Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Side 3
DV Fréttir MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 3 Af miðborg Reykjavíkur Nú er svo komið að mikið af því verslunarhúsnæði sem stendur til boða við Laugarveginn og víðar í miðbænum stendur autt. Má þar nefna hið svokallaða Top Shop hús, sem staðið hefur autt svo mánuðum skiptir. Húsnæðið þar sem verslunin Eva var til húsa árum saman stefnd- ur líka autt. Þá er húsnæði báðum megin við veitingastaðinn ftalíu autt, sem og húsnæðið við hliðina á Sævari Karli, þar sem íslandsbanki var áður til húsa. Fasteigna- og leiguverð á þessu svæði hefur þess vegna lækkað. Nýr og betri Laugarvegur? Ein af ástæðunum fyrir dræmri uppbyggingu á Laugarveginum er sú að þar er mikið af húsnæði sem byggt var á fyrri hluta síðustu aldar og svarar engan veginn þeim kröf- um sem gerðar eru um verslunar- húsnæði í dag. Mikið af þessu hús- næði er orðið lélegt, jafnvel hriplekt, og aðgengi fyrir viðskiptavini ábóta- vant. Stefnan hefur verið sú að þess- ir kofar sem þar standa eigi allir að vera friðaðir og hefur þetta staðið frekari framþróun á þessu svæði mjög fyrir þrifum. Nú stendur til að breyta út af þessari stefnu, rífa mörg þessara húsa og byggja upp.Er von- Kjallari TinnaTraustadóttir skrifar um miðborgarmál. andi að fjárfestar taki þeim mögu- leikum, sem við það skapast, fegins hendi. Margir eru hins vegar illa brenndir af áhuga- og skilningsleysi R-listans og því hætt við að þessi áform séu alltof seint fram komin. Það er t.d. óskiljanlegt af hverju ekki hefur verið byggð í miðbænum smærri verslunarmiðstöð þar sem væri bílastæðakjallari og nokkrar hæðir þar sem á einni hæðinni mætti kaupa matvöru og vín, fatnað á annarri, búsáhöld og annað sem við kemur heimilinu á einni hæð og veitingastaði og kaffihús á þeirri efstu. Víða erlendis er að flnna slíkar verslunarmiðstöðvar og má þar nefna Strikið í Kaupmannahöfn, Stokkhólm, London, París og Mílanó. Hugmyndasamkeppni Lands- bankans Það góða framtak sem Lands- banki íslands tók sér fyrir hendur á dögunum, þegar efnt var til hug- myndasamkeppni um miðbæ Reykjavíkur, er lofsvert og öðrum til eftirbreytni. Öllum var gefinn kostur á að taka þátt og viðbrögðin létu ekki á sér standa því um 500 manns skiluðu inn tillögum áður en frestur til þess rann út. Það verður því fróð- legt að sjá út á hvað þessar hug- myndir ganga og hvort einhverjar þeirra verða í framtíðinni að veru- leika og munu þannig styrkja mið- bæinn. Bílastæðaskortur og stöðu- mælasektir til trafala Nú er bara að bíða og sjá hvort R- listinn mun láta kné fylgja kviði í málefnum miðborgarinnar því það er ekki nóg að ætla sér að hefja þar loks uppbyggingu ef bflastæðamál eru ekki í lagi. Það heyrist glöggt á þeim sem stunda verslun í miðbæn- um að skortur á bílastæðum, og sú pólitík sem bílastæðasjóður hefur rekið með því að ganga hart fram í að sekta og rukka þá sem miðbæinn sækja, hefur komið mjög niður á verslun í miðborginni. Það verður því að fjölga bílastæðum í miðborg- inni og taka t.d. upp skífukerfi þar sem menn gætu lagt bílum sínum án þess að greiða háar sektir fyrir. Spurning dagsins Ef þú ættir kost á lýtaaðgerð, þér að kostnaðar- lausu, hverju myndir þú láta breyta? Andlitið erskráð vörumerki „Ég myndi fá mér... nei, það má víst ekki segja það opinberlega. Bíddu, ég get ekki breytt andlitinu þvíþað er skráð vörumerki. Það væri of kostnaðarsamt og ég er tiltölulega sáttur við lógóið. Kannski láta laga á mér neðri góm- inn og lita skeggið og hárið - efþað væri til staðar. Jú, og einn fæðingarþlett máttu fjarlægja. Nöglina á stóru tá hægri fótar má laga og hluta þumal- putta á hægri hönd vantar." Gauji litli „Engu. Ég vil hafa þetta ná- kvæmlega eins og það er!“ „Ég er hið full- komna sköp- unarverk og er alltafmjög sátturþegar ég lít í spegil. En ekki hvað?“ Sverrir Hermannsson. fyrrum alþingismaður Pálmi Gestsson leikari „Ég held ég myndi láta minnka nefið á mér, láta slípa það aðeins til. Kannski myndi ég skoða fleira eftir svona tíu ár, en ég er þokkalega sátt núna. Ég er samt á móti svona lögðu nema það sé eitthvað virkilega mikið að.“ „Ég er algjör- lega sátt við það sem ég hef. Þó finnst mér alveg sjálfsagt að fólk fari í lýta- aðgerðir, mér finnst ekkert athugavert við það. En ég er allavega ekki á leiðinni. Þótt ég fengi það frítt." Rakel McMahon, ungfrú island.is árið 2003 Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður Smárar nútímans Unnur Jónsdóttir skrifar: Ég las athyglisverða grein í Helg- arblaði DV þar sem fjallað var um Ragnar í Smára og sýningu á listaverkum úr hinu merka safni sem hann gaf ASÍ á sínum tíma. Þessi grein var fróð- leg og sömu- leiðis er virð- ingarvert að nafni Ragnars sé haldið á lofti, á þessum tímamótum þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. í þessu sam- bandi megum við þó ekki gleyma því að margir af sam- tíðarmönnum okkar eru miklir velgjörðarmenn menningar og lista og hafa veitt henni stuðning, hvort heldur er móralskt eða með pening- um. Á engan er hallað þótt þar séu Björgólfsfeðgar sérstaklega nefndir. Sýningu Ólafs Elíassonar hefðum við ekki fengið hingað heim nema með stuðningi litla Björgólfs og fyrir helgina kynnti Landsbankinn, undir Björgúlfur Guðmundsson. Lesendur forystu gamla Björgólfs, úrslit í hug- myndasamkeppni um framtíðarnýt- ingu miðborgarinnar. Mörg fleiri dærni af þessum toga, sem öll sýna að þótt við lifum á hverfulum tíma þar sem græðg- isvæðingin er yfir og allt um kring, eru í hópi þeirra sem loðnir eru um lófana líka til menn sem gefa með sér og styðja við góð málefni. Hins vegar er spurning hvort þeir þurfa alltaf að fá íjölmiðla til að greina frá slíku. Stundum er best að gera hlut- ina í hljóði.og hver veit nema sú sé raunin í mörgum tilvikum hjá þess- um mönnum. Þunglyndi Aldrei sannast að geðlyflækni. Skilningsleysi á geðsjúkdómum Jónas Gunnarsson, skrifar. Ég er einn af þeim sem eru and- lega laskaðir og fæ ékki skilning frá mínum nánustu. Ég missti heilsu þegar ég vann til sjós og fór að verða þunglyndur þegar ég hafði ekkert fyrir stafni. Mér þykja geðlæknar á íslandi óhóflega örlátir á geðlyf. Fólk getur orðið geðveikt á notkun þess- ara lyfja ef það er andlega tæpt fyrir. Það hefur aldrei sannast að geð- lyf lækni fólk. Á sínum tíma leið mér vel í Gunnarsholti, nema af lyfjun- um sem mér voru gefin. Geðhjúkr- unarkona kom hálfsmánaðarlega úr Reykjavík til að gefa mér sprautur, þessi lyf voru einnig til í töfluformi. Ég varð fyrir mótorhjóli þegar ég var sex ára. Fótbrotnaði og hlaut heilaskemmdir. Ég hef notað rispi- tal, það er vel auglýst lyf eins og fontex, sem átti að vera töfralyf en gerði ekkert gagn. Draga ætti úr notkun á róandi og örvandi lyfjum. Slíkt yrði stórsparnaður fyrir ríkið, því ekkert af þessum lyfjurn sem ég nefndi hafa gert mér gagn. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ruth Reginalds fer í ókeypis lýta- og fegrunaraðgerðir á vegum Stöðvar 2. &RÓBERTBANGSI B AR/V/AFAT AVER5L0N Bæjarlind 1-3 Kópavogi Sími 555 6688

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.