Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 13
Idol-þættirnir eru einhverjir þeir vinsælustu sem sést hafa í íslensku sjónvarpi. Til marks um það voru
helmingi fleiri atkvæði greidd í Idol en í Júróvisjón. Maðurinn á bak við Idol er Þór Freysson. Hann út-
skýrir hér nokkrar reglur sem komu í pósti frá eigendum keppninnar - reglur um fjölmiðlabann sem
hljóma sérkennilega í eyrum íslendinga.
Samkvæmt samningi er
keppendunum 32 strang-
lega bannað að tjá sig um
Idol-keppnina þar til 5.
mars nema að fá tilþess
sérstakt leyfi.
Kastljósið á réttum stað
„Það er náttúrlega annað umhverfi hér á ís-
landi en meðal milljóna þjóða. Þar eru þær
reglur settar íyrst og fremst til að auðveldara sé
að halda utan um sigurvegarann og
koma hans ferii af stað án þess
að hinir keppendurnir skyggi .
þar á. Þeir keppendur sem
lenda til dæmis í 2. til 9. j
sæti er allt orðið þjóðþekkt I
fólk sem veður í tilboðum '
um plötusamninga og ___________
þáttagerð í sjónvarpi," segir 'NS
Þór. Hann leggur á það áherslu
að þetta fjölmiðlabann sé ekki til kom-
ið vegna þess að eitthvað sé að fela. Honum
finnst reyndar þetta orð, fjölmiðlabann, frem-
ur neikvætt. „Tilgangurinn er sá að búa svo
um hnúta að beina fókusi að sigurvegaranum.
Vernda hann, gefa honum tíma sem hann þarf
og fái notið athyglinnar óskertrar. Að þessum
tíma liðnum mega krakkarnir gera það sem
þeir vilja.“
Þór segir að hérlendis séu krakkarnir ekki
endilega að fá sambærileg tilboð og tíðkast
ytra en við verðum engu að síður að hlíta þess-
um reglum.
Ekki í gámum til íslands
Fagmenn eru sammála um að sérlega fag-
mannlega hafi verið að verki staðið við fram-
leiðslu Idol þáttanna. Þór segir enda mikinn
metnað hjá Stöð 2 að gera vel. „Þó reglurnar og
konseptið sé íyrirliggjandi þá er ekki sopið kál-
ið þó í ausuna sé komið. Það er meira en segja
það að setja svona upp svo vel sé. Þátturinn
kemur ekki í gámum til íslands," segir Þór.
Ótrúlega mikii vinna er í kringum svona dag-
skrárgerð og í mörg horn að líta. Sú vinna virð-
ist hafa skilað sér í velheppnuðum
þætti.
^ Þegar hefur verið tekin um
u, það ákvörðun að halda Idol
2 næsta haust og hefst und-
irbúningur strax í vor. Þór
vonar að Simmi og Jói verði
_______ eftir sem áður kynnar. Þeir
sem komust í 32 manna hóp-
inn mega ekki taka þátt aftur
enda er talið að þeir hafi forskot um-
fram hina sem vilja koma. Hins vegar mega
þeir taka þátt sem komu í áheyrnarprófin og
komust ekki áfram. Aldurstakmarkið er 16 til
28 ára. Þór segir ekki hafa komið til tals að
halda eldri borgara Idol né heldur „júníor-
idol“ eins og tíðkast víða. „Ég held að það sé
nóg að einbeita sér að þessu í bili.“
jakob&dv.is
Harðar reglur
Mörgum hefur komið spánskt fyrir
sjónir hinar ströngu reglur sem virðast
gilda í Idol-keppninni. Þannig vakti það
mikla athygli þegar einn keppandinn,
Arnar Dór Hannesson nemi við Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, var rek-
inn úr keppninni í Idol Stjörnuleit fyrir
að brjóta íjölmiðlabann f keppninni.
„Það birtist við mig lítið viðtal f
blaðinu Víkurfréttir í Kefla-
vík en þar er alltaf viðtal
við þá sem hafa skarað
fram úr í vikunni. í
blaðinu svaraði ég
nokkrum spurning-
um sem tengdust
ekki efni Idol þátt-
arins. Svo fékk ég
símtal frá dag-
skrárstjóra Stöðvar
2 og í símtalinu var
mér sagt að ég
væri rekinn úr
keppninni. í sím-
talinu var mér
sýndur hroki og
dónaskapur," sagði
Arnar Dór Hannes-
son við þetta tæki-
færi í Fréttablaðinu.
Fjölmiðlabann til
5. mars
„Þetta eru í raun-
inni reglur sem við
verðum að hlíta hvort
sem okkur líkar betur eða ver. Þær
koma frá Fremantle sem á Idol-
keppnina hvar sem hún er haldin í
heiminum. Við fengum sendar frá
þeim tvær hnausþykkar biblíur sem
við þurftum að fara rækilega í gegn-
um áður en við gátum hafist handa.
Þar er rækilega kveðið á um hvernig
keppnin á að ganga fyrir sig,“
segir Þór.
Reglurnar kveða á um að
þremur mánuðum eftir út-
sendingardag fyrsta úr-
slitaþáttar, sem var 5.
desember, eru þátttak-
endur f íjölmiðlabanni.
Þeim er stranglega
bannað að tjá sig um
Idol-keppnina þar til
5. mars. Undir það
hafa þátttakendur
skrifað. Vilji einhver
tjá sig við fjölmiðla
innan þess tíma verð-
ur að fá tU þess leyfi
frá framleiðendum
keppninnar. Þeir
mega að öðrum kosti
ekki tjá sig við fjöl-
miðla né taka þátt í
öðrum sambærUegum
keppnum fyrr en þessi
tími er liðinn. Þetta á við
um alla þá sem komust í
32 manna úrslit.
Kaííi Bjarni / lokaþætti Idol verður
fylgst með ferli þessa knáa sjóara
sem malaði Idol keppnina. Aldrei
liafa fleiri aikvæði verið greidd i
simakosningu á íslandi áður eða
lielmingi fleiri en i Júróvisjón.
„Nei nei, ekki er aUt búið ennþá. Nú er
lokaþátturinn eftir,“ segir Þór Freysson
pródúsent sem framleiðir hina feikivinsælu
Idol-þætti. Þór hóf feril sinn í skemmtibrans-
anum sem gítarleikari í hinum fornfræga
Bara-flokki, hljómsveitinni fínu frá Akureyri.
En síðar lá leiðin í sjónvarpið og hefur hann nú
starfað sem pródúsent til margra ára á Stöð 2.
Þór framleiðir einnig Viltu vinna milljón sem
einnig hefur notið verulegra vinsælda. Þór
segir að lokaþáttur Idol verði einskonar „Best
of“ þáttur en þar er fylgst grannt með ferli
Kalla Bjarna í keppninni - eða aUt þar til hann
mætti í fyrsta áheyrnarprófið og bjargaði deg-
inum fyrir Bubba - sem þá var orðinn
vondaufur fyrir hönd karlkynsins.
Helmingi vinsælla en Júróvisjón!
Vinsældir Idol eru með hinum mestu ólík-
indum og til marks um þær er að alls bárust
150 þúsund atkvæði á úrslitakvöldinu í Smára-
lind um síðustu helgi. Til samanburðar má
geta þess að þegar Birgitta Haukdal var í Júró-
visjón nú síðast bárust um 75 þúsund atkvæði
og í því ljósi má halda því fram að Idol hafi
notið helmingi meiri vinsælda en sjálft Júró-
visjónið sem löngum hefur náð að grípa at-
hygli þjóðarinnar. „Já, þetta er með hinum
mestu ólíkindum," segir Þór. „Ég bjóst við því
að við myndurn kannski ná 90 þúsund at-
kvæðum sem hefði verið frábært. Ég hefði ver-
ið mjög ánægður með það. Þannig að þetta fór
langt frammúr okkar björtustu vonum."