Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
| V
HS'
DV-mynéUiVA
SiliSlP
Kenndi hund-
inum Hitlers-
kveðju
Þýskur kaupmaður var
dæmdur í 13 mánaða fang-
elsi fyrir að kenna hundin-
um sínum „Hitlers-kveðj-
una“. Kaupmaðurinn, Rol-
and Thein, var dæmdur á
grundvelli laga sem banna
hvers kyns nasistaáróður.
Fjöldi fólks varð vitni að því
þegar Roland skipaði
hundinum, sem heitir
Adolf, að herma eftir
Hitlers-kveðjunni með því
að lyfta annarri framlopp-
unni. Roland mætti fyrir
rétt í stuttermabol með
mynd af barni sem leit út
eins og Hitler. Roland fékk
einnig dóm fyrir að hrópa
„Heil Hitler" inni í verslun-
armiðstöð.
Á að leggja
niðurforset-
ann?
„Það á að leggja niður forseta-
embættið afþví að það er
valdalaust og kostnaðarsamt.
Það eru leifar gamla danska
kóngsríkisins. Forsetinn er
vandræðalegur staðgengill
Danakonungs. Hitt væri miklu
eðlilegra að sýna elsta þjóð-
þingi heims, Alþingi, þann
sóma að forseti þess gegndi
þjóðhöfðingjaskyldum, sem
eru að taka á móti nokkrum
þjóðhöfðingjum á sumrin og
hengja fálkakrossinn tvisvar á
ári á fjölda góðborgara."
Grunnskólakennarar vilja minni kennsluskyldu, tuttugu nemendur að hámarki í
bekk og 250 þúsund króna byrjunarlaun. Kjaraviðræður eru að hefjast. Kennarar
eru tilbúnir að fylgja kröfum sínum eftir með aðgerðum.
vilia 43% launahækkun
„Meginkröfur okkar eru að byrjunarlaun
hækki úr 175 þúsundum í 250 þúsund, og að
kennsluskylda lækki úr 28 kennslustundum á viku
í 24, eins og hún er í framhaldsskólum, svo menn
fái aukinn tíma til undirbúnings," segir Finnbogi
Sigurðsson, formaður samninganefndar grunn-
skólakennara, sem lagði fram kröfur sínar fyrir
helgi. Samningar eru lausir 31. mars.
„Þá viljum við setja hámark á fjölda í hverj-
um bekk. Meðaltalið í Reykjavík er t.d. nítján
nemendur í bekk, en það segir lítið því breyti-
leikinn er mikill og sums staðar fer fjöldinn yfir
þrjátíu," segir Finnbogi. Hann segir að kennar-
ar vilji miða við 20 nemendur í hverjum bekk
að hámarki, þótt það geti verið mismunandi
eftir aldurshópum. Hugmyndin er að innleiða
svipað kerfi og er á leikskólum, og búa til eitt-
hvað sem heitir „nemendagildi". Þá gæti fatlað-
ur nemandi eða nemandi með þroskafrávik
verið jafngildi tveggja eða þriggja nemenda.
93% félagsmatma Félags
grunnskólakennara eru tílbú-
in að fytgja kröfugerðinni eftír
með aðgerðum.
Með einn slíkan nemanda í bekknum yrði há-
marksfjöldinn í bekknum þar af leiðandi
sautján.
Engin verkföll síðast
„Við höfum ekki lagt neitt endanlegt mat á
kröfurnar; við þurfum að vera viss um að skilja
alla hluti rétt,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson,
formaður launanefndar sveitarfélaga, sem semur
við kennarana.
„Við munum fara fram á nánari skýringar á
næsta fundi okkar í vikunni," segir Birgir.
Grunnskólakennarar eru rúmlega 4300 talsins.
Engin verkföll voru við síðustu samninga fyrir
þremur árum, og gengu viðræður vel. Framhalds-
skólakennarar fóru aftur á móti í verkfall þá.
Tilbúnir í aðgerðir
„Maður veit aldrei fyrirfram hvernig mun ganga,
en menn eru náttúrlega að fara í þessa vinnu til að
ná samningum, ekki til þess að fara í verkföll eða
vera með einhver læti," segir Finnbogi. Spurður
hvort 43% launahækkun væri raunhæf, sagðist
hann sem minnst vilja segja um það.
Allir samningafundir fara fram í Karphúsinu
og mun ríkissáttasemjari leiða viðræðurnar. 93%
félagsmanna Félags grunnskólakennara eru tilbú-
in að fylgja kröfugerðinni eftir með aðgerðum.
Þetta kom fram í könnun sem félagið lét gera síð-
astliðið vor á viðhorfum félagsmanna til vinnu-
tíma, launa og fleiri atriða.
brynja@dv.is
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráöherra.
íbúi í Bolungarvík segist meta snjóflóðahættu sjálfur - rýmingarkerfið virki ekki
Neitaði að rýma hús sitt vegna snjóflóðahættu
„Nei/að mínu mati á ekki að
leggja forsetaembættið niður.
Ég held að sama hver gegnir
því hverju sinni sé það eittaf
þeim embættum sem þjóðin
lítur til og þess vegna hvílir
mikil ábyrgð á herðum hvers
þess einstaklings sem því
gegnir. Hver og einn forseti
setur sinn brag á embættið, en
það verður að vera innan
þeirra valdmarka sem stjórn-
arskráin kveður á um. Ég held
það sé afhinu góða þegar
hann getur hjálpað og stutt
við ýmis svið eins og menn-
ingu og atvinnufyrirtæki."
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, prófessor i stjórnmálafræði.
„Við viljum alls ekki búa þarna
áfram, það er ekki búandi við þessar
aðstæður, og það vita bæjaryfirvöld
alveg,“ segir Olgeir Hávarðarson, íbúi
við Dísarland í Bolungarvík, sem er á
snjóflóðahættusvæði. Olgeir neitaði
að yfirgefa húsið sitt á föstudag þegar
sýslumaður ákvað að rýma sjö hús
vegna snjóflóðahættu. Þurfti lögregla
að lýsa því yflr að hann væri handtek-
inn til að hann léti segjast. Segist lög-
reglan líta atvikið alvarlegum augum
og að Olgeir megi eiga von á kæru fyr-
ir uppátækið.
Árið 1997 féll snjóflóð á húsin í
hverfmu. Þau voru tekin eignarnámi,
og hafa staðið deilur um hversu háa
upphæð á að greiða fyrir þau. Eignar-
námsnefnd vill að greitt verði hærra
verð en ofanflóðasjóður samþykkir
að greiða. Til að fá úr þessu skorið fór
bærinn í mál við íbúana, af illri nauð-
syn, að sögn Soffíu Vagnsdóttur sem
sæti á í bæjarstjórn Bolungarvíkur.
„Við urðum að fá úr þessu skorið.
Við vonum að við töþum málinu því
þá verður greitt það verð fyrir húsin
sem eignarnámsnefnd ákvað, og bæj-
arbúar fá eitthvað nær raunvirði fyrir
eignir sínar," segir Soffía. Sú ákvörð-
un að fara í mál við íbúana var afar
umdeild, og er málið mjög viðkvæmt
í Bolungarvík. Málið er enn í dóms-
kerfinu, nú tveimur árum síðar.
Olgeir segist hafa neitað að fara úr
húsinu sínu á föstudag til að árétta
hversu seint gengur að ljúka máli
þessu. Auðvitað vilji hann flytja, enda
áhætta að búa á þessum stað í bæn-
um, en hann telur sjálfan sig þó ekki
hafa tekið of mikla áhættu á föstudag.
„Þegar skipunin kom um að rýma
húsin var veðrið gengið yfir, og veð-
urspá var hagstæð. Maður hefur eig-
inlega vaktað þetta sjálfur, og við fær-
um okkur stundum til í húsinu. Það
er nefnilega málið að þetta kerfi virk-
ar ekki hjá þeim. Þetta eru svona
happa og glappa aðferðir við rýming-
ar. Árið 1997 hefði orðið stórslys ef
við hefðum ekki farið úr húsinu áður
en snjóflóðið féll. Þá fengum við enga
skipun um að rýma húsið."
brynja@dv.is
Bolungar vík Olgeir Hávarðarson, ibúi
við Disarland í Bolungarvík, neitaði að
yfirgefa húsið sitt á föstudag.
Skólakrakkar að leik
Kennarar eru tilbúnir i að
gerðir til að fyigja eftir
kröfum sinum.
tm
Hann segir / Hún segir