist hann, ásamt kvartera móberg-
inu, niður á jafnsléttu. Þaðan liggur hann svo láréttur
út undir Suðurlandsbraut og austur og suður um Kot-
strönd. Þar er komið á óraskað svæði austan við línuna
Kotströnd—Arnarbæli. Um byggingu Reykjafjalls er
þetta að segja: Við rætur þess kemur fram ellilegt bas-
alt, skorið af göngum. Basalt nær upp í um 120 m y.s.
austan við Svaða, en það virðast vera forn innskots-
lög. Fomlegt basalt er i Varmárgili á þessu bili, báðum
rnegin árinnar. Basaltið fellur nokkuð til Sauðárdals og
um Reykjakot nær það lítið eitt upp fyrir Varmána, í
um 80 m hæð. Borhola I við Reykjakot lá í þessu basalti.
Ofan á basaltinu við Svaða liggur þykkt lag af nokk-
uð ummynduðu ellilegu þursabergi. Á því hvílir lag úr
brúnu konglomerati með vel unnum, ávölum basaltvöl-
um, yfir 5 m þykkt. Loks koma 20—25 m af porfyrít-
ískum grágrýtislögum með fáeinum brúnum konglomerat
millilögum, og er þá komið upp að tertiera roffletinum.
Yfirborð grágrýtismyndunarinnar er ísrákað og þakið
lagi af jökulruðningi, en ofan á hann leggst loks mjög
fersklegt móberg, þ. e. upphafleg eldgosa breksía.
Gamalt misgengi hefur klippt sundur þetta grágrýti,
en misgengið er algerlega jafnað við rofflötinn, og er
grágrýtið numið burt sunnan misgengislínunnar, þar
sem mikið kúlubasalt er komið i stað þess. Grágrýtið
kemur þó aftur í ljós sunnar og liggur undir rofflet-
inum allt út að Sogni. Sumsstaðar á fjallsbrúninni má
sjá basaltganga, sem ná upp að roffletinum, en ekki
upp í jökulruðninginn sem þekur hann, og fleiri merki
mikillar eyðingar um rofflötinn eru greinileg.
Á mynd 1 er sýnt hvernig umhorfs er við rofflötinn
við fyrrgreint misgengi.
Mynd 1. Mót tertíers og kvarters í Reykjafjalli. 1 konglomerat.
2 grágrýti. 3 jökulruðningur. 4 móberg. 5 kúlubasalt.
Roffletinum má, eins og áður segir, fylgja óslitið suð-
ur og austur eftir brún Reykjafjalls. Er hann allstað-
ar mjög skýr, markaður af jökulruðningi og ísrákum,
afskornum göngum eða skörpum mótum milli gamals og
fersks móbergs.
Þarna koma fram á mótunum sérkennilegir, stuðlaðir
basalthnúðar. Þeir eru einnig áberandi við Kotströnd og
austan undir Ingólfsfjalli, þar sem þeir einnig fylgja
roffletinum, en nákvæm afstaða til rofflatarins eða upp-
runi þeirra er ekki ljós.
Unga móbergið er komið niður á undirlendi nærri
Sogni, eins og áður segir, og breiðir sig út undir Suður-
landsbraut, þar sem það loks er algerlega eytt ofan af
roffletinum, enda þótt það hafi mikla þykkt sumstaðar
á Grafningsfjöllum og sérstaklega Ingólfsfjalli. Það er
þannig á undirlendinu sem eyðingin hefur orðið mest.
Verður að ætla, að stórár, sem vaðið hafa um undir-
lendið, valdi hér mestu um.
Það er óhjákvæmilegt að ætla, að á svæðinu sunnan
Grafningsfjalla hafi eyðst yfir 100 m þykkt lag af kvart-
eru móbergi og grágrýti, og sama er að segja um stórt
svæði austan Ingólfsfjalls.
Vestan Sauðár og Klóarfjalls tekur við, eins og áður
segir, svæðið er varð fyrir truflunum seint á kvarteri.
Hér mætir manni hið rifna og tætta landslagsform.
Truflunin kemur þó ekki fram í verulegum hæðabreyt-
ingum miðað við eystri fjöllin, fyrr en kemur þá að
Hengli sjálfum, heldur i rifnun landsins, sem sumpart
stóreykur rofið, eins og á svæðinu austur af Reykja-
dal. Hryggurinn milli Sauðár og Grensdalsár er úr fornu