Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 27 Eurovision í hryöjuverka Óttinn við hryðjuverkaárásir gæti orðið tili þess að Eurovision söngvakeppnin verði ekki haldin í Tyrklandi næstkomandi vor. Tyrkir, sem sigruðu keppnina í Letdandi í fyrra með framlagi söngkonunnar Sertab Erener, hafa á síðustu mánuðum orðið illa fyrir barðinu á hryðjuverkamötmum og hefur þetta vakið upp ótta hjá öðrum keppnisþjóðum £ Eurovision, sérstaklega Bretum. Ákörðun tekin á næstu vikum Þann 19. nóvember síðsdiðinn var árás gerð á tvö bresk skotmörk í Istambul og í kjölfarið hafa háttsettir menn hjá BBC sett ákveðið spurningamerki við staðsetningu keppninnar þar sem þeir telja sig ekki geta tryggt öryggi þegna Bretlands í Tyrklandi. Tyrkirnir sjálfir segjast hins vegar vera fullfærir um að halda keppnina og segjast munu gera allt til þess að tryggja að keppendur, blaðamenn og aðrir gest- ir verði ekki skotmark hryðjuverkamanna. For- svarsmenn EBU, samtaka Evrópskra sjónvars- stöðva, hafa hins vegar lítinn áhuga á því halda Eurovision keppnina í skugga mikils ótta og ör- yggsgæslu og því er allt eins líklegt að keppnin verði færð frá Tyrklandi yfir á öruggari stað. Daninn Jorgen Ramskov, sém á sæti í skipu- lagsnefnd keppninnar, segir að málið verði rætt á komandi fundi þann 15. janúar. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um þetta en okkur þykir nokkuð ljóst að ef frek- ari hryðuverkaárásir verði framdar í Istambul verði alvarlega að kanna þann möguleika að færa keppnina annað, hvort að hún verði þá haldin annars staðar í Tyrklandi eða í öðru landi. Auðvitað vonum við að ekki komi til þess að færa keppnina en ef margar þátttökuþjóðir munu ákveða að draga sig út úr keppninni í Tyrklandi er þó lfldegt að reynt verði að finna einhverja málamiðlun,“ segir Jargen en bætir því við að allra síðasta úrræðið verði að skipta um staðsetningu á keppninni. isléndingar hafa þátttökurétt í næstu Eurovision keppni eftir að Birgitta Haukdal söng sig í 9. sætið í Lettíandi í fyrra en ekki er al- veg komið á hreint hvert framlag íslands verður árið 2004. Það mun þó ekki verða efnt til und- ankeppni líkt og síðast heldur munu menning- arvitar Ríkissjónvarpsins velja framlagið sjálfir að þessu sinni. Komst lífs af Húsvikingurinn Birgitta Haukdal söng sig inn í hjörtu Evrópubúa i Eurovision i fyrra og komst lifs af. Nú er útlit fyrir að keppnin verði færð frá Tyrklandi þar sem átti að halda hana i vor vegna ótta við hryðjuverk. luettu vegna DV. Fáðu áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.