Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 12
58 TlMARIT V.F.I. 1951 Mynd 13. Þyngdarkort yfir Hengilsvæðið. 1 mgal milli jafnþyngdarlína. umreikningur niður að sjávarmáli æði óviss. En jafn- framt kæmi til greina, að hið þétta berg, sem valda á misþyngd, liggi svo djúpt, að misgengisins gæti af þeim sökum lltið I þyngdinni. 1 þessu sambandi er það athyglisvert, að misgengis verður ekki vart milli Ham- arsins við Hveragerði og Foraspildunnar, þar sem óvissu í kortinu verður varla um kent. Nú er á það að líta, að mjög greinilegt þyngdar- maximum er um Flóann. Frá því fellur þyngdin mjög bratt um 10 mgal upp til Grímsness. Með eðlisþunga- mun 0,6 mundi þessi þyngdarbreyting jafngilda 400 m misgengi. En slíks gætir ekki hið minnsta á yfirborði og má telja víst, að slíkt misgengi hefur ekki orðið þarna á kvarterum tíma. Þetta sýnir, að misþyngdin hér stafar af misþéttleika í tertíera undirgrunninum, sem aftur kann að stafa af fornu misgengi, sem jafnað er út við tertíera rofflötinn. En þá vaknar aftur sú spurning, hvort misþyngdin í Ölfusi stafi að öllu leyti eða fyrst og fremst af hinu kvartera misgengi við Kotströnd—Arnarbælislínuna. Það kemur oft fyrir, að misgengi taki sig upp á eldri mis- gengislínum. Með þetta í huga, verður óvissan um kvartert sig enn meiri en áður. En til hins bendir þyngd- arkortið ákveðið, að á Foraspildunni sé basaltgrunnur- inn sokkinn eitthvað um 300 m miðað við austursvæðið, en dældin sé fyllt upp af léttu móbergi, þótt ekkert verði sagt um aldur þessa misgengis. Geology of the Hengill area. Abstract in English. This area is considered as a part of a larger geo- logical unit, that of the whole Reykjanes peninsula be- tween the Esja mountains in NW and the Southern Low- lands in the east. The larger area has been studied extensively by the author, and the first part of this paper constitutes a preliminary account of the main results. The author claims to have discovered a precise boundary between the Tertiary and the Quaternary rocks and has traced it over large parts of the area. The boundary is marked by a late-Tertiary peneplane that cuts unconformably the Tertiary rocks, basalt lavas, dykes and thoroughly altered tuffs. The peneplane is directly overlain by the first Quaternary moraine, on which ,are deposited the Quaternary volcanic rocks: Dolerite lavas and unalter- ed basic tuffs.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.