Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 23
rrv Fókus
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 23
Það er því ekki víst að
valdataka hvítliða
hefði orðið neitt veru-
lega skárri fyrir íbúa
Rússlands heldur en
ógnarstjórn kommún-
ista.
skárri fyrir íbúa Rússlands heldur en
ógnarstjórn kommúnista. Hins veg-
ar má leiða að því rök að slík fasista-
stjórn hefði aldrei haldið velli jafn
lengi og stjóm bolsévíka gerði.
Hitt er einnig spurning hvort fas-
istastjórn - eða þó ekki væri nema
hægrisinnuð einræðisstjórn - hefði
aukið möguleika Hitlers og nasista á
að ná völdum í Þýskalandi. Stór
þáttur í þeim stuðningi sem nasistar
öðluðust í Þýskalandi byggðist á ótta
við hina voðalegu kommúnista í
Rússlandi. Ef sá ótti hefði ekki verið
fyrir hendi er ólíklegt að Hitler hefði
náð völdum, jafnvel ekki með öllum
sínum vel heppnaða óhróðri gegn
Gyðingum sem var hinn aðalþáttur-
inn í velgengni hans. Og ef Hitler
hefði ekki náð völdum í Þýskalandi
hefði síðari heimsstyrjöldin orðið
með allt öðrum hætti. Þjóðverjar
hefðu vel getað farið í stríð en það
hefði ekki orðið það allsherjarstríð
sem raun var á og „lokalausnin"
gegn Gyðingum hefði ekki átt sér í
neinni viðlíka mynd og raunin varð.
Þriðji möguleikinn: Stalín
Stalín eða einhver annar leiðtogi
róttækra kommúnista hefði samt
sem áður getað náð völdum, þótt
síðar hefði orðið - ef þessi fábrotna
byltingartilraun aðfaranótt 7. nóv-
ember 1917 hefði farið út um þúfur.
Þessi möguleiki kemur vissulega til
álita, en þó verður að teljast útilokað
að Stalín sjálfur hefði orðið þar í að-
alhlutverki. Hann náði völdunum
einfaldlega af því hann var réttur
maður á réttum stað á réttum tíma -
og hefði aldrei komist til metorða
öðruvísi.
Bolsévíkar voru aðeins einn hóp-
ur af mörgum í flóru róttækra
vinstrisinna sem létu að sér kveða í
umrótinu í Rússlandi og það má
hugsa sér að einhver þeirra, annar
en bolsévíkar, hefðu getað náð um-
talsverðum stuðningi, til dæmis ef
Kornilov eða Denikin hefðu reynt að
hrifsa til sín völdin en ekki tekist. Þá
hefði hugsanlega komist á fót ein-
hver vægari útgáfa af bolsévfka-
stjórninni - eða jafnvel einhvers
konar sósíalistastjórn.
Möguleikinn er fyrir hendi en svo
óljós að varla verður reiknað út hvað
hefði getað gerst. Nema hvað eftir
Stalin Einhver annar leiðtogi róttækra
sósialista hefði getað náð völdum i
Rússlandi þótt Lenin hefði mistekist.
sem áður er nærri víst að afleiðingar
hefðu ekki orðið jafn skelfilegar og
raun bar vitni - ef þessum fámennu
flokkum bolsévíka hefði mistekist
ætlunarverk sitt hina örlagaríku
nótt.
í heild er niðurstaðan að valda-
rán bolsévíka var senniíega versta
hugsanlega niðurstaðan sem mann-
kynssagan hefði getað komist að.
Það hafði ekki aðeins í för með sér
ólýsanlegar hörmungar fyrir íbúa
Rússlands áratugum saman, heldur
sennilega líka valdatöku nasista í
Þýskalandi og þar með útrýmingar-
búðirnar illræmdu. Önnur afleiðing
var svo hinn algeri ósigur Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni - sem aldrei hefði
orðið jafn afgerandi ef við aðra
stjórn þar hefði verið að eiga - sem
aftur hafði í för með sér að Sovét-
menn náðu yfirráðum yfir hálfri Evr-
ópu. Fyrir Vestur-Evrópumenn
þýddi þetta til dæmis að Winston
Churchill hefði aldrei verið kallaður
til valda í Bretlandi, Franklin Roos-
ewelt hefði áreiðanlega mistekist að
leiða Bandaríkjamenn til þátttöku í
seinni heimsstyrjöldinni í Evrópu
(en það tókst honum fyrst og fremst
með því að benda á hina siðlausu
stjórn nasista) og í Bandaríkjunum
hefði sú einangrunarstefna, sem fyr-
ir naut mikils fylgis, eflaust ráðið
ríkjum langt fram eftir 20. öld.
Enda hefði ekkert orðið af Kalda
stríðinu. Og þar sem við lifum nú í
veröld sem er mótuð af Kalda stríð-
inu, þá erum við enn að súpa seyðið
af aðgerðum þessara fáu bolsévíka
sem Lenín og Trotskí sendu út á göt-
urnar að taka brýrnar í Petrograd og
hernema pósthúsin.
iitugi@dv.is