Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Síða 25
DV Sport
FÖSTUDACUR 2. JANÚAR 2004 25
Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson fékk sögulega útnefningu hjá Samtökum íþrótta-
fréttamanna daginn fyrir gamlársdag. Hann er fyrsti handboltamaðurinn sem verður
íþróttamaður ársins í annað sinn og enginn íþróttamaður úr hópíþrótt hefur fyrr náð
að verja titilinn.
Fypstur öp hópíþrútt
til að vinna 2 ár í röð
Handboltamaðurinn Ólafur Stef-
ánsson varð daginn fyrir gamlárs-
dag ellefti íþróttamaðurinn sem
kemur úr hdpíþrótt til að hljóta út-
nefninguna íþróttamaður ársins.
Hann varð ennfremur annar hópí-
þróttamaðurinn til að vinna titilinn í
annað sinn, ásamt knattspyrnu-
manninumÁsgeiri Sigurvinssyni, en
aftur á móti sá fyrsti sem kemur ekki
úr einstaklingsíþrótt til að vinna
styttuna góðu annað árið í röð.
Ólafur sem á árinu lék aðalhlut-
verk með handboltalandsliðinu sem
tryggði sér 7. sætið á HM í Portúgal
og komst inn á Ólympíuleika í fyrsta
sinn í 12 ár, spilaði og vann titil með
tveimur af sterkustu handboltafé-
lagsliðum heims á árinu, Evrópu-
meistaratitil með Magdeburg í
Þýskalandi og deildarbikarmeistara-
titil með Ciudad Real á Spáni og var
síðan kosinn besti handboltamaður
ársins af öðrum leikmönnum í þýsku
Bundesligunni.
Ólafur hlaut 322 stig, 48 stigum
fleira en knattspyrnumaðurinn Eiður
Smári Guðjohnsen en knattspyrnu-
konan Ásthildur Helgadóttir varð síð-
an í þriðja sæti, 172 stigum á eftir
Ólafi. ooj@idv.is
ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS
Annað árið í röð hjá Óiafi
Olafur Sletáns'.on varð
aðeim Ínnmíi Isleníki
iþiútlamaðunnn urn fær
arwað árið i rödað
handteika hinn glæslléga
farandbikar sem fyhjirfw'að
veröa kosinn Iþrúnamaöur
ársins. Ólafw sesl herlyfui
bikarnum eftir útnelninguno
30. desember siðastiiðinn.
DV-myndRóbert
TIU EFSTU I KJORINU FYRIR ARIÐ 2003
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
Ólafur Stefánsson, Magdeburg/Ciudad Real
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Ásthildur Helgadóttir, Malmö/KR
Örn Arnarson, ,SH
Jón Arnór Stefánsson Dallas/Trier
Jón Arnar Magnússon, Breiðablik
Karen Björk Björgvinsdóttir, (R
Hermann Hreiðarsson, Charlton/lpswich
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
Þórey Edda Elísdóttir, FH
322 stig
274
150
126
105
57
57
45
44
32
Það hafa alls 32 íþróttamenn
verið kosnir íþróttamenn ársins þar
af hefur Vilhjálmur Einarsson hlotið
þessar útnefningu oftast eða alls
fimm sinnum.
Handbolti
Knattspyrna
Knattspyrna
Sund
Körfubolti
Frjálsar
Dans
Knattspyrna
Golf
Frjálsar
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar
Valbjörn Þorláksson, frjálsar
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar
Guðmundur Gíslason, sund
Jón Þ. Ólafsson, frjálsar
Sigriður Sigurðardóttir, hand.
Valbjörn Þorláksson, frjálsar
Kolbeinn Pálsson, karfa
Guðmundur Hermanns., frjál.
Geir Hallsteinsson, handkn.
Guðmundur Gislason, sund
Erlendur Valdimars., frjálsar
Hjalti Einarsson, handkn.
Guðjón Guðmundsson, sund
Guðni Kjartansson, knattsp.
Ásgeir Sigurvinsson, knattsp.
Jóhannes Eðvaldsson, knatts.
Hreinn Halldórsson, frjálsar
Hreinn Halldórsson, frjálsar
Skúli Óskarsson, lyftingar
Hreinn Halldórsson, frjálsar
Skúli Óskarsson, lyftingar
Jón Páll Sigmarsson, lyftingar
Óskar Jakobsson, frjálsar
Einar Vilhjálmsson, frjálsar
Ásgeir Sigurvinsson, knattsp.
EinarVilhjálmsson, frjálsar
Eðvarð Þ. Eðvarðsson, sund
Arnór Guðjohnsen, knattsp.
Einar Vilhjálmsson, frjálsar
Alfreð Gíslason, handkn.
Bjarni Friðriksson, júdó
Ragnheiður Runólfsd, sund
Sigurður Einarsson, frjálsar
Sigurbjörn Bárðarson, hestar
Magnús Scheving, þolfimi
Jón Arnar Magnússon, frjálsa.
Jón Arnar Magnússon, frjálsa.
GeirSveinsson, handkn.
Örn Arnarson, sund
Örn Arnarson, sund
Vala Flosadóttir, frjálsar
Örn Arnarson, sund
Ólafur Stefánsson, handkn.
Ólafur Stefánsson, handkn.
TVO AR I ROÐ HJA OLA
Ólafur Stefánsson var valinn
íþróttamaður ársins annað árið í
röð fyrir árið 2003 og var enn-
fremur þriðja árið í röð meðal
tveggja efstu í kjörinu. Ólafur hefur
sex sinnum verið meðal þeirra tíu
efstu í kjöri Samtaka íþrótta-
fréttamanna.
Ólafur Stefánssonar á topp tíu:
2003 fþróttamaður ársins
2002 íþróttamaður ársins
2001 2. sæti
2000 10. sæti
1999 4. sæti
1998 Ekki á topp 10
1997 7. sæti
Sá sjöundi
Handboltamaður var nú
valinn íþróttamaður árins í
sjöunda sinn en aðeins
frjálsíþróttafólk (21) og
sundfólk (8) hafa hlotið
þessa útnefningu oftar.
Knattspyrnumenn hafa
fimm sinnum verið valdir
íþróttamenn ársins af Sam-
tökum íþróttafréttamanna
en það eru liðin 16 ár síðan
Arnór Guðjohnsen var val-
inn síðast 1987.
Flestir í ár
í fyrsta sinn síðan nú-
verandi fyrirkomulag kjörs
Samataka fþróttafrétta-
manna var tekið upp (1988)
voru íjórir hópíþróttamenn
meðal þeirra fimm efstu í
kjörinu en sundmaðurinn
Örn Arnarson var eini
íþróttamaðurinn úr ein-
staklingsíþrótt sem komst
inn á topp fimm í kjörinu
fyrir árið 2003. Aðeins einu
sinn áður, árið 1989, höfðu
líka íþróttamenn úr hóp-
íþróttum skipað þrjú
efstu sætin líkt og nú.
Sjo ar i roð
Sundmaðurinn Örn Arn-
arson hafði verið í efstu
tveimur sætum kjörsins
fimm ár í röð (1998-2002)
fyrir kjörið í ár en náði engu
að sfður að vera meðal
þeirra fimm efstu sjöunda
árið f röð. örn var kosinn
íþróttamaður ársins 1998,
1999 og2001 ogvarð síðan
í öðru sæti 2000 og 2002.
Örn varð í fjórða sæti í kjör-
inu f ár og í 5. sætinu 1997.
Áttunda skiptið
Tugþrautarmaðurinn
Jón Arnar Magnússon var í
áttunda sinn á topp tíu list-
anum yfir bestu íþrótta-
menn ársins en frá árinu
1994 hefur hann aðeins
misst úr tvö ár, 1999 og
2000, meðl þeirra tíu efstu í
kjörinu.
Hækkar sig 4. árið
Knattspyrnumaðurinn
Eiður Smári Guðjohhsen
hefur hækkað sig í kjöri
Samtakanna fjögur ár í röð
og til þess að svo verði
áfram þarf hann að verða
kosinn íþróttamaður ársins
2004. Eiður Smári varð í
6.sæti 2000, í 5.sæti 2001, í
4. sæti 2002 og loks í öðru
sæti í kjörinu í ár.
Fjórar konur
Aðeins í annað sinn í
sögunni voru fjórar konur
meðal þeirra tíu efstu en
það gerðist einnig árið
1998. 1998 voru konurnar í
3. sæti (Vala Flosdóttir), 4.
sæti (Guðrún Arnardóttir),
9. sæti (Ragnhildur Sigurð-
ardóttir) og 10. sæti (Elva
Rut Jónsdóttir). í kjörinu í
ár varð Ásthildur Helga-
dóttir í 3. sæti, Karen Björk
Björgvinsdóttir í 6. til 7.
sæti, Ragnhildur hlaut það
níunda og tíunda sæti varð
Þórey Edda Elísdóttir.