Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR21. JANÚAR 2004 29 Leikarinn Ashton Kutcher hefur verið að komast til metorða í Hollywood síðustu árin. Hann varð fyrst frægur fyrir þættina That 70’s Show og síðan hafa nokkrar heimskulegar gamanmyndir fylgt í kjölfarið. Og svo var það auðvitað sambandið við Demi Moore. Nú virðist aftur á móti sem Kutcher sé tilbúinn að verða alvöru leikari og leikmaður. Þaö er orðin viðtekin venja að leikarar sem getið hafa sér gott orð fyrir að leika vitleysinga taki skrefið áfram og fái alvarlegar rullur. Tom Hanks gerði það, Robin Williams, Bill Murray, Steve Martin... og nú: Ashton Kutcher. Já, meira að segja hinn elskulegi hálfviti úr That 70’s Show hefur fimdið dramatísku hliðina á sér og leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni The Butterfly Effect sem sýnd var á dögunum á Sundance kvikmyndahátíðinni. Víl alltaf vera að gera eitthvað nýtt „Ég vil ekki láta mér leiðast," sagði hinn 25 ára Kutcher við þetta tækifæri. „Ég vil ekki að fólk sem fer á myndimar mínar haldi að það viti nákvæmlega hvað það fær í hvert skiptið. Ég vil helst alltaf vera að gera eitthvað nýtt og halda hlutunum spennandi. í The Butterfly Effect leikur Kutcher há- skólanema sem slæmar minningar fortíðar sækja sffellt á. Hann kemst að því að hann get- ur ferðast aftur f tíma og farið inn í ffkama sjálfe sín og komið í veg fyrir að slæmir hlutir gerist Þetta hefur þó sínar slæmu hliðar eins og við var að búast Kutcher þykir sýna nokkra dýpt f leik sínum, dýpt sem fóÚc bjóst alls ekki við eft- ir að helstu hlutverk hans hafa verið í That 70’s Show, Dude, Where’s My Car og Just Married. Leikarar sem slá í gegn f gamanmyndum reyna oftast að næla sér í hlutverk í alvarlegri myndum, með mismunandi árangri. Tom Hanks fór frá því að vera vitleysingur í Splash og Bachelor Party auk fleiri mynda yfir í ósk- arsverðlaunadrama í Philadelphia og Forrest Gump. Robin Williams fór frá því að vera brjál- aður uppistandari yfir í óskarsverðlaunahlut- verk í Good Will Hunting, Bill Murray er af sama skólanum og þykir lfklegur til að hljóta útnefningu til óskarsverðlaunanna á næstunni. Aðrir grínleikarar sem staðið hafa sig bærilega f alvarlegri myndum eru til dæmis þeir Jim Car- rey og Steve Martin. Ekki eins og persónurnar sem hann hefur leikið Það gæti hins vegar orðið erfitt fyrir marga aðdáendur Ashtons Kutcher að sætta sig við hann í alvarlegu hlutverki. Það sýndi sig ágæt- lega þegar mennimir á bak við The Butterfly Effect fengu fyrst að heyra að hann kæmi tfl greina í hlutverkið. Þeim hrylldi beinlínis við að hann ætti að leika aðalhlutverkið f myndinni sem þeir höfðu reynt að gera í sjö ár. „Við sögðum að það væri ekki séns að „Dude, Where’s My Car" myndi vera f mynd- inni sem við höfum barist við að gera f öll þessi ár,“ sagði J. Mackye Gruber, sem samdi hand- ritið aö og leikstýrði myndinni f félagi við Eric Bress. Þeir Bress og Gruber voru neyddir til að fara í heimsókn tfl Kutchers til að ræða um myndina efdr að nafn hans var nefiit í aðal- hlutverkið. Þar mætti þeim ekki vitleysingur- inn úr That 70’s Show, eins og þeir höföu búist við. Þess í stað tóku kvikmyndagerðarmenn- imir 180 gráðu beygju í áliti sínu á Kutcher sem hafði lesið handritið upp tfl agna og hafði ákveðnar skoðanir á sögunni og persónunni sinni. „Ég var alveg viss um að haxm væri persón- an sem hann leikur í sjónvarpinu," sagði Bress. „Þegar við hittum Ashton fyrst var hann allt önnur persóna en ég bjóst við. Maður var alltaf að leita að þessari persónu úr sjónvarpinu en hún var bara alls ekki þama. Allt sem hann hafði að segja um handritið sýndi ótrúlegt inn- sæi.“ „Hann var gáfaðri en allir þeir leikarar sem við skoðuðum í hlutverkið,“ bætti Gruber við. „Þegar við yfirgáfum húsið hans litum við á hvom annan og fannst við vera algerir fávitar. Ég held við höfum fimdið okkar mann,“ sagði hann. Ashton Kutcher hefur líka ákveðnar skoðan- ir á þvf hvað fólki finnst um gamanleikara. „Ég held að fólk vanmeti gjaman hversu erfiður gamanleikur getur verið. Þegar maður leikur f dramatísku verki em hundrað mismunandi tfl- finningar sem þú getur túlkað tfl áhorfend- anna. En í gamanleiknum er það baraeitt sem gildir. Ef fólk hlær ekki þá hefiir þér mistefcist" Stjörnuspá Harpa Melsted handbolta- kona er 29 ára í dag. „Neistinn sem falinn er djúpt í sálu hennar kallar vafalaust til hennar um þessar mundir og ætti hún að hlusta á eigin til- finningar varðandi ákvörðun," segir i stjörnuspá hennar. Harpa Melsed \/\ Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) W ---------------------------------------- Reynsla þín auðgar líf þitt og gefur því meira gildi ef þú venur þig á að einblína eingöngu á það sem eflir þig og uppfyllir væntingar þínar. Þér er ráðlagt að nýta eiginleika þína enn betur þegar tilfinningar þínar eru annars vegar og hlusta vel á það sem líkami þinn segir þér. M Fiskarnir (i9.febr.-20.mrs) Þú virðist vera hugsi þessa dagana miðað við stöðu stjörnu fiska varðandi ákvörðun sem tengist framtíð þinni. Berðu fram óskir þínar og fyrir- ætlanir fram í huganum því þá leggur þú grunninn að átakalausu flæði sem breytir draumum þínum og löngunum í veruleika. Hrúturinn (2i.mrs-i9.aprit) Hlustaðu vel á fjölskyldu þina þessa dagana og haltu fast í barnið sem býr innra með þér þegar kemur að líðan þinni gagnvart fólkinu sem þú um- gengst. T Ö NaUtÍð (20. apríl-20. mai) n Viljastyrkur þinn og einbeiting efla þig þegar starf þitt eða nám er tek- ið hér fyrir. Þú ættir að sleppa takinu af ýmsum gömlum minningum og lifa al- gjörlega í nútiðinni. Tvíburarnir (21. maí-21.júni) Þú þekkir eigin kosti mjög vel og ert meðvitaður/meðvituð um hvað þú vilt. Viðurkenndu kosti þína, styrk þinn og nýttu orku þína, sem er mjög mikil, þér og öðrum til framfara. Orka þín mun marg- faldast og þú stjórnar henni til góðs. faabb'm (22.júni-22.júlí)_________ Ný og ekki síður spennandi tækifæri eru framundan og birtast hér í formi sköpunar af þinni hálfu þar sem listrænir hæfileikar þínir fá notið sín. Leyfðu hugmyndum þínum að lifna við og gakk á vit óvissunnar en ekki að van- hugsuðu máli þó. Ljónið® .júli-22.ágúst) TT5 Þú ættir að hefja flugið, horfa til himins og leyfa þér að njóta stundar- ipnar með þeim sem efla þig og styrkja. Hugsaðu þig vel um áður en þú fram- kvæmir og áttaðu þig á því hvað það raunverulega er sem eflir þig. Meyjan (23. ágúst-22. septj Ef þú finnur fyrir feimni í garð annarra um þessar mundirer þér ráðlagt að opna hjarta þitt fyrir umhverfi þínu, náunganum og ekki síður sjálfinu. Þú ert án efa vandur að vinum og af einhverjum ástæðum mikið gefin/n fyrir ferðalög um þessar mundir eða með hugann við það. Q Voginf2J.sepr.-2J.o*íJ Eðli þitt er virkt á þessum árs- tíma til að sigra og því ættir þú að efla metnað þinn með framvæmd fyrst og fremst og ekki síður með því að nýta samningahæfileika þína. Örlæti ein- kennir þig. TTl Sporðdrekinn (2iokt.-21.mj / Ef þú finnur fyrir veiklyndi ein- hvers konar þessa dagana er það án efa hegðunarmynstur sem þú framkvæmir án þess að vita hvers vegna. Fólk fætt undir stjörnu sporðdrekans ætti hvorki að dæma né gagnrýna sjálfið um þessar mundir. Bogmaðurinnr22.ndt.-2!.(íesj Láttu gott af þér leiða og hlustaðu í stað þess að tala. Þú ert í góðu jafnvægi þessa dagana og hefur mikið að gefa náunganum. Steingeitin (22. te.-!9.jmj Aðstæður eru ekki eins slæm- ar og þær líta út fyrir að vera þessa stundina hjá fólki fætt undir merki steingeitar. Það lítur út fyrir að einhver hafi sært þig fyrir þó nokkru. Reyndu að njóta stundarinnar og návist vina þinna og fjölskyldu þegarfram líða stundir. z SPAMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.