Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Side 25
TlMARIT V.F.l. 1951
71
Rannsóknir á gufu og vatni úr borholum i
Hveragerði og nágrenni.
Eftir Baldur Líndal.
Verlcsvið.
Dagana 22. til 29. nóv. 1949 voru gerðar efnagrein-
ingar á vatni og gufu úr eftirtöldum 3 borholum í Hvera-
gerði og nágrenni:
Staður Dýpt Vídd
m mm
I) Hveragerði (1946) . . . .... 51 152
II) Garðyrkjuskóli .... 27 152
III) Reykjakot (1943) .... .... 22 89
Ákvarðað var vatnsinnihald og gasmagn gufu,
gas og kondensat gufunnar efnagreint. Framangreindar
borholur höfðu allar vatnsskilju.
Rannsóknaáliöld.
Varmamælir, sem var sérstaklega til þess gerður, var
notaður við ákvörðun vatnsmagns í gufunni, og við
hann voru tengd tæki til þess að mæla hveralofts-
magnið og til þess að taka gasprufur. Tæki þessi voru
höfð undir tjaldi, meðan á athugun stóð, til þess að
veðurbreytinga gætti sem minnst. Tækin voru tengd
við vatnsskiljurnar með 3 metra langri gúmmíslöngu,
%" að utanmáli. Slangan var þykk og sæmilega ein-
angruð.
Varmamælirinn er gerður úr 2 mm járni. Lok fellur
þétt niður á brúnirnar að ofan. Hann er einangraður
utan með asbestplötum. Gufan þéttist í %" járnrörs-
spíral, sem er umlykktur 60 lítrum af vatni. Gufan
kemur inn að ofan en kondensatið frá að neðan. Hand-
snúin sveif er upp í gegnum lokið. Snýr hún blöðum
niður við botn varmamælisins, sem valda hringrás
á vatninu frá botni, upp með hliðum og niður um
miðju.
Við frárennslið er tengt glerté, þar sem kondens-
atið rennur niður aðra álmuna, en hveraloftið gengur
upp hina. Neðan frá ténu liggur gúmmileiðsla í þær,
sem tekur við kondensatinu, og er endi leiðslunnar
jafnan hafður neðan vatnsyfirborðs. Hveraloftið gengur
efst upp i gasgeyminn um glerpípu. Gasgeymirinn, sem
er gagnsæ 4 lítra flaska á hvolfi, inniheldur vatn með
20% NaCl og 2% HCl, til þess að hindra ,,absorbtion“
hveraloftsins. Gasgeymirinn er „merktur" sam-
kvæmt mælingu, til þess að hægt sé að lesa af, hve
mikið loft er í honum. Gasgeymisvökvinn er tengdur
með gúmmíslöngu við aðra flösku, sem tekur við
honum jafnóðum og loftið ryður honum í burtu. Flaska
þessi er færanleg upp og niður eftir hentugleikum.
Öll samskeyti við gúmmislöngur eru þétt með vír-
benslum.
Á leiðslunni inn í gasgeyminn er glerté, til þess
að hægt sé að taka gasprufur. Er þá hægt að loka
fyrir leiðsluna inn í geyminn með skrúfaðri klemmu.
Gasprufuleiðslunni er einnig lokað með skrúfaðri
kjemmu.
Tæki til efnaákvarðana eru eingöngu „standard"
tæki.
Ákvörðun vatns í gufu.
Aðferðin er eftirfarandi:
1. Gufu hleypt á varmamæli, þrýstingur í borholu
athugaður.
2. Látnar líða um 10 mín og hrært jafnt í varmamæli.
3. Loki lyft af og hiti mældur á vatni, kondensat ker
sett undir, byrjunartími lesinn.
4. Hrært jafnt í varmamæli um 20 mín.
5. Hiti mældur í varmamælisvatni, timinn lesinn og
kondensat mælt.
Við útreikninga var tekið tillit til vatnsgildis varma-
mælisins, sem reyndist 8,0 lítrar. Það var fundið með
þvi að láta fyrst í hann 40 lítra af köldu vatni, siðan
20 litra af heitu vatni, hræra í og mæla hitann eftir
samlögun.
Ennfremur var tekið tillit til hitastuðuls varmamæl-
isins k, sem reyndist 0,154 kg°/mín.°C. Hann var
ákvarðaður með því að athuga, hve hratt vatnið í varma-
mælinum kólnaði við þau skilyrði, sem hann var notaður.
Ef: /^T = hitabreyting á vatni í °C.
/\t = tíminn, sem ákvörðunin tekur í mín.
Ta = meðalhiti vatnsins í °C.
L = kg kondensat,
G = kg gufa.
Þá er:
68,0 . /\JY + ^t (Ta — 5) k = L (100 — Ta) + G . 540
Mælingar.
Þrýst. AT Ta lítrar
Borhola kg/cm2 abs v.mælir °C v.mælir °C mín. Kondensat
I 1,85 7,8 58 19 3,940
I 1,85 10,4 70 20 4,280
I 1,85 14,8 74 35 7,500
II 1,50 10,4 40 25 7,140
II 1,60 5,0 70 28 6,660
III 2,00 9,8 83 20 3,740
III 2,00 14,0 70 25 4,620