Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Vestfirðingur ársins Maður ársins að mati hlustenda Rásar 2 var Ómar Ragn- arsson. En frestur tU að tilnefna Vest- Srðing ársins 2003 rennur ekkitítfyrr en 10. jantíar, eins og fram kemur hjá Bæjarins besta á fsafirði en þeir standa fyrir kosningunni í samvinnu við Tölvuþjtínustuna Snerpu ehf og Gullauga á fsafirði. Tekið er við tS- nefhingum á síðunni bb.is en í fyrra var Hlyn- ur Snorrason, lögreglu- fulltrtíi á fsafirði, kjörinn Vestfirðingur ársins. Flugeldasala jókst Það er mál manna um land allt að flugeldasaia hafi aukist til muna á milli ára. Aukninguna reka flestir til þess að heimilin séu betur stödd fjárhagslega. Á höfuð- borgarsvæðinu var svo mikið um spreningar að gæludýraeigendur vissu ekki sitt rjtíkandi ráð. Dýrin urðu taugaveikluð strax og Skaupið var búið og voru mörg þeirra deyfð með rtíandi lyfjum. íbúum á Horna- firði fækkar fbtíum Sveitarfélagsins Hornafjarðar fækkaði um 28 á síðasta ári. Á Horn.is kemur fram að þann 1. desember hafi íbtíarverið samtals 2.304,1200 karlar og 1104konur. Eitthvað eða eitthvert? Hvenær á að segja„eitthvað" og hvenær á að segja.eitt- hvert"? Margir ruglast á þessu og svo virðist reyndar sem þeim sem vilja vanda mál sitt sé eiginlega hættara við að fara vitlaust með þetta. Reglan er þó mjög einföld. „Eitthvað" er notað ef orðið stendur eitt og sér:„Ég heyrði eitthvað." En ef merkingin er þrengri og nafnorð fylgir með.þá breytist orðmyndin: „Ég heyrði eitthvert rugl." Þv( er rangt að segja til dæm- is:„Ég er að fara eitthvert." Þú ert einfaldlega að fara eitt- hvað. Nýtt ár Áramótin eru alltaf mikill áfangi í lífi hverrar manneskju. Þau eru skringileg vegna þess að í rauninni gerist ekki neitt. Jörðin er á sömu vegferðinni um himingeiminn eftir sem áður og þótt tími hennar líði er hvert ár svo skammt á mælikvarða alheimsins að vel má segja að ekkert hafi gerst. Og jafnvel ævi hverrar manneskju er svo löng að einn dagur, ein nótt, og svo nýr dagur á nýju ári - þetta telur varla í heildinni. En þó fyllumst við andakt á gamalársdag og alla næstu nótt og fram á nýársdag og telj- um okkur vera að lifa þennan mikla áfanga í lífinu. Og auðvitað ekkert nema gott um það að segja. Hver manneskja hefur aldrei nema gott af því að bæði líta til baka, athuga hvað áunn- ist hefur, og svo einnig fram á veginn - reyna að móta framtíðina, þó ekki væri nema skynja hana, átta sig á hvað lfldegt sé að við taki. Á þessum tímamótum reynum við líka gjarnan að breyta því sem við teljum ástæðu til að breyta í fari okkar sjálfra. Við ákveðum að grennast, hætta að reykja, hreyfa okkur meira, vera betri hvert við annað. Sú er að minnsta kosti tilhneigingin þótt áramótaheit hafi að vísu fengið á sig nokkurt óorð að undanförnu. Vegna þess að þau hafa mikla tilhneigingu til að verða til einskis - rætast ekki, gleymast fljótíega í erli hvers- dagsins á þessu nýja ári sem fyrr en varir er orðið hversdagslegt líka. Allt í einu þurfum við ekki lengur að hugsa okkur um þegar við skrifum nýja ártal á eyðublöð eða bréf og þetta er allt orðið eins og var; þá er sennilegt að áramótaheitin séu gleymd. En samt er eitthvað svo notalegt við þau, einfaldlega vegna þess að þau eru til marks um viðleitni okkar til að bæta okkur sjálf, bæta heiminn í kringum okkur, og mann- eskja sem leitast við að skána svolítíð, og láta svolítið gott af sér leiða, hún er líka betri manneskja en stí sem alveg umhugsunar- laust leiðir aldrei hugann að því hvað hún getur gert til að gera sjálfa sig og veröldina kringum sig eilítið betri. Það skulum við að vísu vona. Þótt áramótaheitin séu sem sagt fljót að gleymast, eða við að minnsta kostí fljót að lyppast niður andspænis þeim. Við reyndum þó, við megum eiga það. Og hver maður verð- ur að gera sitt besta, fram á annað verður heldur ekki farið. Við ættum þess vegna öll að strengja ein- hver áramótaheit. Þau þurfa ekki að vera stór eða stórvægilegt. Við þurfum ekki að stíga á stokk og heita því að breyta heiminum í eitt skipti fyrir öll. Enda mun okkur ekki takast það. Ekki næsta árið að minnsta kostí. En það er gaman að reyna. Illugi Jökulsson E 'O Asta Nlöller og mannlegt eðli Eitt efdrminnilegasta augnablik- ið í áramótaþætti Kastljóssins var þegar Ásta Möller varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hallaði sér í átt- ina að Sigurði G. Guðjónssyni og gerði tilraun til að horfa djúpt í augu hans (en hann starði að vísu sem fastast í gaupnir sér) og sagði honum dæmisögu af metn- aðargjömum frétta- stjóra sem ynni hjá einkareknum fiöl- miðli og spurði svo - næstum sorg- mæddum rómi - hvort það væri nú ekki llklegt - hvort það væri ekki bara „mannlegt eðli“ - að sá frétta- stjóri myndi freistast til þess að vinna sig í álit hjá „eiganda" sínum með því að sníða fréttimar að því sem „eigandanum" kæmi best Þessi dæmisaga kom í framhaldi af umræðum um eignarhald á fjöl- miðlum og fór ekki á milli mála að hún átti að sýna hvemig metnaðar- gjamir ritstjórar og fréttastjórar á Stöð 2, Fréttablaðinu og hér á DV hlytu að endingu ævinlega að segja fréttir bara eins og þeim voðalega slöttólfi Jóni Ásgeiri kæmi best Og fór heldur ekki milli mála að Ásta var sjálf býsna ánægð með þá speki sem fólst í dæmisögunni - og þá skarpskyggnu innsýn í mannlegt eðli sem í henni fólst - því að sög- unni lokinni hallaði hún sér þægi- lega aftur á bak í stólnum og horfði næstum samúðarfull á Sigurð G. eins og hún vildi segja: „]á, reyndu nú bara að svara þessu, góði!" Eða, með ódauðlegum og skáld- legum orðum Paul Bremers: „Ladies andgentíemen, wegot'im!" Þegar Sigurður mátti loks mæla undan þunga dæmisögunnar, og skilningi Ástu á breyskleika mann- legs eðlis, þá svaraði hann því til hvort Ásta ímyndaði sér þá kannski að svona kynni þá líka að hugsa metnaðargjam fréttastjóri hjá Rflds- Og fór heldur ekki milli mála aö Ásta var sjálfbýsna ánægð með þá speki sem fólst í dæmisögunni - og þá skarpskyggnu innsýn i mannlegt eðli sem i henni fólst... Fyrst og fremst sjónvarpinu. Myndi hann (eða hún) þá ekki Ilka freistast til að sníða frétt- imar sínar eftír því sem hann (eða hún) héldi að kæmi best „eiganda" sínum - stjómvöldum í landinu - það er að segja sjálfri rflásstjóminni. Eitthvað sljákkaði f þeim prestslega svip sjálfshælninnar sem Ásta hafði sett upp eftir sfna djúpu og þrungnu dæmisögu, en sem betur fer fyrir hana var ekki haldið lengra áfram á þessari braut í þættínum. Víð verðum að viðurkenna að við höfum lítið mátt vera að þvíað und- anförnu að fylgjast með frammi- stöðu Ástu Möller í umræðuþáttum að undanförnu um íjölmiðla og eignarhald á þeim og einkum og sér ílagi þjónkun okkar áDVvið voðamenn- ið Jón Ásgeir, en einhverjir sem betri tíma ogmeiri þraut- seigju hafa en við hafa tjáð okkur að þetta virðist orðið sérstakt áhugamál hinnar góðu konu. Það er bara því miður svo að ævinlega setur að okkur óstöðvandi geispa í hvert sinn sem Ásta Möller birtist á sjónvarpsskjá og okkur fer að dreyma um sólríkar strendur og sumarfrí í öðrum löndum. En fyrst hún vill endilega rökræður íþessum innblásna dæmisagnastíl, þá getum við svo sem skotið að henni einni dæmisögu sjálf. Ef við hugsum okkur tíl dæmis - í staðinn fyrir metnaðargjaman fréttastjóra - metnað argj aman hjúkrunarfræðing sem er þar að auki ákveðinn í að komast áfram í pólitík og tekst það loksins eftír ým- islegar tilraunir og þrotlaust póli- tískt starf árið 1999 en verður síðan fyrir þeirri ógæfu að detta út af þingi í kosningum fjórum árum seinna, til dæmis þegar f ljós kemur að konur innan flokksins sem hinn metnaðargjami kvenkyns hjúkrun- arfræðingur tílheyrir eigi afar erfitt uppdráttar - ef við hugsum okkur þennan metnaðargjama hjúkrun- arfræðing og stjómmálakonu sem er harðákveðin í að komast aftur til pólitískra metorða - er þá ekki vem- lega senxúlegt (með hliðsjón af mannlegu eðli) að þessi stjóm- málakona muni byggja allt sitt póli- tíska starf og baráttumál upp á því að þóknast máttarvöldunum í flokknum og ganga fram með því- lfku offorsi tíl stuðnings þeim mátt- arvöldum, að engu skipti hver raunveruleg sannfæring stjóm- málakonunnar kann að vera, hún taki ætfð og ævinlega afstöðu tfl mála eingöngu byggt á því hvemig best hentar að síeikja sig upp viö máttarvöldin - til dæmis formann flokksins? Er þetta nú ekki sennilegt - með hliðsjón af mannlegu eðli? Reyndar er svar okkar við spurn- ingunni skýrt og afdráttarlaust NEI. Við teljum að manneskjan sé ærlegri og hreinskiptnari en svo að sleikju- gangur við yfirmenn, leiðtoga og „eigendur“ séu alltaf höfuðatriðið í starfi hvers manns. Ásta MöIIer er greinilega á annarri skoðun. Ekki vitum við hvers vegna. Hún þekkir líklega eitthvað annað fólk en við. Að lokum, einhver sagði okkur frá því að í Kryddsfld á Stöð 2 á gamlársdag hefði Davíð Oddsson forsætisráðherra verið að fjalla um þetta sama og Ásta gerir svo gjaman og þá mjög í sama dúr. Og að hann hefði sagt sem svo að hann vissi nú al- veg hvemig hlutim- ir gengu fyrir sig á fjölmiðlunum, enda væri hann gamall fréttamaður. Og hér rak okkur í rogastans, ef rétt var eftír Davíð haft Því hvenær var Davíð fréttamað- ur? Okkur rámar í að hann hafi ein- hvem tíma fyrir óralöngu verið eitt- hvað viðriðinn þingfréttamennsku á Morgunblaðinu, en svo hátíðlega tökum við sjálf okkur að við getum varla litið á slíkt sem fréttamennsku í nokkrum skflningi. Eða á Davíð við eitthvað annað? Er hann kannsld fréttamaður bak við tjöldin enn í dag? Sér um fréttaskrif á einhveijum fjölmiðli? Þetta væri skemmtflegt að vita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.