Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 18
64 TÍMARIT V.F.I. 1951 fleygur, en neðri hlutinn, frá 145—162 m, sé venjuleg- ur blágrýtisstraumur, runninn á yfirborði jarðar. Holufyllingar eru zeólitar, silfurberg og grænleitir eða/ og brúnleitir, brigðlitir klórítmíneralar, auk pýríts, sem er því algengara, sem myndbreytingin er meiri. Allar þessar míneraltegundir fylgjast að í sýnishorn- unum, og eru stundum hlið við hlið í sömu holufyllingu. Stundum hafa nýmynduðu kristalþyrpingarnar lögun, sem minnir á upprunalega basaltmínerala eins og t. d. ólí- vín, pýroxen eða plagíóklas. Þegar svo er, mun ekki vera um að ræða holufyllingar, heldur gerfiform eftir krist- öllum í basaltinu. Ólivín- og pýroxenkristallar eru þá gjörsamlega horfnir og klórit komið í staðinn. Gera má þá ráð fyrir, að silfurberg og zeólítar séu stað- genglar plagíóklassins, enda er sumstaðar hægt að sjá silfurberg (eða zeólíta) fylla skörðin í hálfeyddum pla- gíóklaskristöllum. Reyltjakot 2, borhola 102. Vorið 1948 var byrjað á annarri tilraunaholu í Reykja- koti, um 300 m sunnan Varmár gegnt borholu 51. Slétt- an austan árinnar er þakin hrauni, sem hefur runnið ofan af Hellisheiði, en mikill jarðvegur hefur borizt í hraunið, og er það nú að mestu hulið grónum mó. Borað var með meitilbor niður í 60 m, en þá var lokið borun í holu 51, og var haglaborinn þá fluttur það- an að holunni og borað með honum síðan. Niður í 115 m var notuð 4,5" borkróna, þá 4" niður í 167 m dýpi, en úr þvi 3" króna. Yfirborð holunnar liggur 67 m y. s., eða 11 m lægra en yfirborð borholu 51. Kjarninn: 0— 2 m Jarðvegur. 2— 12 m Hraun og basalt. 12—- 56 m Möl og sandur, leirborinn. 56— 64 m Basalt, mjög þétt og fínkornótt. 64— 68 m Grár leir með pýrítkornum. 68— 76 m Völuberg, fínkornótt og myndbreytt. 76—115 m Basalt í myndbreytingu. 115—130 m Móbergsvöluberg, fínkornótt og mjög myndbreytt. 130—148 m Basaltvöluberg, myndbreytt. 148—230 m Móberg, mjög myndbreytt og torkenni- legt. 230—250 m Basalt, nokkuð myndbreytt. 250—269 m Móberg, mjög myndbreytt og torkenni- legt. Um myndbreytinguna er allt svipað og í borkjarna 51, nema ef vera skyldi, að hún væri öllu gagngerri í neðri hluta borkjarnans. Um samlestur borkjarna er aftur á móti það að segja, að hvergi reyndist unnt að lesa bor- kjarnana saman. Að vísu er myndbreytta móbergið í neðri hlutum kjarnanna mjög svipað, en það út af fyrir sig sannar ekki neitt í þessu sambandi. Þetta bendir til þess, að allmikið misgengi liggi milli borholanna, eða þá að lárétt basaltlög séu ekki fyrir hendi í móbergsmynduninni á þessu svæði. Af þessum tveim möguleikum virðist sá fyrri sennilegri. Trausti Eina.rsson prófessor hefur komizt að sömu niðurstöðu frá öðrum forsendum, en hér rennur ný stoð undir þá skoðun til viðbótar við athugnir Trausta. Hitastigullinn er öllu minni í holu 102 en í holu 51, enda liggur hún lengra frá yfirborðs jarðhita en hin holan. 1 basaltinu milli 65 og 110 m dýpis er topp- ur á hitalínunni, en einmitt á 66,5 m dýpi byrjaði heitt (40°) vatn að vætla úr holunni. Seytla þessi hitnaði mjög skjótt upp í 75°, en virðist hvorki hafa aukizt né hitnað úr því. Hitatoppurinn i basaltinu mun því standa í sambandi við jarðhitaæðar í sprungum í berg- inu. Þegar kemur niður úr 120 m dýpi, tekur hitinn aftur að aukast og eykst nokkurnveginn jafnt úr því. Seinast var hitinn mældur í 240 m dýpi, og reyndist þá 191°. Boranir í Hveragerði. Árið 1948 voru boraðar tvær holur, nr. 91 og 103 í Hveragerði í ölfusi. Hola 91, undir hamrinum suð- vestan við þorpið, er 152,5 m djúp, en hola 103, syðst í þorpinu eða sunnanvert við það, kippkorn vestan við afleggjarann frá þjóðveginum, er 65 m djúp. I báðum holunum var byrjað með 6" höggbor. Voru 51,2 m boraðir með höggbor í holu 91, en 18,4 m í holu 103. Þegar höggborun lauk, var borað með Sullivan demantsbor, 3" krónu. Borhola 91: 0— 20 m Sandur og möl. Hér er eingöngu 20— 22 m Basalt. stuðst við dag- 22— 50 m Sandsteinn. bækur boraranna. 50— 64 m Basalt og basaltískt völuberg. 64— 78 m Leirborinn standsteinn. 78— 95 m Myndbreytt móberg. 95—120 m Basaltískt völuberg í myndbreytingu. 120—152,5 m Myndbreytt móberg. Þegar kom í 32 m dýpi, gaus holan, og var gosinu haldið niðri, meðan á borun stóð. Hitinn í holunni hækkaði mjög ört með vaxandi dýpi og mældist 110° í 32 m, þar sem gufugosið hófst. Úr því minnkar hitastigullinn, og seinustu 50 m hækk- aði hitinn aðeins um 5°. Borliola 103: 0—17 m Blágrýtishraun. 17—27 m „Soðið" móberg eða leir (enginn kjarni). 27-—30 m Basalt með dílum. 30—33 m Leirborinn sandsteinn. 33—39 m Basaltískt völuberg í myndbreytingu. 39—41 m Basalt, mjög hart og þétt, sennilega innskot. 41—65 m Basaltískt völuberg í myndbreytingu, „soðið“ hér og þar. Þegar kom niður úr hrauninu, tók að vætla úr hol- unni 74° heitt vatn, en í sjálfri holunni munu engar hitamælingar hafa verið gerðar. 1 50—51 m dýpi gaus holan. Varð borun mjög erfið úr því, og var hætt í 65 m dýpi. Við samanburð á borholunum á svæðinu Hveragerði— Reykjakot kemur í ljós, að þrjár þeirra, allur sunnan Varmár, hafa nokkur sameiginleg einkenni, sem ekki verða fundin í holu 51 norðan árinnar. Um það bil í sjávarhæð er allþykkt lag af basaltísku völubergi í þrem holum, en þessa lags verður ekki vart í holu 51. Hola 103 nær einungis 30 m niður fyrir sjávarmál, en í báðum hinum holunum sunnan Varmár, 91 og 102, er annað lag af basaltísku völubergi á svipuðu dýpi, um það bil 70 m. 1 öllum holunum sunnan Varmár er heita vatnið að finna á bilinu milli -f 20 og 4- 15 m, og virðist því halda sig á nokkurnveginn láréttu bili. I þeim holurn sunnan Varmár, þar sem hitinn var mældur, vex hit-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.