Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Page 21
DV Sport MÁNUDACUR 9. FEBRÚAR 2004 21 ENSKA URVALSDEILDIN úrslit: Aston Villa-Leeds 2-0 1-0 Juan Pablo Angel, víti (45.), 2-0 Ronny Johnsen (59.). Bolton-Llverpool 2-2 1-ONicky Hunt(ll.), 1-1 Sami Hyypia (51.), 2-1 Youri Djorkaeff (58.), 2-2 Steven Gerrard (69.). Everton-Man. Utd 3-4 0-1 Louis Saha (9.), 0-2 Ruud Van Nistelrooy (24.), 0-3 Louis Saha (29.), 1-3 David Unsworth (49.), 2-3 John O'Shea, sjálfsm. (65.), 3-3 Kevin Kilbane (75.), 3-4 Ruud Van Nistelrooy (89.). Middlesbrough-Blackburn 0-1 0-1 Jonathan Stead (39.). Newcastle-Leicester 3-1 1-0 Shola Ameobi (30.), 2-0 Gerry Taggart, sjálfsm. (37.), 3-0 Jermaine Jenas (59.), 3-1 Les Ferdinand (80.). Southampton-Fulham 0-0 Tottenham-Portsmouth 4-3 1-0 Jermain Defoe (13.), 1-1 Eyal Berkovic (39.), 2-1 Robbie Keane (42.), 2-2 LomanaTresor Lua Lua (73.), 3-2 Robbie Keane (79.), 3-3 Ivica Mornar (84.), 4-3 Gustavo Poyet (89.). Wolves-Arsenal 1-3 0-1 Dennis Bergkamp (9.), 1-1 loan Viorel Ganea (26.), 1-2Thierry Henry (58.), 1-3 KoloToure (63.). Man. City-Birmingham 0-0 Chelsea-Charlton 1-0 1-0 Jimmy Floyd Hasselbaink, víti (28.). Staðan: Liverp. Fulham A.Villa Bolton Birming. Soton Spurs M'Boro Blackb. 24 17 7 0 47-16 58 24 18 2 4 47-20 56 24 16 4 4 44-19 52 24 9 10 5 34-25 37 24 10 7 5 32-26 37 24 9 8 7 34-26 35 24 10 5 9 36-33 35 24 9 6 9 28-27 33 24 8 9 7 30-36 33 23 8 8 7 20-26 32 24 8 7 9 23-21 31 24 9 3 12 31-36 30 23 7 7 9 23-27 28 24 7 5 12 35-39 26 24 6 7 11 28-33 25 24 5 9 10 32-35 24 24 6 5 13 28-37 23 24 4 8 12 32-46 20 24 4 8 12 21-47 20 24 4 5 15 19-49 17 JÓN ARNAR ÍTALLIN Árangur Jóns Arnars í öllum greinunum sjö á sjöþrautarmóti Erki Nool ÍTallin um helgina. 60 metra hlaup 7,09 sekúndur 851 stig (8. sæti) Langstökk 7,31 metrar 888 stig (7. sæti) Kúluvarp 15,95 metrar 848 stig (4. sæti) Hástökk 1,95 metrar 758 stig (6. sæti) 60 metra grindahlaup 8,23 sekúndur Stangarstökk 925 (5. sæti) 4,85 metrar 865 stig (5. sæti) 1000metra hlaup 2:48,54 mínútur Samtals 781 stig (4. sæti) 5916 stig (4. sæti) MÓTIÐ ÍTALLIN Staða efstu manna Roman Sebrle,Tékklandi 6350 Erki Nool, Eistlandi 6123 Bryan Clay, Bandaríkjunum 6014 Jón Amar Magnússon, íslandi 5916 Kristjan Rahnu, Eistlandi 5892 Tomas Dvorak,Tékklandi 5818 Chiel Warners, Hollandi 5704 Mikk Pahapill, Eistlandi 5322 David Pope, Bandaríkjunum 5317 Andres Raja, Eistlandl 5160 Ekki nógu gott Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon var ekkisáttur við eigin frammistöðu á sjöþrautarmóti Erki Nool ITallin IEistlandi um helgina. Reuters Jón Arnar Magnússon hafnaði enn einu sinni í íjórða sæti; nú á sjöþrautarmóti í Tallin í Eistlandi um helgina Náði ekki HM-lágmarki Jóni Arnari Magnússyni, tug- þrautarkappa úr Breiðabliki, tókst ekki það ætlunarverk sitt, að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistara- mótið innanhúss sem fram fer í Búdapest í byrjun mars, á árlegu sjöþrautarmóti Eistans Erki Nool í Tallin í Eistlandi um helgina. Jón Arnar hefði þurft að fá 6100 stig til að vera öruggur inn á heimsmeistaramótið en var 184 stigum frá því. Hann hafnaði í fjórða sæti en sigurvegari var Tékkinn Roman Sebrle sem fékk 6350 stig, 227 stigum meira en mótshaldarinn sjálfur, Erki Nool. Bandaríkja- maðurinn Brian Clay varð síðan þriðji með 6014 stig. Léleg þraut Jón Arnar sagði í samtali við DV Sport í gær að það væri bara eitt orð yfir þessa þraut og það væri lélegt. „Ég get verið sáttur við tvær til þrjár greinar en stökkin og hlaupin voru léleg hjá mér og þegar svo er þá er erfitt fyrir mig að ná einhverjum sérstökum árangri. Ég er í mjög góðu formi og hélt að þetta myndi ganga betur en það gerði. Ég læri hins vegar af þessu og veit hvað ég þarf að bæta,“ sagði Jón Arnar og bætti við að hann væri löngu hættur að missa svefn þótt misjafnlega gengi á mótum. „Það þýðir ekkert að gráta þetta því að meistaramótið heima er strax um næstu helgi. Dugar sennilega ekki Hann sagðist ekki vera bjartsýnn á aðþessi árangur myndi duga til að komast á HM innanhúss en þó væri ekki loku íyrir það skotið. oskar@dv.is íslendinganýlenda í uppsiglingu í Gautaborg Tryggvi til Örgryte Tryggvi Guðmundsson mun í dag skrifa undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örgryte en fyrir hjá félaginu eru tveir íslendingar, Atli Sveinn Þórarinsson og Jóhann B. Guðmundsson, sem gekk til liðs við félagið fyrir skömmu. Tryggvi, sem héfur leikið með Tromso og Stabæk í norsku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár, sagði í samtali við DV Sport í gær að honum litist vel á félagið sem væri eitt það besta £ Svíþjóð. Tryggvi hefur verið meiddur að undanförnu en sagðist allur vera að koma til. „Ég hef ekki spilað leik si'ðan f lok október en er að komast í þokkalega æfingu. Ég hef verið með á æfingum undanfarnar tvær vikur og hlakka til að takast á við nýtt verkefni." Á leið til Örgryte Tryggvi Guðmundsson mun ídag skrifa undirþriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örgryte. Leikmaður heigarinnar Ruud Van Nistelrooy, Manchester United Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy sýndi enn eina ferðina um helgina hvers hann er megnugur þegar hann skoraði tvívegis gegn Everton á laugardaginn þar á meðal sigurmark leiksins á sfðustu mínútu. Fyrra mark Van Nistelrooys var það hundraðasta fyrir félagið frá því að hann kom til þess í júlí 2001 og þurfti hann aðeins 129 leiki til að ná þeim áfanga. RUUDVAN NISTELROOY Það má eiginlega segja að Ruud Van Nistelrooy hafi öðlast nýtt líf eftir að Frakkinn Louis Saha gekk í raðir félagsins £ lok janúar. Van Nistelrooy, sem er einn af mestu markahrókum enskrar knattspyrnu og sennilega heimsins um þessar mundir, hafði aðeins skorað eitt mark £ fimm leikjum áður en Saha byrjaði að spila en f þeim tveimur leikjum sem Saha hefur spilað hefur Van Nistelrooy skorað þrjú mörk. Hann hefur þurft að bera mikla ábyrgð sem nánast eini alvörumarkaskorari liðsins sfðan Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær meiddist en koma Saha tekur hluta ábyrgðarinnar af herðum hans. Van Nistelrooy skrifaði nýverið undir nýjan fimm ára samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni liðsins og það er varla hægt að finna mann sem getur fordæmt það - sl£kt hefur mikilvægi hans fyrir ensku meistaranna verið si'ðan hann kom til liðsins. Fæddun Helmaland: Hæö/Þyngd: Leikstaða: Fyrri lið: Den Bosch, PSV Eindhoven. Deildarleikir/mörk: Landsleikir/mörk: l.júlí 1976 Holland 188 cm / 80 kg Sóknarmaður Heerenveen, 129/101 27/14 Hrós: „Hann er fæddur markaskorari og það sem hann hefur gert síðan hann kom til okkar er stórkostlegt. Hann er án nokkurs vafa einn besti framherji í heiminum (dag," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United um Van Nistelrooy eftir sigurinn á Everton. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.