Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 10
70 MIÐVIKUDAGUR21. JANÚAR 2004 Fréttir DV Vilja fækka störfum innan hins opinbera „Auðvitað er auðvelt að kenna Sjálfstæðisflokknum um þessa aukningu," segir Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna. Þeir gagnrýna þá fjölgun opin- berra starfs- manna sem orðið hefur á síðustu árum. „En í stað þess að ein- blína á sökudólga þá höf- um við leitað að lausnum sem haft geta varanleg áhrif á þessa þróun og niður- stöðurnar eru þær að tvennt þurfi til. Skattalækk- anir og áframhaldandi einkavæðingu stjórnvalda því árangur hefur náðst þó hann sé minni en lagt var upp með.“ Hafsteinn viðurkennir að allar breytingar séu erf- iðar og nefnir heilbrigðis- og menntakerfið sem góð dæmi. „Það gerist ekkert á einni nóttu. Stjórnarand- staðan hefur sett sig gegn öllum þeim aðgerðum er eflt geta íslenskt atvinnulíf og þannig sýnt að Sjálf- stæðisflokknum er einum flokka treystandi til að minnka hlut ríkisins á vinnumarkaði." Níð-og neðan- beltis á Næsta bar Efnt verður til „Þjóðarí- þróttakvölds" á Næsta bar í kvöld og hefst skemmtunin kl. 21.30. Fluttar verða frumsamdar stökur í bland við gömlu meistarana á þessu sviði hérlendis. Meðal þeirra sem stíga á stokkinn í kvöld má nefna Steindór Andersen, Friðrik Erlingsson, Hálfdán Theó- dórsson, Guðrúnu Evu Mínervudóttir, Inga Rafn Hauksson, Kristberg Pét- ursson, Lísu Pálsdóttur, Björgúlf Egilsson og Huldu Vilhjálms. Kynnir verður Guðjón Sigvaldason. Ólafur Stefánsson, handboltamaður. Rekstaraðila Hvalfjarðarganga er eingöngu skylt að uppfylla þær öryggisreglur sem krafist var á þeim tíma sem göngin voru hönnuð fyrir áratug síðan StæDust ekki Hvalfjarðargöngin Verid erúð virma ad ahættumati vegna þeirra. Engar aætlanir eiu uppi um ad auka ör- yggið meira en nu er. hertar EES reglur f dJ ni I Noregi fórna menn höndum yfir þeim mikla kostnaði sem hertar öryggisreglur Evrópusam- bandsins vegna umferðar um jarðgöng hafa í för með sér. Óvíða eru fleiri jarðgöng en þar f landi og mörg þeirra þarf að taka verulega í gegn ef uppfylla á nýja staðla. Þeir norsku staðlar sem farið hefur verið eftir í árafjöld eru einfaldlega ekki nógu öruggir lengur en tilefni hertra reglna eru tíð og mannskæð óhöpp sem orðið hafa í veggöngum í Evrópu, sérstaklega í þeirn göngum sem liggja um Alpana. Fyrst og fremst á tilskipun ESB við um jarðgöng er tengjast veganeti Norðmanna við önnur lönd álfunnar en f Noregi fer fram umræða um hvort ekki þurfi að auka öryggi í öllum eldri göngum í leiðinni. Reglurnar eiga ekki við hér á landi Hjá Speli, rekstraraðila Hvalijarðarganganna, er tekið tillit til nýrra tilskipana ESB en ekki talið að þær eigi við hér á landi. Stefán Reynir Kristins- son, framkvæmdastjóri, bendir á að reglurnar séu ekki afturvirkar og því þurfi ekki að grípa til neinna aðgerða vegna Hvalfjarðarganganna. Speli sé eingöngu skylt að uppíylla þær öryggis- reglur sem krafist var á þeim tíma sem göngin voru hönnuð fyrir áratug síðan. Strangt til tekið þarf Spölur því aldrei að færa öryggismál til betri vegar þar sem engar séríslenskar reglur kveða á um endurskoðun öryggisreglna vegna jarðganga. í könnun á 170 slysum sem áttu sér stað í jarð- göngum víðs vegar í Evrópu á síðasta áratug kom í ljós að mikið vantaði upp á að almenningur væri meðvitaður um hvernig skal bera sig að ef slys verða í jarðgöngum. í sömu könnun segir að í mörgum göngum fyllast göngin af reyk á þremur til tíu mínútum og fyrstu mínúturnar því mikil- vægar ef takast á að koma fólki til bjargar. Við- bragðstími slökkviliðs Akraness á vettvang er milli 12-15 mínútur og slökkviliðið í Reykjavík er frá 20 - 30 mínútur á leiðinni. Það má gera að því skóna að göngin verði mettuð af reyk ef eldur kviknar við árekstur áður en slökkvilið kemur á staðinn. Engin hætta af flutningabifreiðum „Umferð flutningabifreiða urn Hvalfjarðargöng- in er að líkindum öruggari en smærri bfla,“ segir Magnús Guðmundsson, en hann hefúr áratuga- reynslu af akstri þungaflutningabíla. Flutningabíl- stjórar í Noregi kvarta sáran yfir þeim halla sem er í Oslófjarðargöngunum og vilja meina að það bjóði hættunni heim. Magnús segist ekki hafa heyrt slíkar kvartanir hérlendis þrátt fyrir að haliinn í Hvalfjarð- argöngum sé meiri en í Oslófjarðargöngunum. „Bílarnir í dag eru orðnir svo fullkomnir að fátt getur farið úrskeiðis nema um kunnáttuleysi hjá sjálfum bílstjóranum sé að ræða. Ef farið er varlega og aðgát höfð er ekkert erfiðara að ferðast um göng- in en aðra vegi.“ SLÆMIR ELDAR f JARÐGÖNGUM SÍÐASTA ÁRATUG. í 80%TILFELLA ÁTTU STÓRIR FLUTNINGABÍLAR 1 HLUT. Hvar hvernig lengd ganga brennslutími látnir/særðir Tauern, Austurríki árekstur 6400m 15 klst. 12/0 Hovden.Noregi árekstur 1283m 2 klst. 0/5 Pfander.Austurríki árekstur 6719m 1 klst. 3/0 Mt Blanc.Frakkland véiarbilun 11600m 53 klst. 39/0 Huguenot, S.Afrika vélarbilun 4000m 1 klst. 1/28 Isolle, Ítalía árekstur 148m 1 klst. 5/20 Þessi skoðun Magnúsar er í mótsögn við skýrslur nefndar sem yfirfór ástæður slysa í göng- um Evrópu á síðasta áratug. í 80% tilfella þar sem fólk meiddist eða lést áttu flutningabílar eða rútur í hlut. Björn Karlsson, brunamálastjóri, ítrekar þó að öryggi er hvergi tryggt til fúlls neins staðar. „Það er margsannað að slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér. Mikilvægast er að hafa í huga að keyra varlega um göngin hverju sinni og haga hraða eft- ir aðstæðum. Þannig er öryggi bílstjóra og farþega best tryggt hverju sinni. albert@dv.is LÁGMARKSKRÖFUR ESB VEGNA HERTRA ÖRYGGISREGLNA í UNDIRGÖNGUM í EVRÓPU: í einföldum göngum þar sem umferð er samhliða f báðar áttir skulu vera til staöar flóttaleiðir og/eða neyðarútskot. Hvalfjarðargöng: Flóttaleiðir eru engar fyrir utan gangaveginn sjálfan. Útskot eru ellefu talsins, þaraf þrjú ætluð stórum þílum Vegalengd á milli útskota skal aldrei vera lengri en 1000 metrar Hvalfjarðargöng: Já, fimm hundruð metra bil erá milli útskota. Veghalli í jarðgöngum skal aldrei vera meiri en 5% Hvalfjarðargöng: 8.1 % Slökkvitæki skulu hanga með 25 m millibili f göng- unum öllum. Hvalfjarðargöng: Nei. 250 metrar eru á milli slökkvi- tækja Brunahanar skulu uppsettir með 150 m millibili. Hvalfjarðargöng: Nei. Ibotni ganganna er vatnsþró. 7000 lítra vatnstankur ersunnan megin ganganna og einn brunahani norðan megin Eigendur Eiða ósáttir að fá ekki felld niður fasteignagjöld en segjast þó ekki á förum Ólafi Stefónssyni er lýst sem afar öguðum og samviskusömum manni. Hugsandi einstaklingur sem veltir i raun alveg ótrúlegustu hlutum fyrir sér. Afar rólegur I tið- inni, sem samtsem óður mikill keppnismaður i sál og sinni sem gefst aldrei upp fyrr en i fulla hnef- ana. Gerir miklar kröfur til sjálfs sln sem og samverkamanna. Kostir & Gallar Ólafi er fundið til lasts að vera ein- um ofrólegur og hlédrægur - og helst ofmikið„inni I sér“einsog komist er að orði. Þetta telja menn þó jafnvel vera kost, svona i aðra röndina, þvi fáum sem Ólafi hafi tekst jafn vel að standast það álag sem óneitanlega fylgir þviað vera íþróttamaður i fremstu röð og átrúnaðargoð heillar þjóðar. Hart að Eiðar skapi sveitarfélaginu tekjur „Þegar menn eru að hefja svona menningarverkefni er hart að þurfa að borga gjöld af eignum sem allir vita að stóðu meira og minna auðar um árabil,“ segirÁrni PállÁrnason, lögmaður Eiða ehf. Bæjarstjórn Austur-Héraðs hef- ur hafnað ósk eigenda Eiða um að felfa niður fasteignagjöld af eignun- um fyrir árin 2002 til 2004. Árni Páll segir gjöldin nema um 1,5 milljón króna á ári. Þrátt fyrir afstöðu bæj- arstjórnar hafi Eiðamenn ekki gefið upp vonina um að bærinn styðji verkefnið. „Þeir voru ekki tilbúnir í þetta með þessum hætti en verða það kannski á annan hátt. Við ætlum okkur að finna ásættanlegan flöt þannig að bærinn geti komið að uppbyggingu þessa verkefnis eins og eðlilegt er,“ segir Árni Páll. Eins og fram kom í DV í gær segj- ast Eiðamenn meta „fórnarkostn- að“ við staðsetninguna á Eiðum á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Allt eins væri hægt að hafa verkefnið annars staðar. Árni Páll segir eig- endur Eiða þó alls ekki á förurn. „Menn eru aðeins að benda á að það er kostnaður af þessum bygg- ingum; byggingum sem allir vilja eðlilega reyna að glæða lífi. Þess vegna er dálítið bratt að ætla hús- unum að vera tekjustofn fyrir sveit- arfélagið á meðan uppbyggingin fer fram,“ segirÁrni Páll. Að því er Árni segir hafa eigend- ur Eiða haldið samninginn um uppbyggingu menningarstarfsemi sem gerður var við Austur-Hérað þegar þeir keyptu Eiða af sveitarfé- laginu: „Það er mikilvægt að fara sér hægt og vanda vel til verka. Við ger- um ráð fyrir að þetta verði allt í eðlilegum takti." gar@dv.is Árni Páll Árnason „Viðætlumokkurað finna ásættanleg flöt þannig að bærinn geti komið að. uppbyggingu þessa verkefnis eins og eðlilegt er,"segir lögmaður Eiða ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.