Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus DV
Knattspyrnuhæfileikar Eiðs Smára Guðjohnsens hafa fleytt honum langt í lífinu. En velgengninni fylgir athygli og umtal.
Eitt feilspor eða kjaftasaga sem á rætur einhvers staðar úti í bæ getur endað á forsíðum blaðanna og það hefur áhrifá
alla sem íkringum hann eru. Móðir Eiðs Smára, Ólöf Einarsdóttir, segir þetta vissulega leiðinlegt en það hafi meiri áhrif
á hana og fjölskylduna heldur en soninn. Mótlætið hafi bara eflt Eið Smára.
Gera allt til þess
að draga menn niður
Eiður Smári fæddist 15. septem-
ber árið 1978, sonur Arnórs
Guðjohnsens knattspyrnumanns
og Olafar Einarsdóttur. Fimm vikna
flutti hann til Belgíu, þar sem faðir
hans lék sem atvinnumaður í fót-
bolta, og þar bjó hann í 12 ár. Þegar
hann náði 15 ára aldri var hann svo
orðinn einn besti leikmaður á ís-
landi og fljótlega fóru stóru liðin í
Evrópu að sækjast eftir honum.
Eiður Smári hefur þess vegna alltaf
verið í sviðsljósinu, með beinum
eða óbeinum hætti.
Neitaði Barcelona
„Hann ólst upp í Belgíu þar sem
hann fékk að kynnast þessu fót-
boltamannslífi og síðan þá hefur
hann alltaf stefnt á atvinnu-
mennsku eins og pabbi hans. Hann
var ekki nema 15 ára þegar hann
var farinn að spila með meistara-
flokki Vals og fljótlega eftir það fór-
um við að fá símhringingar frá lið-
um sem vildu fá hann til reynslu.
Ég ferðaðist mikið með honum á
þessum tíma til þess að skoða að-
stæður; m.a. fórum við til
Barcelona í 10 daga og þeir buðu
honum samning. Honum fannst
það bara einum of stórt og sagðist
ekki vilja fara þangað. Á endanum
samdi hann svo við PSV Eindhoven
í Hollandi þar sem hann fékk mjög
góðan samning miðað við 16 ára
ungling," segir Ólöf Einarsdóttir,
móðir Eiðs Smára.
Hjá PSV þurfti Eiður Smári að
berjast við ekki ómerkari menn en
Luc Nilis, Rene Eijkelkamp og sjálf-
an Ronaldo um sæti í aðalliðinu.
Það áttu því fáir von á því að hann
yrði fastamaður í liðinu 17 ára en sú
varð þó raunin. En í landsleik með
21 árs landsliði íslands á möti írum
lenti hann í slæmum meiðslum
sem áttu eftir að hrjá hann mikið.
„Það leit allt rosalega vel út
þangað til hann meiddist. í fyrstu
var samt ekki talið að þetta væri al-
varlegt enda bara ein pípa í
fætinum á honum sem brotnaði.
Okkur var sagt að hann myndi
verða frá í einhverjar vikur en svo
hljóp ofvöxtur í beinið sem leiddi til
tveggja skurðaðgerða. Hann var frá
í tvö og hálft ár og læknarnir hjá
PSV sögðu að knattspyrnuferli hans
væri lokið. Þetta var erfiður tími;
hann reyndi að fara á æfingar á
hverjum degi en sársaukinn var
bara of mikill. Svo var samningnum
hans að ljúka og því var ekkert ann-
að að gera en að koma heim," segir
Ólöf, en áður en Eiður kom hingað
til lands hitti hann lækni frá Noregi
sem hafði fulla trú á að hann gæti
náð sér aftur. Hann gekk í gegnum
stíft æfingaprógramm þar sem
hann þurfti bókstaflega að æfa sárs-
aukann af sér.
„Hann varð bara að bíta á jaxl-
inn og æfa stanslaust, þrátt fyrir
öskrandi verki. Hann hafði alltaf
trú á því að hann myndi spila fót-
Stoltar mæðgur Mæðgurnar ÓlöfEinarsdóttir og Viktoria Hlif, 7 ára, eru stoltar afframgöngu sonar sins og bróður, knattspyrnumannsins Eiðs
Smára Guðjohnsens. Óiöfsegir Eið Smára vel hafa vitað út ihvað hann varað fara þegar hann lagði atvinnumennskuna fyrirsig og að hann láti
kjaftasögur og neikvætt umtal sem vind um eyrun þjóta, enda sé flest sem sagt er uppspuni frá rótum. DV-mynd Pjetur
„Ég tókþetta rosa-
lega nærri mér og
hringdi í Eið Smára
sem spurði mig bara
að því hvortþað væri
virkilega einhver sem
trúði þessu. Þetta var
líka mjög fjarstæðu-
kennt."
bolta aftur og lét sig bara hafa
þetta.1'
Kallaður Keikó í KR
Eiður Smári gekk því næst í KR
þar sem hann var mörgum kílóum
of þungur. Hann hafði ekkert getað
hreyft sig í næstum þrjú ár en lék
þrátt fyrir það nokkuð vel með lið-
inu sumarið 1998.
„Það gerði honum mjög gott að
fara í KR þótt hann væri kallaður
Keikó og eitthvað fleira. Mér fannst
hann spila nokkuð vel þetta sumar
og mótlætið efldi hann bara. Eftir
það fór hann til Bolton þar sem
Guðni Bergs var búinn að sannfæra
þá um að gefa honum tækifæri.
Þangað fór hann, 10 kílóum of
þungur, en þeir sáu samt á fyrstu
æfingunni hvað í honum bjó og
buðu honum þegar samning," segir
Ólöf stolt. „Hann missti samt þrjú
ár úr ferli sínum vegna meiðslanna,
sem þýðir að hann gæti verið kom-
inn miklu lengra. En að yfirstíga
þessi meiðsl og mótlæti er í sjálfu
sér bara stórkostlegt afrek. Það sýn-
ir hvað hann er mikill karakter,
þessi drengur. Hann er fyrirmynd
fyrir aðra íþróttamenn því það var
alveg sama hvað aðrir sögðu um
hann og að flestir væru búnir að
missa trúna á hann og tala um hvað
hann væri feitur - hann hlustaði
ekki á þetta og gafst aldrei upp.‘‘
Eiður lék með Bolton í tvö ár
áður en hann gekk til liðs við
Chelsea, þar sem hann spilar nú
með mörgum af þekktustu knatt-
spyrnumönnum heims. Hann er
því meðal bestu knattspyrnu-
manna heims í dag og því fylgir
óneitanlega mikið umtal og athygli
sem oft getur verið erfitt að fást við.
Ekkert einkalíf
„Eiður Smári hefur alltaf lifað í
þessum knattspyrnuheimi og þess
vegna vissi hann vel hvað hann var
að fara út í. Hann vissi að hann
myndi ekki eiga neitt prívatlíf og
væri í raun að gefa öllum sál sína.
Við foreldrar hans höfðum náttúr-
. lega kynnst þessu úti í Belgíu og
verið mikið í fjölmiðlum en ekkert í
líkingu við það sem gerist í Bret-
landi. Þar er alltaf skítkast og verið