Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fókus DV Valdarán bolsévíka í Rússlandi 7. nóvember 1917 var örlaga- ríkasti atburður 20. aldar. Það hafði ekki aðeins í för með sér ólýsanlegar þjáningar fyrir íbúa Rússlands, heldur leiddi það að líkindum líka til valdatöku nasista í Þýskalandi, útrýming- ar Gyðinga, Kalda stríðsins og fleiri hörmunga. En það mun- aði svo litlu að þetta valdarán mistækist og þá hefði öll ver- aldarsagan orðið öðruvísi. Að kvöldi 7. nóvember 1917 héldu fáeinir fáliðaðir flokkar vopn- aðra manna út á stræti Petrograd, eins og Sankti Pétursborg í Rúss- landi var þá kölluð. Undir fánum bolsévíka - háværra en ekki mjög fjölmennra byltingarsamtaka stilltu þeir sér upp á nokkrum mikil- vægum stöðum í borginni. Þeir lögðu undir sig pósthúsin og sím- stöðvarnar, settu vörð á járnbrautar- stöðvar og ráku hermenn bráða- birgðastjórnarinnar frá varðstöðv- um við helstu brýr borgarinnar. Her- mennirnir veittu nánast enga mót- spyrnu; varla einu einasta skoti var hleypt af. Bráðabrigðastjórnin, sem hafði rfkt í Rússlandi síðan Nikulás II keisari hrökklaðist frá völdum í febr- úar, frétti af þessum aðgerðum hinna fámennu flokka bolsévíka en fékk ekki að gert. Hún var rúin trausti og herinn hlýddi ekki lengur skipunum. Þegar hópur bolsévíka kom askvaðandi að Vetrarhöllinni, þar sem stjórnin hafði aðsetur, urðu stjórnarherrarnir og þeirra fáu fylg- ismenn að loka sig inni og fengu ekki öðruvísi varist. Beitiskipið Áróra sem lá úti fyrir höUinni hleypti af nokkrum skotum til stuðnings bolsévíkum. Annað gerðist ekki. Morguninn eftir fréttu Petrograd- búar af þessum atburðum en kipptu sér lítið upp við þá. Bolsévíkar höfðu verið með vesin, ójá. Bráðabirgða- stjórnin var lfklega fyrir bí. Stjórnleysi síðustu vikna var staðfest. En yfirlýs- ingar bolsévíka um að þeir hefðu með þessum aðgerðum sínum tekið völd- in í Rússlandi voru náttúrlega bara hlægUegar. Þeir höfðu engin raunveruleg völd. En ótrúlegt nokk, þá mörkuðu þessir atburðir aðfaranótt 7. nóvem- ber 1917 vissulega upphaflð á valda- töku bolsévíka í Rússlandi öllu. Yfir- ráð þeirra yfir pósthúsum og sím- stöðvum réðu þar líklega úrslitum - þeir gátu sent skeyti vítt og breitt um hið risastóra land þar sem þeir til- kynntu að þeir hefðu tekið völdin. Og þótt fáir tækju mark á því í fyrstu færðust þeir smátt og smátt í auk- ana. Sjóliðar af Áróru og slangur af bolsévíkum réðust inn Vetrarhöll- ina; þar voru engir til varnar nema nokkrir stráklingar og herflokkur kvenna. Stjórnin lagði niður völd. Bolsévíkar hvarvetna út um landið tóku að haga sér eins og sá sem vald- ið hefur. í höfuðborginni náðu leifar bráðabirgðastjórnarinnar ekki Rússneska byltingin Bolsévikar höfðu vissulega verulegt fylgi en þó var alls ekki sjátfgefíð að þeir næðu völdum. Nikulás II Rússakeisari Hann varfarinn frá völdum þegar þolsévikar rændu völdum i Rússlandi en alger óreiða rikti enn í landinu. vopnum sínum. Óbilandi sjálfs- traust Leníns leiðtoga bolsévíka og leiftrandi herkænska Trotskís tóku að hafa áhrif. Það átti eftir að taka mörg ár og kosta ægilegt borgara- stríð og hryllilegt blóðbað en að lok- um höfðu bolsévíkar vissulega rænt öllum völdum í hinu víðáttumikla flæmi Rússlandi. Það er kallað rússneska byltingin og er áreiðanlega áhrifamesti at- burður tuttugustu aldar. Enginn einn atburður á öldinni varpaði jafn löngum - og dimmum - skugga yfir alla veröldina næstu áratugi og menn súpa enn seyðið af þessu kvöldi þegar herflokkarnir fámennu fóru út á götu og tóku pósthúsin og stilltu sér upp við brýrnar. Borgara- stríðið í Rússlandi, hungursneyð, hræðilegar hörmungar og alþýð- unnar í kjölfarið, hinar villimann- legu hreinsanir Stalíns, kúgun og fangelsanir, niðurlæging þjóðar- brota, kalda stríðið - hér er fátt eitt talið af afleiðingum byltingarinnar, sem þó mætti með réttu frekar kalla einfaldlega valdarán. Það merkilega er að ekkert af þessu var óhjákvæmilegt. Það sem hefði getað gerst Hin „alternatífa mannkynssaga", sem svo er kölluð á erlendum mál- um - mannkynssagan í viðtenging- arhætti mætti kannski nefna hana á íslensku - hún hefur sjaldnast verið í miklum metum með alvarlegum sagnfræðingum. Enda svo sem varla að furða, þeirra hlutverk er að skoða það sem gerðist, skrá það og túlka, en það hefur lengst af verið fyrir neðan þeirra virðingu að fabúlera um það sem hefði getað gerst. Af- leiðingin er sú að menn hneigjast til að líta á rás sögunnar sem óhjá- kvæmilega; það sem gerðist hlautað gerast og ekkert annað kom til mála. Þetta er skiljanleg afstaða en í reynd takmarkar hún að vissu leyti skiln- ing manna á sögunni og hugleiðing- ar um það sem hefði getað gerst eru meira en fánýt hugarleikfimi furðu- fugla. Það er til dæmis markvert íhug- unarefni hverju það hefði breytt í veraldarsögunni á 20. öld ef bolsé- víkar hefðu mætt mótspyrnu í Petr- ograd þessa nótt í nóvember. Því það munaði svo litlu að aUt hefði farið út um þúfur. Leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar eftir febr- úarbyltinguna var Alexander Keren- skí, ungur maður og hafði verið skörulegur andstæðingur keisarans en reyndist ekki þess umkominn að koma á stöðugleika í því umróti sem brotthvarf Nikulásar II hafði í för með sér. Bara ef Kerenskí hefði verið örlítið röggsamari, segja menn stundum, þá hefðu bolsévfkar aldrei náð að skipuleggja sig, hvað þá hrifsa til sín völdin. En hann áttaði sig ekki á hættunni sem frá þeim stafaði og mestur tími hans fór í ráðabrugg gegn öðrum andstæðing- um. Síðla sumars 1917 skarst til dæmis í odda milli hans og Kornilovs, æðsta hershöfðingja bráðabirgðastjórnarinnar. Kornilov gerði uppsteyt en var kveðinn í kút- inn í bUi. Ef hann hefði enn verið til staðar í höfuðborginni í nóvember hefði jafnvel dirfska þeirra Leníns og Trotskís ekki dugað til að ná völdun- um. Og það munaði minnstu að jafn- vel þótt ekki stafaði hætta af Kornilov, þá létu bolsévíkar ekki til skarar skríða. Meirihluti miðstjórn- arinnar í flokki bolsévíka var lengst af andsvígur tilraunum til valdaráns. „Algjört brjálæði," sögðu menn, „og dæmt til að misheppnast." Þeir vildu í staðinn halda áfram að byggja upp stuðning við bolsévis- mann í ráðum verkamanna sem hefði kannski á endanum getað fært þeim völd en var afar hægfara leið. En Lenín sat við sinn keip og bolsé- víkar fóru af stað þetta kvöld; en jafnvel þá hefði svo ótal margt getað misheppnast. Bara ef einn röggsam- ur herforingi hefði haft dug í sér til að munstra menn til að hrekja þessa fámennu flokka bolsévíka af brún- um Og úr pósthúsunum, þá hefði öllu verið lokið. Og hvað hefði það þýtt? Þrír möguleikar koma þar eink- um til mála - ef menn bara hugsuðu sér sögu Rússlands kannski hálfan annan áratug fram í tímann frá þessu nóvemberkvöldi. Fyrsti möguleiki: Kerenskí Kerenskí hefði hugsanlega tekið á sig rögg og náð tökum á ástandinu og sú þróun tU vestræns lýðræðis, sem var draumur og markmið bráðabirgðastjórnarinnar, hefði get- að haldið áíram. Hér er rétt að hafa í huga að þótt bolsévíkar hafi eftir valdarán lagt þunga áherslu á að þeir hefðu hrifsað völdin af frum- stæðri einveldisstjórn keisarans og tekið við Rússlandi sem enn hefði verið í greipum miðalda, þá var sú mynd ekki allskostar rétt. í fyrsta lagi tóku bolsévíkar nátt- úrlega ekki völdin af keisaranum. Það voru aðrir sem sáu um að reka hann úr hásætinu. í öðru lagi var keisarastjórnin vissulega lamandi og þrúgandi drag- bítur á allar framfarir í Rússlandi en þróun til nútímaþjóðfélags var þó hafin og orðin býsna hraðskreið í landinu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Kerenskí Leiðtogi bráðabirgða- stjórnarinnar. Bara efhann hefði haft bein i nefínu, þá hefðu bolsévikar aldrei náð völdum. Iðnvæðing óx hröðum skrefum, borgarastéttinni var mjög að vaxa fiskur um hrygg. Rússland var satt að segja á góðri leið til nútímans, bara ef tekist hefði að losna við keisarann. Og þótt fyrri heimsstyrj- öldin hefði aldrei brotist út, þá er ekki vafi á að keisaranum hefði fljót- lega verið steypt - eða hann neyddur til að verða valdalítil silkihúfa í þing- bundnu lýðræðisríki eins og t.d. tíðkaðist þá þegar í Bretlandi og vfð- ar. Það var í reynd heimsstyrjöldin og þær hörmungar sem hún og óhæf herstjórn keisarans höfðu í för með sér sem sköpuðu þá ólgu er gerði bolsévíkum kleift að grassera. Þessi möguleiki á Rússlandi sem vestrænt lýðræðisríki verður þrátt fyrir allt að teljast fremur vafasamur, úr því sem komið var. Kerenskí var einfaldlega ekki mikill bógur og það rúma hálfa ár sem liðið var frá því keisarinn hrökklaðist frá hafði held- ur ekki dugað til að fram kæmu aðr- ir lýðræðislega sinnaðir stjórnmála- menn sem hrifið gætu fjöldann með sér. Og þótt framfarir hefðu verið komnar á skrið í landinu fyrir heims- styrjöldina og vísir að lýðræði, þá var sú þróun sennilega bara of skammt á veg komin til að hún hefði getað hrósað sigri - að minnsta kosti eins og komið var í landinu eftir þriggja ára hörmungar og heimsstyrjöld. En setjum nú svo að þetta hefði getað gerst - hvernig hefði saga lýð- ræðisríkisins Rússlands (undir stjórn Kerenskís forseta) getað orð- ið? Kereneskí hefði áreiðanlega farið hrakfarir á vígveUinum gegn Þjóð- verjum. Ef stjórn hans hefði lifað það af og staðið ásamt öðrum bandamannaþjóðum yfir höfuðs- svörðum Þýskalands hefði bandalag Rússa, Frakka og Breta áreiðanlega orðið þétt og gott næstu árin og jafn- vel áratugina - þótt mismunandi hagsmunir þessara þáverandi stór- velda hefðu fyrr eða síðar skapað einhverja togstreitu milli þeirra. Hið sigraða Þýskaland hefði varla haft svigrúm til að reyna að reka fleyg á milli þeirra, eins og Hitler tókst um síðir að sundra um tíma andstæð- ingum sínum í seinni heimsstyrjöld- inni. Eftir sem áður má telja sennilegt að Þjóðverjar hefðu reynt að rísa úr öskustó Versalasamningsins 1919 (sem hafði í för með sér mikla niður- lægingu fyrir þá) með því að vígbú- ast og jafnvel fara með hernaði á hendur nágrannaríkjum en sá hern- aður hefði næstum áreiðanlega eng- an veginn orðið jafn ógurlegur og raun bar vitni. Komist hefði verið hjá stórum hluta af hryUingi síðari heimsstyrjaldar. Annar möguleiki: Kornilov Kornilov eða einhver annar af helstu herforingjum rússneska hers- ins hefði vel getað tekið völdin í kjöl- far þeirrar upplausnar sem varð eft- ir febrúarbyltinguna. Kornilov var afar metnaðargjarn og átti eftir að láta mjög að sér kveða í borgara- styrjöldinni sem í hönd fór, þótt hann biði um síðir ósigur. Ef bolsé- víkar hefðu ekki verið búnir að ná að treysta stöðu sína eftir valdaránið í nóvember, þá er ekkert sennilegra en að Kornilov hefði getað eflst svo að hann hefði getað rænt völdunum úr höndum Kerenskí-stjórnarinnar. Ef ekki Kornilov, þá t.d. Anton Denikin, sem var annar helsti her- foringi hvítliða í borgarastyrjöldinni. Hvers konar stjórn Kornilov hefði komið á fót er vitaskuld óvíst. Sumir héldu því fram að Kornilov ætlaði sér að gera Alexei ríkisarfa, hinn dreyrasjúka son Nikulásar II, að keisara þótt hann sjálfur hefði öU völdin í sínum höndum - aðrir töldu að Kornilov ætlaði sér beinlínis að krýna sjálfan sig keisara. Líklegast verður þó að telja að Kornilov (eða Denikin) hefðu einfaldlega stjórnað sem einræðisherrar, eitthvað í lík- ingu við það sem Benito Mussolini gerði nokkru síðar þegar hann tók völdin á Ítalíu. Og að slíkt hvídiða- stjórn hefði fljótlega þróast yfir í þjóðernissinnaðan fasisma. Rússland sem hægrisinnað fas- istaríki, til að byrja með f nokkuð nánum tengslum við bandamenn í Kornilov Helsti herforingi Rússlands og hefði getað orðið einræðisherra í stíl Mussolinis eða Hitlers. vestri, er alveg óútreiknanlegt fyrir- bæri. Það er til dæmis engin leið að segja til um hvernig utanríkispólitík þess ríkis hefði orðið - hvort Kornilov og Denikin hefðu til dæmis lagt áherslu á bandalag sitt við Breta og Frakka eða hvort þeir hefðu ýtt undir og stutl þær fasistastjórnir aðrar sem um síðir risu upp á Ítalíu og í Þýskalandi. Það má hins vegar reikna með að innanlands hefði slík stjórn fljótt gripið til umfangsmikillar og harðrar kúgunar á þeim þegnum sem sýndu minnsta vott óánægju með stjórnar- farið. Árni Bergmann fyrrverandi rit- stjóri hélt því til dæmis fram í út- varpsþætti fyrir margt löngu, þar sem þetta mál var til umfjöUunar, að alls óvíst væri hvort fasistastjórn Kornilovs eða Denikins hefði orðið hótinu skárri en hin ægilega ógnar- stjórn Stalíns. Ekki er að vísu öruggt að fasísk harðstjórn hefði orðið jafn skipulögð í kúgun sinni og ógn og stjórn Stalíns reyndist vera, en það kann þó vel að vera. Þeir Kornilov og Denikin voru að minnsta kosti engir lýðræðissinnar eða unnendur óheftrar tjáningar, þótt ósigur þeirra og annarra hvítliða í borgarastyrj- öldinni hafi gert að verkum að menn hneigjast tU að telja þá ívið skárri en rauðliða Stalíns. Það er því ekki víst að valdataka hvítliða hefði orðið neitt verulega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.