Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 31
DV Fókus
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 31
r
Björgólfur Guömundsson
i að geta sakkiö
smiðurinn á bak við sameininguna,
sem átti sér stað sumarið 2000, og
varð síðar framkvæmdastjóri hins
nýja fyrirtækis.
Eins og áður sagði var Mál og
menning nokkuð sterkt félag fjár-
hagslega þegar sameiningin átti sér
stað. Fyrirkomulag samrunans var
þó ekki með þeim hætti að nýtt fé
væri lagt inn í Eddu heldur voru
eignarhlutföllin jöfn og reiknuð út
frá framlagi Vöku-Helgafells. Það
sem Mál og menning hafði umfram
Vöku-Helgafell var síðan fært inn
sem skuld við Mál og menningu í
efnahagsreikningi Eddu. Þannig var
Edda vanfjármögnuð frá upphafi, en
haldið var áfram að reka félögin tvö
hvort í sínu lagi undir merkjum hins
nýja fyrirtækis. Bókaforlögin sem til-
heyrðu Eddu eftir sameiningu voru
því Mál og menning, Forlagið, Vaka-
Helgafell, Aimenna bókafélagið og
svo Iðunn og Þjóðsaga.
Edda miðlun og útgáfa hf. hófst
þegar eftir sameiningu að færa sig
inn á ný svið og stækka þau sem fyr-
ir voru. Fyrirtækið flutti að auki í nýtt
húsnæði og stofnaði dreifingarmið-
stöð og tónlistardeild með tilheyr-
andi kostnaði. Vaxtarmöguleikarnir
voru ofmetnir og fjárhagslegur styrk-
ur einnig. Verðmætamat fyrirtækj-
anna hafði ekki verið unnið nægilega
vel og ári eftir sameiningu áttuðu
menn sig á því að þeir hefðu einfald-
lega keyrt fram úr sjálfum sér.
Klúðra málunum á einu ári
Á sama tíma og þetta gerðist varð
mikill samdráttur í þjóðfélaginu og
mikill viðbótarkostnaður vegna sam-
einingarinnar kom í ljós. Efnahags-
reikningar fyrirtækjanna tveggja
höfðu heldur ekki verið skoðaðir
nægilega vel og engar áreiðan-
leikakannanir gerðar á þeim, eins og
oft tíðkast. Fljótlega tók því mikill
rekstrarvandi að myndast vegna sam-
dráttar í tekjum, auk þess sem sam-
legðaráhrif sameiningarinnar skiluðu
sér mjög seint.
Fyrir sameiningu hafði Mál og
menning verið rekin á sérstakan hátt.
Fornar aðferðir vom notaðar í bók-
haldi, höfundarréttargreiðslur greidd-
ar rithöfundum eftir hentisemi og
laun flestra starfsmanna voru í lægra
lagi. Samt gekk dæmið alltaf upp.
Vaka-Helgafell var hins vegar rekið á
nútímalegri hátt þar sem markmiðið
var skýrt - að skila hagnaði. Þegar af
sameiningunni varð var Halldór Guð-
mundsson tregur til að tileinka sér
nýjar starfsaðferðir, enda hafði Mál og
menning nánast rekið sig sjálf. Hann
hefur því líklega haldið að þær aðferð-
ir gengju áfram og reiknaði ekki með
ýmsum þáttum sem áttu eftir að draga
úr tekjum hins nýja félags. Halldór
sagði gjarnan „góðar bækur finna sína
kaupendur" og rak fyrirtækið í raun
með því hugarfari - falleg hugsun en
líklega ekki sú árangursríkasta ef
menn vilja reka stórfyrirtæki og keyra
um á fínum jeppa, líkt og hann gerði á
þessum tíma. Loks, ári eftir að íyrir-
tækið hafði verið stofnað, áttuðu
menn sig svo á þvf að Edda væri í mikl-
um vanda stödd og þyrfti nýtt hlutafé
upp á 100 milljónir til þess að geta
starfað áfram. Bækurnar höfðu ekki
fundið sína kaupendur og félagið
skuldaði þá meira en 30 milljónir í höf-
undarréttargreiðslur, auk þess sem
eignir höfðu verið oftaldar og skuldir
vantaldar.
Björgólfur til bjargar
Forsvarmenn Eddu leituðu því til
Björgólfs Guðmundssonar, snemma
árs 2002, um að koma með nýtt fjár-
magn inn í fyrirtækið. Langt samn-
ingaferli fór þá af stað sem endaði
með því að Björgólfur skráði sig fyrir
hlutaíjáraukningu í Eddunni upp á
100 milljónir, undir lok maí 2002. Þá
seldu Ólafur Ragnarsson og fjölskylda
hans sinn hlut í félaginu. Við þetta
eignaðist Björgólfur 68% í fyrirtækinu
en nokkrir aðilar frá Máli og menn-
ingu töldu sig bera skarðan hlut frá
borði við samningana, Loftkastalarn-
ir, sem byggðir vom í kringum Eddu í
upphafi, urðu henni þannig að falli.
í stuttu máli hefur
Mál og menning farið
iír því að vera sjálfs-
eignarstofnun með
stöðuga innkomu og
góða markaðsstöðu
yfir í stórfyrirtæki þar
sem allt fór úrskeiðis
og er nú í eigu auð-
jöfurs.
Menn ætluðu sér um of, vönduðu
ekki sameiningarferlið og náðu
þannig að koma sér í tóm vandræði á
innan við ári.
Síðasta eitt og hálft árið hefur Edda
svo hægt og rólega verið að draga sam-
an seglin. Sem dæmi má nefna að
starfsfólki hefur fækkað, tímaritadeild
og tónlistarsviðið fyrirtækisins vom
seld og nú síðast bámst fregnir af því
að eitt af bókaforlögunum sem undir
Edduna heyrðu, Forlagið, hefði verið
lagt niður. Þá hefur DV heimildir íyrir
því að til standi að leggja einnig niður
Iðunni og Þjóðsögu, þannig að eftir
munu standa þrjú bókaforlög.
Af hverju sameining?
Margir kunna því að spyrja þeirrar
spurningar af hverju Halldór Guð-
mundsson haii viljað þessa samein-
ingu þegar Mál og menning hafði eins
góða stöðu á markaðnum og raun bar
vitni. Félagið stóð undir sér sjálft, hafði
stöðugan markað og rekstur, enda
með marga af vinsælustu rithöfund-
um landsins á borð við Guðmund
Andra Thorsson, Hallgrím Helgason
og Einar Má Guðmundsson á sínum
snæmm. Félagið var kannski ekki vel
rekið en skilaði þó alltaf hagnaði og
átú í raun ekki að geta klikkað.
Sjálfur hefur Halldór sagt að
ákveðin stöðnun hafl verið í félaginu
og ekki hafi verið hægt að komast
lengra í framþróun. Þess vegna var
hafist handa við að byggja loftkastala
sem greinilega stóð ekki undir sér.
Mál og menning á nú minnihluta í
Eddu, Halldór er horfinn á braut og
margir af þeirn sem áður tilheyrðu
Máli og menningu em ósáttir við
hlutskipti sitt eftir að Björgólfur eign-
aðist meirihlutann. Fjöldi rithöfunda
hefur því á síðustu árum fært sig frá
Máli og menningu yfir til annarra for-
laga. I stuttu máli hefur Mál og menn-
ing farið úr því að vera sjálfseignar-
stofnun með stöðuga innkomu og
góða markaðsstöðu yfir í stórfyrirtæki
þar sem allt fór úrskeiðis og er nú í
eigu auðjöfurs.
„Félagið átti sig að
mestu sjálft og var
utanaðkomandi að-
ilum svo gott sem
óháð. Höfðu menn á
orði að félagið væri
komið í þástöðu að
það ræki sig sjálft -
hafði góða mark-
aðsstöðu og stöðug-
ar tekjur þannig að
erfitt var að klúðra
rekstrinum."