Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 10
56 TlMARIT V.F.l. 1951 Jarðhitinn. A láglendinu við Hveragerði er jarðhitinn augljóslega tengdur við basaltganga. Einnig í múlanum upp aí Reykjakoti er hann tengdur við gang. Við Hverakjálka má setja hitann í samband við mis- sig, en þó má minnast þess, að móbergið þar kann að vera tiltölulega ungt og það valda einhverju um. Hugs- anlega er jarðhitinn kringum Tjarnahnúk eitthvað tengdur eldsumbrotum þar. Að öðru leyti eru það mis- gengislínurnar kringum Hengil sem jarðhitinn er tengd- ur við. En eins og að ofan er sagt, er hann alls ekki tengd- ur við hinar ungu eldgosalínur. Þetta má skýra þannig, að gossprunga fyllist eðlilega af hrauni við gosið og er ekki greið rás fyrir gufu neðan frá, en við misgengis- sprtmgu eru miklar líkur til að víða komi fyrir rásir sem gufa komist eftir til yfirborðs. Hér skal nú getið athugana í Hveragerði er snerta aldur jarðhitans og sýna, að hann var til staðar strax í lok síðustu ísaldar, og gefa einnig nokkru fyllri hug- mynd um sögu hans þar. Sunnan undir Hamrinum, nærri borholu 91, er um 2 m þykk jarðvegstorfa. Hún liggur á sjávarmöl þeirri, er þarna varð til er sjór féll upp að Hamrinum í lok ís- aldar. Torfan sýnir heildarþykkt jarðvegsins hér um slóðir er myndast hefur allt frá þessum tíma. Aðeins þrjú öskulög koma fyrir í jarðveginum. Á 70 cm dýpi er greinilegt svart öskulag, 5 cm þykkt. 50 cm neðar er 2 cm þykkt brúnt lag, mjög fíngert, og annað svipað, en 5 cm þykkt, 10 cm neðar og undir því þunnt hvítt grófgerðara lag. Svarta lagið stafar senni- legast frá gosi á fjallgarðinum, ekki langt undan, en að öðru leyti gera eldgos á þeim slóðum bersýnilega mjög lítið vart við sig í jarðveginum. Skammt frá jarðvegs- torfunni liggur jaðar hraunstraumsins B. Á hrauninu er jarðvegur allstaðar talsvert þynnri en í torfunni, eða um 130 cm. 1 honum er svarta öskulagið, og 40—50 cm af mold þar undir niður að hraunyfirborði. Brúnu lögin eru þannig eldri en hraunið. 1 jarðvegi hjá Sundlauginni norðan við Varmá sjást bæði brúnu lögin, en ekki það svarta, sem hér mun því hafa fokið burt, enda er staðurinn áveðra. En niðri í Varmárgili, niðurundan, er svarta lagið í jarðvegi sem liggur ofan á máðu yfirborði þess hrauns, sem runnið hefur ofan af Hellisheiði, norðan við Hamarinn og út eftir gilinu. Liggur lagið um það bil í miðjum jarð- veginum, sem sýnir svipaðan aldur hrauns þessa og áðurnefnds hrauns sunnan Hamarsins. Brot úr hvera- hrúðri eru á víð og dreif í öllum þessum jarðvegi. Nú er að líta á þverskurð sem fæst í heitlækjargili norðan við „Bláhver". Gilið skerst niður í gegnum megin-hverahrúðursbreiðuna í Hveragerði og nær niður í malar eða jökulruðningsundirgrunn. Niðri í þverskurð- inum er 5 cm þykkt móhellulag, sem er mjög lítið um- breytt af jarðhita. Þetta lag má auðveldlega rekja eftir öllu gilinu og er það mjög til glöggvunar. Nú er þess að geta að skýrt mörkuð hveralína liggur frá Bláhver til Sandhólahvers þvert yfir gilið. Hverahrúðurinn er þykkastur á hveralínunni, í suður- barmi gilsins, en þynnist út frá línunni. Á hveralínunni er þverskurður sem hér segir. Ofan á móhellulaginu, sem áður getur, og sem verið hefur gegnum vaxið af gras- stönglum, er fyrst um 7 cm lag af ummyndaðri mold en síðan 10—15 cm þykkur hverahrúður með uppréttum, hörðnuðum grasstönglum. Síðan tekur við 165 cm þykk hella af lagskiftum hverahrúðri með liggjandi stöngul- förum og förum eftir slý. Stönglarnir liggja eftir straum- stefnu í slýinu og hafa ekki vaxið á staðnum heldur hafa fokið út í heita vatnið og borist með því. En ekki verður annað séð, af legu stönglanna en grasið hafi vaxið upp úr neðra hrúðurlaginu meðan það var i myndun. Tvær svartar rendur eru í efri vikrinum, en ekki verð- ur með vissu ráðið í uppruna þeirra. Undir móhellulaginu er á löngum kafla svart mjúkt lag, um 4 cm á þykkt, og gæti það ef til vill samsvarað svarta öskulaginu í jarðveginum. Undir því eru ýmis- lega lit leirlög með reglulegri láréttri lagskiptingu, sam- tals um 50 cm þykk. Þessi lög eru ekki hveraleir í venju- legri merkingu, heldur sér maður, með því að rekja sig með hjálp móhellulagsins út fyrir hveralínuna, að þetta eru upphaflega moldarlög, sem jarðhitinn hefur um- breytt og gert að leir. Undir þessum moldarlögum kemur 10 cm hvítt hrúð- urlag og loks álíka þykkt, umbreytt móhellulag sem liggur á harðnaðri möl. Af þessum þverskurði er saga jarðhitans á þessum stað ljós í aðalatriðum: Mjög fljótlega eftir að svæðið er orðið þurrlendi, í lok ísaldar, fer að myndast hverahrúður. En síðan hverfur jarðhitinn í langan tíma og regluleg moldarlög leggjast yfir svæðið. Síðan hefst aftur hrúðurmyndun, en gras- gróðurinn bugast ekki fyrst 1 stað. Brátt eyðist hann þó, en hiti í heita vatninu, sem flæðir yfir svæðið, er ekki hærri en svo, að slý vex í því. Á þessu tímabili mynd- ast víðáttumikil hverahrúðursbreiða, en að lokum dreg- ur úr heitavatnsflóðinu og jarðvegur leggst á mikinn hluta hellunnar. Hefur hann náð um 50 cm þykkt (sunn- an við Bláhver). Vantar svarta öskulagið skiljanlega í hann. Að svo komnu máli er ekki hægt að áætla í árum tímabilin í sögu jarðhitans. Þyngdarmælingar. Eins og áður er getið, hef ég, með Worden gravi- meter Jarðborana ríkisins, framkvæmt þyngdarmæling- ar, allþéttar í ölfusi, en dreifðari á Reykjanesskagan- um, og sýna þær greinilega, að samband er milli mis- gengis jarðspildnanna og þyngdaranomalianna. Við mæl- ingar 1950, sem gerðar voru með aðstoð leiðangurs Paul Emile Victors, fengust 5 mælistaðir í ölfusi, eftir Suður- landsveginum, en um 30 nýjum stöðum hefur nú verið bætt við í ölfusi. Sama er að segja um heildarsvæðið, að þyngdarkortið yfir það byggist að verulegu leyti á hinum nýrri mælingum. Er hér um að ræða yfir 100 mælistaði auk mikils fjölda á Reykjavíkursvæðinu, sem hér er sleppt. En þrátt fyrir fjölda mælistaða eru enn miklar eyður í mælingar á heildarsvæðinu. Liggja mæli- staðir yfirleitt á láglendi nema meðfram þjóðvegunum þremur austur yfir fjall. Á heiðunum og fjöllunum vantar þá að öðru leyti alveg. Um úrvinnslu mælinganna er það að segja, að í fyrstu eru allar mælingar umreiknaðar niður til sjávarmáls og fundnar svonefndar Bougueranomalíur. Kort yfir Bougueranomalíur leiðir í ljós, að þær eru af tveim- ur orsökum. Annarsvegar á sér stað allsherjarbreyting þegar farið er frá ströndinni inn til landsmiðju. Þetta kemur skýrast fram þegar þyngdarkort er gert fyrir landið í heild. Liggja nú fyrir mælingar yfir svo mikinn hluta landsins, að skýr mynd hefur fengizt af þessum allsherjarbreytingum. Orsakir þessara breytinga liggja bæði í áhrifum frá hafdýpinu út frá landinu, svo og í misþéttleika mjög djúpra laga undir landinu. i

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.