Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 16
16 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus DV
Prísinn á Kalla Bjarna hefur hækkað verulega frá því að hann var óþekktur pöbbaraulari á Caktusinum
i Grindavik. Enda hefur honum verið úthlutað sérlegum umboðsmanni frá Idol-batteríinu - sjálfum Jóni
Gunnari Geirdal sem annast nú hans mál.
Jón Gunnar Geirdal og Kalli
Bjami. Forayfir dagskrána
sem er hlaðin.Jón Gunnar er
partur afsigurlaunum Kalla
Bjarna sem fær hann til af-
nota sem umboðsmann i sex
vikur sér að kostnaðariausu.
.
Kalli Bjarni er
uppbókaður i allt
kvöld. Byrjar á SAM-
FÉS í Laugardalshöll-
inni og brunar svo á
þorrablót á Selfossi en
endar nóttina á
Diskókvöldi á Nasa.
„Jájá, hann fær mér úthlutað sem parti af
sigurlaununum. Ég mun annast Kalla Bjarna og
hans mál nú í sex vikur honum að kostnaðar-
lausu. Hvað svo verður kemur í ljós,“ segir Jón
Gunnar Geirdal sem er fyrsti umboðsmaður
Kalla Bjarna Idol-stjörnu og sá eini hingað til.
Jón Gunnar segir gríðarlega eftirspurn eftir
kröftum Kalla Bjarna og þá við allar hugsanleg-
ar og óhugsanlegar aðstæður. Nú er sú árstíð að
nálgast ákveðinn hápunkt í samkvæmislíflnu.
Þorrablót og árshátíðir í stómm stíl. Það er því í
mörg horn að líta ef menn hafa nýverið sigrað í
eins og einni Idol-keppni.
íslenskir umboðsmenn
Jón Gunnar segir að sjálfsögðu samningsat-
riði hvað Kalli Bjarni taki fyrir það að koma fram
og sé það jafnframt háð aðstæðum - hvort fylgi
að hann gefl eiginhandaráritanir í kjölfarið,
komi tvisvar íram eða hversu lengi hann treður
upp. En viðmiðunartalan er áttatíu til hundrað
þúsund krónur. Þá kemur Kalli Bjarni og tekur
íjögur til flmm lög. „Við verðum náttúrlega að at-
huga að hann gaf upp sjómennskuna til að snúa
sér að poppstjörnuferlinum." Það er því ljóst að
Föstudaginn 30.janúar
verður jakkinn, „Gardínan",
afhentur á Hard Rock Café í
hádeginu.
prísinn hefúr hækkað frá því Kalli Bjarni var til-
tölulega óþekktur kráarsöngvari og kom fram
ásamt Grétari vini sínum á pöbbnum Caktusi í
Grindavík.
Umboðsmennska á Islandi er ekki ný. Þannig
hefur Óli Þórðar í Ríó rekið umboðsskrifstofu,
Prime og Promo em umboðsskrifstofur sem em
með listamenn á sínum snæmm. Og hljómsveit-
irnar Quarasi og Vinill em með Kára Sturluson
sem sinn mann. „Þá hefur Bubbi alltaf verið með
umboðsmann eftir því sem ég best veit. Þetta er
nú aðallega til að taka af honum mesta álagið,"
segir Jón Gunnar. Og framundan er þéttriðin
dagskrá. „Reyndir menn í bransanum hafa hvatt
hann eindregið til að nýta sér meðbyrinn ef
hann ætlar sér að gera staifsframa úr söngnum."
Fylgifiskur frægðarinnar
Líkt og ekta poppstjörnu sæmir er Kalli
Bjarni þegar farinn að fá forsmekkinn af
kjaftasögunum sem virðast óhjákvæmilegur
fýlgifiskur frægðarinnar. Þannig var það fullyrt
við DV að hann hefði verið búinn að bóka sig
til söngs á árshátíð Alanó-klúbbsins um síð-
ustu helgi, laugardaginn eftir að hann bar sig-
ur úr bítum í Idol-keppninni. Búið var að
ganga frá því að hann yrði í klukkutíma og fyr-
ir ætlaði hann að taka 50 þúsund krónur. En
að morgni laugardags var staðan breytt. Kalli
Bjarni var orðinn heimsfrægur á íslandi og
rúmlega það. Harðsnúinn umboðsmaður
Kalla Bjarna átti að hafa hringt á laugardegin-
um og sagt að það væri af og frá að hann kæmi
nema hugsanlega fyrir 200 þúsund kaO og
myndi þá einungis syngja fjögur lög.
Falleg saga
„Þetta flnnst mér ákaflega faOeg saga," segir Jón
Gnarr sem var veislustjóri á árshátíðinni og þóttist
þurfa að skoða sinn gang. Hann kom nefnflega
þama fram frítt vegna hins góða málstaðar. Alanó-
klúbburinn tengist AA samtökunum og hefur það
að markmiði að útvega húsnæði til afnota fyrir
hinar margvíslegu deOdir AA samtakanna. Aðrir
skemmtíkraftar vom Edda Björgvinsdóttír og
Björgvin Franz."
Það fylgdi jafnframt sögunni að heið-
ursmaðurinn Kalli Bjami hafi að endingu
staðið við gerða samninga og gersamlega
slegið í gegn. „Hann var ntíklu betri en í
sjónvarpinu. Algerlega frábær söngvari."
Enginn forsvarsmanna Alanó-klúbbsins
fékkst til að staðfesta söguna þegar eftir því
var gengið. Nema náttúmlega fyrir utan
þetta með að KaOi Bjarni væri frábær. Og Jón
Gunnar segir þetta algerlega úr lausu lofti
gripið, gangi bara aOs ekki upp, því hann hafi
ekki hitt KaOa Bjama sem umboðsmaður
hans fyrr en á mánudeginum. Þannig að
þetta gengur Ola upp.
jakob@dv.is
Idol-stjarnan Kalli Bjarni.
Söngur hans ernú orðinn umtalsvert verðmætari en
þegar hann var tiltölulega óþekktur að þenja raddbönd-
in með Grétari vini sinum á kránni Caktusinum i Grindavik.
100 búsund kall
HfUHM QNAW-AO