Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fókus 0V I Guðni Þórðarson tók tugi þúsunda Ijós- mynda á eftirminni- legum blaðamanns- ferli á umbrotaskeiði í íslandssögunni. Hann vann á Tímanum lengi en raksíðan ferðaskrifstofu. „Þessi ár frá miðjum fimmta áratugnum og fram til 1960, þegar ég var á fullu í blaðamennskunni er mjög merkilegt tímabil. Ekki bara í mínum eigin endurminningum, heldur líka í þjóðarsögunni, því þetta er sá tími þegar allt íslenskt samfélag umbyltist með því pen- ingaflæði og tækninýjungum sem þá ruddu sér rúms hér á landi í eft- irleik síðari heimsstyrjaldar," segir Guðni Þórðarson, löngum kenndur við Sunnu. Þjóðin þekkir hann lík- lega best fyrir ferðaskrifstofurekst- ur sem greiddi leið íslendinga út í heim. En fyrir þann tíma var Guðni blaðamaður og ljósmyndari um langt skeið og mótaði mjög hér á landi þá starfshætti sem nú tíðkast hjá sagnariturum samtímans. Aliir nema ég og Albert Fólk kemur til starfa í blaða- mennsku eftir ýmsum leiðum. Sumir fyrir tilviljun á unglingsaldri og fest- ast svo rækilega í netinu að þeir eiga ekki afturkvæmt til annarra starfa. Jafnvel þó langskólanám hafl verið á dagskrá. „Ef maður fær bakteríu íyrir blaðamennsku fylgir hún manni alla tíð og alveg í gröfina. Ég losna aldrei við áhugann og les blöðin alltaf með því hugarfari að ég sé enn í þessu harki,“ segir Guðni. DV tók á honum hús, þar sem við ræddum um feril hans í blaðamennsku og viðhorfln á greininni fyrr og nú. „Strax sem strákur heima í Hvíta- nesi við Akranes var ég farinn að halda dagbók reglulega sem þjálfaði mig í að skrifa stfl. Síðan hafði mikil áhrif á mig að kynnast fermingarföð- ur mínum, séra Friðrik Friðrikssyni sem um hríð var prestur á Akranesi. Hann kenndi mér undir skóla og kynnti fyrir mér menningarstefnur og strauma víða frá. Ekki síst erlendis og það með sinni miklu frásagna- gáfu," segir Guðni. Hann segir að þetta tvennt hafi reynst sér góður heimanmundur þegar hann kom til náms í Reykholtsskóla og í framhald- inu með áformum um utanskólanám í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég ætlaði að lesa MR utanskóla, en tók Samvinnuskólann á einum vetri til þess að ná mér í verslunar- próf sem ég taldi nauðsyn. Þegar samvinnuskólanámi lauk vorið 1944 fór ég til starfa heima á Akranesi. Ekki í eitthvert kaupfélaganna eins og skólabræður mínir gerðu, allir nema ég og Albert Guðmundsson sem fór í atvinnuknattspyrnu til Skotlands. Vistin í Samvinnuskólanum varð tfl að móta framhaldið mikið einsog margra sem nutu á einhvern hátt leiðsagnar skólastjórans, Jónasar frá Hriflu." Blaðamennskan tók öll völd Tíminn var allar götur málgagn Framsóknarflokksins og formaður flokksins fór jafnframt fyrir blað- stjórn. „Hermann Jónasson, sem á þessum tíma var forsætisráðherra, fékk ábendingu frá Jónasi eða Guð- laugi Rósinkranz sem var yfirkennari skólans, ég vissi aldrei hvorum, að mér léti vel að skrifa íslenskt mál. Einn daginn hringdi hann tU mín upp á Akranes og bað mig um að finna sig næst þegar ég kæmi í bæinn, hvað ég og gerði. Þar bauð hann mér starf í blaðamennsku á Tímanum sem ég þáði. Blaðamennskan tók öll völd ílíf- inu og námsbækurnar viku. Ég lauk aldrei stúdentsprófi, þó svo rektorinn Pálmi Hannesson, sem þá var í for- ystusveit flokksins, væri daglegur gestur á ritstjórninni," segir Guðni. Á þessum árum var Tíminn aðeins fjórar til átta síður og starfsmenn á rit- stjórn aðeins þrír; það er Guðni, Jón Helgason óg Þórarinn Þórarinsson sem var ritstjóri. Þetta var fjölbreytt og efnismfldð blað og segir Guðni eindræga fylgispekt þess við sjónar- mið Framsóknar á þessum tíma of- sögum sagða, að mörgu leyti. Sjálfur hafi hann aldrei haft afskipti af stjórn- málum, utan hvað hann átti til harðra sjálfstæðismanna á Akranesi að telja og sumum þeirra þótti ógott að strák- urinn væri kominn til starfa á þeim vettvangi sem þeir töldu helgustu vé andstæðingsins. Frjálslyndur Hermann „Hermann Jónasson gaf okkur frjálsar hendur, taldi affarsælast að útgefendur hefðu ekki áhrif eða af- skipti af efni blaðsins. Þetta var í samræmi við hans frjálslyndu lífs- skoðanir sem ég mat alltaf mikils," segir Guðni. „Það var mjög fjarri honum að krefjast þess að við skrifuðum eða beittum blaðinu til stuðnings þeim ríkisstjórnum sem Framsóknar- flokkurinn átti aðild að, þó svo mönnum í samstarfsflokkunum mislíkaði slíkt. Þetta viðhorf breytt- ist þegar Eysteinn Jónsson varð áhrifameiri. Hann vildi þá beita blaðinu meira í þágu Sambandsins sem var oft gert. í steinolíumálinu svonefnda á KeflavíkurflugveUi á sjötta áratugnum - sem forystu- menn Sambandins fléttuðustu illi- lega innf - voru ritstjórarnir neyddir tU þess að skrifa leiðara til að bera blak af mönnunum. Inntak leiðar- ans var að allt væri þetta mál ofsög- um sagt og glæpurinn væri ekki ann- ar en að menn hefðu ruglast eithvað á brúsum með frostlegi og steinolíu. En líklega var málið þó alvarlegra en svo," segir Guðni. Fylgdist með ferskum straumum í frumstæðni þeirri sem einkenndi prentverk fyrr á tíð vom myndbirting- ar í íslenskum fjölmiðlum óalgengar. Smíða varð úr járni mót fyrir hverja einustu mynd en þegar kom ffam á sjötta áratuginn komu plastmót til sögunnar sem gerði myndnotkun ódýrari og algengari. „Ég gerði mér far urn að fylgjast með því sem var að gerast í fjölmiðl- un erlendis og þá sem gjarnan fyrr komu ferskustu straumarnir vestan frá Bandaríkjunum. Þar var að ryðja sér til rúms það sem menn kölluðu photo-journalism; það er að láta myndirnar segja sögu og spila sam- an við textann. Þetta var algjört ný- mæli en er alsiða í dag," segir Guðni sem fór vestur til New York um miðja öldina til að læra þessi fræði við blaðamannskóla í borginni sem rekinn var í samvinnu við tímaritin Time og Life, sem ruddu brautina á þessu sviði. Þegar Guðni kom heim að loknu námi varð hann brautryðjandi á því sviði hérlendis að skreyta frásagnir og texta ríkulega með ljósmyndum, en um það leyti hafði Tíminn fengið tæki til myndmótagerðar. „Ég fór um allt land til að skrifa um atburði og atvinnuhætti og taka myndir sem fylgdu greinunum. Við vorum þrír sem lögðum blaðaljósmyndun sér- staklega fyrir okkur. Það er ég, Ólaf- ur K. Magnússon sem var sérstakur blaðaljósmyndari á Mogganum og Þorsteinn Jósepsson á Vísi, sem reyndar tók mest landslags- og stemmningsmyndir. Ekki síst fyrir árbækur Ferðafélags fslands sem hann starfaði mikið með.“ Róið til fiskjar og flogið með fé Af mörgu er að taka þegar rifjaðir eru upp atburðir sem risu hátt ( þjóðlífinu á fimmta og sjötta ára- tugnum. í Skálholti Einn afsögulegri atburðum 20. aldarinnar var þegar steinkista Páls biskups Jónssonar fannst við fornleifa- uppgröft árið 7 954. Fremstur á myndinni er Jökull Jakobsson, siðar rithöfundur, sem fyrstur manna kom niður að kistunni. í Herdísarvík Út við ysta hafi Selvogi bjó Hlin Johnson i Herdisarvík, sem kunnust er fyrir að hafa annast Einar Benedikts- son skáld á siðustu æviárum hans. Hér tekur húná móti gestum, en heimsóknir til hennar voru mönnum ogleymanlegar. Dregið í dilka Myndin er tekin i Skaft- holtsréttum i Gnúpverjahreppi iÁrnes- sýslu, en það hafa löngum verið einhverj- ar fjárflestu réttir landsins og eru þekkar fyrir góða stemmningu. Myndin er tekin um 7 950. Prentverk fyrri tíða / fáum greinum sem prentverkinu hafa tækniframfarir orðið meiri og prentvélar likar þeirri sem sjást eru orðnar algjörir forngripir. Mynd þessi er að likindum tekin iprentsmiðjunni Eddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.