Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 10
70 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Svínabíll enn
á biðilsbuxum
Eigandi þýska svína-
flutningábílsins sem fluttur
var ólöglega til landsins í
ágúst í íyrra mun enn vera
að leita leiða til að koma
bflnum út af tollsvæðinu í
Sundahöfn og inn í landið.
Landbúnaðarráðuneytið
hefur áður hafnað að gefa
út innflutningsleyfi fyrir
þýska gripabflnum þar sem
hann var ekki skoðaður af
íslenskum dýralækni áður
en hann var sendur til ís-
lands. Eins og DV skýrði frá
í byrjun desember er það
hugmynd bfleigandans að
semja við ráðuneytið um
að bflinn komi ekki inn í
landið heldur aðeins gripa-
húsið sjálft. Formlegt erindi
er sagt vera á leiðinni.
Heimildir DV telja afar ólík-
legt að ráðuneytið breyti af-
stöðu sinni, sérstaklega
vegna þess að það er
einmitt af gripahúsinu
sjálfu sem mesta sjúk-
dómahættan stafar.
Brúnn og
sællegur
Berlusconi
Silvio Berlusconi, forsæt-
isráðherra ftalíu, sást loks op-
inberlega í fyrra-
dag eftir „hvíld“
frá því fyrir jól.
Forsætisráðherr-
ann leit vel út,
var brúnn og
sællegur. Hann
sagðist hafa notað tímann til
að koma sér f form. Italskir
fjölmiðlar hafa sagt frá því að
Berlusconi hafi farið í lýtaað-
gerð og þess vegna haft hægt
um sig. Ráðherrann svaraði
spurningu um málið með því
að fara að hlæja. „Það var
stórskemmtilegt að lesa um
þetta," sagði hann. Hann
kvaðst heldur ekki hafa verið
í felum, hanri væri búinn að
vera í Róm í rúma viku og
blaðamenn hefðu einfaldlega
ekki fattað það.
Þorsteinn Bachmann fráfar-
andi leikhússtjóri Leikféiags Akur-
eyrar.
Helstu kostir Þorsteins Bach-
mann eru þeir að hann er
hugmyndaríkur og manna
skemmtilegastur þegar sá
gáiiinn er á honum. Mjög lif-
andi persónuleiki og þegar
hann tekur sér eitthvað fyrir
hendur gefur hann sig allan í
það. Svo er hann mjög hæfi-
leikartkur ieikari og hefur
kannski ekki fengið notið sín
sem skyldi á þeim vettvangi.
Kostir & Gallar
Hann er dellukarl og skortir
úthald. Hann, til dæmis t Leik-
listarskólanum, tók ótrúlega
golfsýki og keypti sérgolfsett,
golfmyndir og goifbækur.
Þetta tók hálft ár og svo var
það búið. Hann hefursenni-
lega ekki snert á þessu síðan.
Á til að týna sér í einhverju
sem svo tapar gildi sínu fyrir
honum.
Fyrrum starfsmenn Radíó Reykjavík hafa bundist samtökum og segja stöðina
skulda þeim laun. Þeir eru orðnir þreyttir á sífelldum afsökunum og vilja að rétt-
lætið nái fram að ganga. Mummi í Götusmiðjunni, eigandi Radíó Reykjavík, játar
því að skulda peninga en segist ekki láta fyrrum starfsmen kúga sig.
Mummi sakaöur um
súðabissniss
„Ég fagna því að þeir fari með
eigin aumingjaskap í blöðin.
Þessir menn eru upp til hópa
alkar sem stóðu sig illa."
„Þó ég skuldi peninga þá gerir það mig ekki
að glæpamanni," segir Mummi í Götusmiðjunni,
eigandi Radíó Reykjavík. „Ég læt ekki svona
menn kúga mig en það er rétt að ég skulda ein-
hverjum þeirra laun.“ Nokkrir fyrrum starfsmenn
útvarpstöðvarinnar krefjast þess að Radíó
Reykjavfk borgi þeim útistandandi laun sem þeir
segja að nemi allt að 1,5 milljónum króna.
Fullsaddir af frestum og afsökunum
„Mummi skuldar okkur meira en ársgömul
laun,“ segir Artúr Karlsson, fyrrum starfsmaður
Radíó Reykjavík. „Við erum búnir að fá nóg af
frestum og afsökunum. Þetta er sóðabissness og
fólk á skilið að vita hvernig þetta er rekið." Artúr
var einn af dagskrárgerðarmönnum stöðvarinnar
og segir reynslu sína af fyrirtækinu ekki vera góða.
„Þetta eru einir harðsvíruðustu svikahrappar sem
ég hef fyrir hitt.“
T *»t
RAIIIII HtYKJAVIH
Hafa engu að
x tapa
IL ■ Tómas
Ragnarson,
vann við
skrárgerð
Axel
sem
dag-
hjá
Radíó Reykja-
Radíó Reykjavík: Starfsmenn saka stjórnendur um að
skulda þeim laun
vík, segir að þrátt fyrir að stöðin hefði verið farin
að ganga ágætlega hefðu starfsmennirnir ekki
fengið sinn hlut. „Það var alveg sama hvað kom
mikið inn af peningum," segir Tómas. „Við sáum
aldrei neitt.“ Þeir starfsmenn sem um ræðir eru
Hermann Fannar Valgarðsson, Jón Mýrdal, Artúr
Karlsson, Gustafo Blanco, Vilhjálmur Goði, Gísli
Pétur Hinriksson og Benedikt Armannsson.
„Við erum ein heild í þessu og höfum í raun
engu að tapa, enda löngu búnir að afskrifa þessa
peninga," segir Tómas. „Okkur finnst hins vegar
mikilvægt að fólk viti af þessum svikum." Tómas
tekur fram að engir samningar hafi verið undirrit-
aðir þó þeir væru vissulega til staðar. „Vinnu-
brögðin voru öll í þessum dúr,“ segir Tómas og
bætir við: „Svona lagað á enginn að geta
komist upp með.“
M
Mummi (Götusmifijunni
„Ég fagna þvi ad þeir fari
með eigin aumingjaskap i
blöðin. Þessir menn eru
upp til hópa alkar sem
stóðu sig illa. Til dæmis
falsaði Benni sölur og Jón
Mýrdal er störskrýtinn"
Borga ekki fyrir röddina
Kröfur fyrrum starfsmanna Rad-
íó Reykjavík eru mismunandi og
skuldirnar ná allt frá hundrað
þúsund til hálfar milljónar á
mann. Gísli Pétur Hinriksson,
leikari, hefur lesið inn á aug
lýsingar Radíó Reykjavík og
segir fyrirtækið enn nota
röddina hans þrátt
fyrir að hann sé
löngu hættur.
„Ég er búinn
að banna
þeim að nota
röddina mi'na
án þess að
f borga fyrir það,“
segir Gísli Pétur.
„Nú vonast ég bara
Gísli Pétur Hinriksson:
„Nú vonast ég bara til þess
að þeir sjái að sér og borgi
mér."
illa. Til dæmis falsaði
er stórskrýtinn,"
segir Mummi
í Götusmiðj-
unni. „Ég
sagði við þá
að ég borg-
aði seint og
illa og það
stendur."
simon@dv.is
til þess að þeir sjái að sér
og borgi mér.“
Alkar upp til hópa
Mummi er þessa dag-
ana staddur erlendis en
sagði í samtali við DV að
hann væri - ekki - fórnar-
lamb í þessu máli. „Ég
fagna því að þeir fari með
eigin aumingjaskap í blöð-
in,“ segir Mummi sem ætl-
ar með málið í lögfræðing.
„Þessir menn eru upp til
hópa alkar sem stóðu sig
Benni sölur og Jón Mýrdal
Artúr Karlsson: „Þetto
k eru einir harðsviruðustu
svikahrappar sem ég hef
Wk ^ fyrir hitt
Þrír hrútar og þrír krabbar í léttri spurningakeppni, sjómanni og reiptogi
Lokabardagi Læknadaga
Lokadagskrá Læknadaga sem
staðið hafa yfir á Hótel Nordica alla
vikuna var kynnt sem „Spekingar
glíma. Þrír hrútar og þrír krabbar
glíma f „stjörnuvitlausri" orrustu."
Arnór Víkingsson læknir bar titilinn
glímudómari en hann segir að um
létta spurningakeppni væri að ræða
milli tveggja liða og nafngiftin
krabbar og hrútar vísi til í hvaða
stjörnumerki viðkomandi læknar
eru. Ef vafaatriði koma upp verða
þau útkljáð með sjómanni eða reip-
togi.
Arnór segir að foringjar beggja
liða hafi verið vörpulegir læknar á
besta aldri. Foringi hrúta var Davíð
O. Arnar en fyrir liði krabba fór Ólaf-
ur Þór Gunnarsson.
Spurningakeppnin var með
sama formi og „Gettu betur". Sem
dæmi um spurningu má nefna að
spurt er hver er maðurinn og gefnar
þrjár vísbendingar. Fyrsta vísbend-
ingin var mynd af kápu bókarinnar
Mýrin eftir Arnald Indriðason og
sagt að maðurinn hefði fæðst á
þessum slóðum. Önnur vísbend-
ingin var að viðkomandi væri lækn-
ir og núverandi vinur fyrrverandi
stjórnarformanns Tryggingastofn-
unar. Með þessari vísbendingu
fylgdi mynd af Davíð Oddssyni.
Þriðja vísbendingin var að maður-
inn væri meira í viðskiptum og fjöl-
miðlum en læknisstörfum.... Ef þú
hefur ekki svarið lesandi góður get-
um við laumað að þér nafninu sem
er Kári Stefánsson forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Spurningalið lækna Spurningakeppnin
var með sama formi og„Gettu betur".