Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 28
28 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus DV
Að venju er plötuút-
gáfa með rólegra
móti fyrstu mánuði
ársins. Á mánudaginn
kemur í verslanir
fyrsta stóra útgáfan á
árinu 2004, en það er
nýplata frá frönsku
hljómsveitinni Air,
Talkie Walkie, sem er
þeirra þriðja eigin-
lega pata. Trausti Júlí-
usson gægðist inn í
heim þeirra Jean-Ben-
oit Dunckel og Nicolas
Godin.
Fyrsta plata frönsku hljómsveit-
arinnar Air, Moon Safari, sem kom
út árið 1998 er ein af þessum full-
komnu ffumsmíðum sem koma eins
og himnasending inn á tónlistar-
markaðinn. Síðan eru liðin sex ár og
þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas
Godin hafa brallað eitt og annað
með nokkuð misjöfnum árangri.
Eftir helgina kemur út ný Air plata,
Talkie Walkie. Frábær plata sem
sýnir að það er algerlega ótímabært
að afskrifa þessa rólyndu og smekk-
vísu drengi. En fyrst smá upprifjun.
Hittust í menntaskóla
Jean-Benoit og Nicolas ólust báð-
ir upp í Versölum sem er úthverfi
Parísar. Þeir kynntust samt ekki fyrr
en þeir byrjuðu í sama menntaskól-
anum. Jean-Benoit var þá í nýbylgju-
hljómsveitinni Orange m.a. ásamt
Alex nokkrum Gopher sem seinna
átti eftir að láta mikið að sér kveðja í
frönsku tónlistarlífi. Það var Alex sem
kynnti Nicolas til sögunnar sem nýj-
an meðlim í Orange. Alex hætti fljót-
lega í sveitinni, en þeir Jean-Benoit
og Nicolas héldu áfram og árið 1995
hafði Orange þróast yfir í Air. Fyrstu
útgáfur hljómsveitarinnar voru smá-
skífur íyrir bresku trip-hop útgáfuna
Mo Wax (Modular) og fyrir hina
frönsku Source (Casanova 70 og Le
Soleil Est Pres De Moi). Það var hins-
vegar með fyrstu stóru plötunni,
Moon Safari, sem hljómsveitin sló í
gegn. Platan innihélt m.a. lögin Sexy
Boy og Kelly Watch The Stars sem
náðu töluverðum vinsældum. Tón-
listin var undir miklum áhrifum frá
frönsku poppi sjöunda áratugarins
og raftónlist þess áttunda, en notkun
þeirra á gömlum hljóðgerflum setti
mikinn svip á hljóm plötunnar. Út-
koman var seiðandi og stemningar-
fullt popp sem hljómaði ferskt og nú-
tímalegt.
Fara sínar eigin leiðir
Moon Safari seldist vel og það
hefði sennilega verið hyggilegast fyrir
hljómsveitina að skella sér beint í að
taka upp aðra plötu í svipuðum dúr.
En Jean-Benoit og Nicolas hafa alltaf
farið sínar eigin leiðir. Þeirra næsta
verkefni var tónlist við kvikmynd
Sofiu Coppola, Virgin Suicides. Hún
kom út á samnefndri plötu snemma
árs 2000, en önnur eiginleg plata
sveitarinnar, 10.000 Hz Legend kom
svo út vorið 2001. Hún var töluvert
ólík Moon Safari, á henni voru þyngri
lagasmfðar og dimmari hljómur.
Engu að síður ffn plata. Síðan hún
kom út hefur sveitin svo haldið áfram
að fara sínar eigin sérviskulegu leiðir.
Fyrst var það heljarinnar tónleikaferð
(ekkert sérviskulegt við það!), þá
remix-platan Everybody Herz sem
kom út 2002, en eftir hana fóru þeir í
hljóðver til þess að semja nýtt efni.
Það gekk vel og þeir voru fljótlega
komnir með grunn að 40 lögum I
staðinn fyrir að vinna þá áfram fyrir
næstu plötu notuðu þeir 18 laganna
sem baksviðstónlist fyrir lestur
ítalska rithöfundarins AJessandro
Barrico á skáldsögunni Cify. Þær
upptökur komu út í fyrra á plötunni
City Reading. Á henni spila Air á
meðan Alessandro les söguna sína á
ítölsku. Og ekki nóg með það. 19 lög-
um splæstu þeir á nútímaballettinn
Near Life Experience eftir dansliöf-
undinn Angelin Preljocaj. En nú er
semsagt loksins að koma ný alvöru
Air plata. Sú þriðja í röðinni.
Tónlist og kynlíf
Meðlimir Air lýstu fyrstu plöt-
unni sinni sem erótík, en sögðu aðra
plötuna vera klám. Þegar þeir voru
minntir á þetta í nýlegu viðtali og
spurðir um það hvað þriðja platan
væri, þá sögðu þeir þetta: „Okkar
tónlist hefur alltaf snúist um kynlíf,
en nýja platan er um augnablikið
eftir kynlífið. Það sem Frakkar kalla
„le petit mort" eða litla dauðann.
Þegar þú færð fullnægingu og ferð
svo á flug. Hún fjallar um losunina."
Svo mörg voru þau orð. Þeir Jean-
Benoit og Nicolas tengja kynlíf ann-
ars mjög sterkt við tónlistina og
segja t.d. að tónlist verði alltaf að
vera sexí. Kannski til þess að undir-
strika það fengu þeir klámmynda-
leikstjórann Kris Kramski til þess að
leikstrýra myndbandinu við nýja
lagið þeirra, Cherry Blossom Girl
sem fjallar um „unga stúlku sem
glatar sakleysinu".
Tónlistin á nýju plötunni er í
raun mun nær Moon Safari heldur
en 10.000 Hz Legend. Þetta er mýkri
og poppaðri plata, en hljómurinn
hefur samt þróast. Það má gera ráð
fyrir því að tveir af samstarfsmönn-
um þeirra á plötunni hafi haft sér-
staklega mikil áhrif, annars vegar
Radiohead pródúserinn Nigel
Godrich og hins vegar strengjaút-
setjarinn Michel Colombier sem
hefur unnið með ekki minni snill-
ingum en Serge Gainsbourg, Mich-
ael Jackson, Beach Boys og Prince...
Sérstaklega heilsteypt og
flott plata
Það eru 10 lög á Talkie Walkie.
Sjö þeirra eru sungin og þrjú instrú-
mental. í þetta skiptið syngja þeir
Jean-Benoit og Nicolas öll lögin
sjálfir en fá ekki til liðs við sig utan-
aðkomandi söngvara. Með fyrsta
upplagi plötunnar fylgir DVD-
plata. Á henni er 35 mínútna tón-
leikamynd, Electronic Performers,
þar sem þeir spila fimm lög og þeim
er fylgt eftir á.milli tónleika. Þeir eru
ýmist að tala við blaðamenn (oft á
illskiljanlegri ensku!), spá í það
hvort David Bowie hafi verið á tón-
leikunum (Er hann ekki á Italíu?)
Heldurðu að hann hafi verið að
horfa?),skoða landakort eða að fá
upplýsingar um næstu vínyl-plötu-
búð hjá vegfarendum. Gott efni.
Tónleikarnir sjálfir eru líka flottir,
þeir eru með hljómsveit með sér og
svo er Jean-Benoit á bassanum og
Nicolas á bakvið hljóðgerfla og
hljómborðasamstæður. Það fer
sæluhrollur um mann þegar fyrstu
tónarnir af La Femme D’Argent
hljóma í uppklappinu...
Ég veit ekki hvort Air eiga eftir að
vera áberandi á síðum tónlistar-
blaðanna á næstunni. Kapphlaup
fjölmiðlanna virðist oft standa um
það að vera fyrstir með einhver ný
andlit. Nýja frelsara sem eiga að
vera betri en allt annað. En þó að
Air séu kannski ekki alveg það
nýjasta í dag þá er Talkie Wafkie
frábær plata sem á skilið að fá mikla
athygli. Það er ekki veikur punktur
á henni, - þessi 10 lög eru öll af-
bragð. Ef hún segir eitthvað um
poppárið sem er í vændum þá eig-
um við von á góðu.