Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 Siðast en ekki sist DV Rétta myndin Spakmæli á bílrúðu. Enginn rithöfundur á Nesinu Tímamót verða í andlegu lífi á Seltjarnarnesi í kvöld þegar þar verður stofnað Listavinafélag við sóknarkirkjuna. Hefur listvinafélag pjTO ekki áður verið starfrækt á Nesinu en þar hefur þó verið rekinn leikklúbbur og kór. Stofnfundur félagsins verður hald- inn í safnaðarheimili Seltjarnarnes- kirkju klukkan 20 í kvöld og eru all- ir sannir Seltirningar velkomnir. Markmið félagsins verður að sinna öllum listgreinum, útbreiða þær og kynna á Nesinu. Á stofnfundinn koma góðir gestir og ber þar hæst Gunnar Kvaran sellóleikara en hann býr á Valhúsabraut. Ætlar Gunnar að leika þætti úr Bach-sell- ósvítu. Þá mun Einar Már Guð- mundsson, höfundur Engla al- heimsins, heimsækja stofnfundinn og lesa valda kafla úr verkum sínum sem eru íjölmörg. Athygli vekur að Einar Már er fenginn til að lesa upp þó hann sé búsettur í Grafarvogi. Enginn rithöfundur mun eiga lög- heimili á Seltjarnarnesi. Einar Már Sóttur upp I Grafarvog. • Meistarakokkurinn Sigurður Hall, sem í stjörnuspá DV í síðustu viku var sagður 59 ára, er ekki orð- inn aldraður fyrir aldur fram. Hinn magnaði matreiðslumeistari er sýnu yngri, en hins vegar er nafni hans sem stýrir glerverksmiðjunni Ispan í Hafnarfirði, aðeins einu ári vant í sextugt. Og það var einmitt glermaðurinn sem átti afmæli fyrir helgina og er þeim fyrrnefnda hér árn- að allra heilla. Af kokkinum er það að segja að hástemmd lýsing á kost- um hans og göllum sem fylgdi Síðast en ekki síst stjörnuspánni þótti honum ekki passa rétt mátulega við sjálfan sig nema að hann væri „umhyggjusam- ur elskhugi," eins stjörnuspekingar blaðsins komst að orði... • í gær kom út hjá Máli og menn- ingu bókin Fiskiveisla fiskihatarans eftir Gunnar Helga Kristinsson pró- fessor í stjórnmála- fræði. Hann er yfir- - lýstur fiskihatari, en lætur þó skyn- semina ráða og borðar fisk alltaf annað veifið til þess viðhalda nauðsynlegri fjöl- breytni í fæðu sinni. Og til þess að gera sér fiskinn léttbærari leitar hann fanga í upp- skriftum frá ýmsum tímum og fisk- urinn sem íjallað er um fbókinni eru ýsa, krókódílar og allt þar á milli. Og útkoman úr þessu öllu er bók sem er í senn matarsagnfræði, kostulegar frásagnir og uppskriftir sem eru í senn girnilegar, skemmti- legar, kaldhæðnar... • Kristín Ómarsdóttir hefur gert útgáfusamning við Bókaútgáfuna Sölku og mun ný skáldsaga hennar koma út hjá Sölku á árinu. Þetta þykir til tíðinda heyra þar sem Kristín hefur gefið út hjá Máli og menningu til fjölmargra ára. Kristín dvelur nú í Barcelona við ritstörf... • Vísnahöfundurinn Lúkas er alltaf duglegur að fylgjast með því sem gerist í þjóðmálunum. Umræða um vanhæfi Péturs Blöndal í efnahags- og viðskiptanefnd varð honum til- efni til eftirfarandi vísukorns: Góði hirðirinn Einkavæöa ömmu má, auðurinn nýtist betur. Syndum hlaðinn sígur á, sálarkreppu Pétur. Ríkisstjórnin verst í vök, verðurfœrt í letur. Líðurfyrir lausatök, lyklum klingir Pétur. Ein er vörn sem velja má, virða ömmu tetur. hengja upp á hœstu rá, hirðusaman Pétur. Ríkasti maður íslands Hvað fengi Björgolfun íyrir milljarðana 65? Enginn íslendingur nú um stundir er jafn rækilega ioðinn um lófana og Björgólfur Thor Björgólfs- son. Jafnvel er hann föðurbetrung- ur; hefur tekist að toppa karl föður sinn hvað varðar auðlegð og efni og einsog kom fram í Helgarbiaði DV eru veraldlegar eignir hans nú metn- ar á um 65 milljarða króna. Þær eru að stofni til bjórgróði frá Garðaríki - en þessa fjármuni hafa feðgarnir og Magnús Þorsteinsson félagi þeirra notað til margvíslegra fjárfestinga hér á landi svo íslenska hagkerfið hefur sporðreist. En hvað má fá fyrir 65 milljarða króna. Kíkjum á nokkur dæmi. • Knattspyrnumaðurinn knái David Backham var seldur á 3,2 milljarða. Björgólfur gæti keypt pilt- inn 21 sinni og hálfu skipti betur. • Man United er virt á 89 millj- arða króna. Björgólfur gæti keypt félagið, ef Landsbankinn lánaði honum það sem uppá vantar. Kannski gæti hann þó fengið félagið allt með staðgreiðsluafslætti. • Björgólfur á Hummerjeppa en þeir fást á 9 milljónir. Fyrir pening- ana getur hann bætt 7221 við í safn- ið. • Borgað öll útgjöld íslenska ríkis- sjóðs í þrjá mánuði og einni viku betur. • Greitt árslaun 54.000 verka- manna sem hver hefur 100 þúsund kr. á mánuði. • Keypt Halldórs- sögu Hannesar Hólmsteins, alls 10 milljónir eintaka - og 851.419 til við- bótar. • Gerst enn öflugri stuðn- ingsmaður lista á íslandi. Sýning Ólafs Elíassonar kost- aði 20 milljónir, Björgólfur gæti borgað 3.250 slíkar. • Fartölvur. Góð slík kostar 200 þúsund - og okkar maður gæti keypt 325 þúsund slíkar. Eina handa hver- jum íslendingi og Færeyingi. • Keypt allar eignir á Selfossi, Hveragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákhöfn, Hellu, Hvolsvelli - og einhvern slatta af svéitabæjum fyrir afganginn. Krossgátan Lárétt:! útskýra,4skinn, 7 áreita, 8 sigti, 10 stein- tegund, 12 litu, 13 fæddi, 14 heimsk, 15 hita, 16 faðmur, 18 ær, 21 kýli, 22 rola, 23 fífl. Lóðrétt: 1 læsing, 2 stofu, 3 viðbjóður, 4 út- skrifa, 5 nöldur,6 upphaf, 9 kæk, 11 yfirgefin, 16 námsgrein, 17 spil, 19 starf, 20skepna. Lausn á krossgátu •jAp 01 'ueiöl'nju^i 9i 'uja|e j i 'eueAe 6 Toj 9 '6ef s 'ejjjsjnejq p 'g66Ajspue £ jes z 's?| 1 uiajQpq •jeue £2'Qne6 jj'gjaöi 'puj>| 8L '6uej 91 'S|A s t '6sú V L 'ine6 £ t 'nes z l 'ie6e 01 'P|?s 8 'ej6ue z 'jofq y 'esÁ| t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.