Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 9
Kerry sigrar
enn
John Kerry stefndi að
því að sigra í þremur for-
kosningum demókrata í
Bandaríkjunum um helg-
ina. Á laugardag sigraði
hann í Washington-fylki og
Michgan og í
gær leit út fyrir
að hann
myndi sigra í
Maine, en úr-
slit lágu ekki
fyrir þegar DV
fór í prentun.
Kerry hefur
mikið forskot
á keppinauta sína. Howard
Dean er með næstmest
íylgi hingað til og John Ed-
wards er í þriðja sæti. Kerry
sagði að dagar George Bush
í forsetaembætti væru tald-
ir og að breytingar væru á
næsta leiti. Á morgun verð-
ur kosið í Tennessee og
Virginíu en næsti stóri slag-
urinn í forkosningunum
verður í byrjun mars þegar
kosið verður í Suðurríkjun-
um. Þar vonast John Ed-
wards til að geta velgt Kerry
undir uggum.
Fyrsta skipti í
fimm ár
Aðalskrifstofa forsætis-
ráðuneytisins fór ekki fram
úr fjárlögum á síðasta ári og
er það í fyrsta
skipti í flmm ár
sem slíkt gerist.
Frá árinu 1999
og fram til árs-
loka 2002 hefur
skrifstofa for-
sætisráðuneyt-
isins þurft á
aukafjárlögum að halda á
hverju ári og nemur heild-
arupphæðin á þessum fjór-
um árum um 75 milljónum
króna. Einkum er um að
ræða aukakostnað við opin-
berar heimsóknir erlendra
þjóðhöfðingja og bflakaup á
vegum ráðuneytisins.
21 milljón
2000
Fjárlaganefnd Alþingis
fór fram á það við fjárlaga-
skrifstofu ráðuneytisins á
síðasta ári að fá upp gefið
hvaða stofnanir hefðu farið
frarn úr fjárlögum oftar en
þrisvar sinnum á síðustu
fimm árum. I minnisblaði
sem fylgdi með yfirlitinu
kom m.a. fram, hvað skrif-
stofu forsætisráðuneytisins
varðar, að á árinu 1999 var
framúrkeyrslan tæplega 10
mflljónir kr. Á árinu 2000
var upphæðin hinsvegar 21
milljón kr.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fór mikinn í viðtali á NBC-sjónvarpstöð-
inni í gær. Hann sagði Íraksstríðið nauðsynlegt og blés á gagnrýnisraddir. Auk
þess sagðist hann þess fullviss að hann myndi vinna komandi kosningar. Bush ætl-
ar sér að vera forseti áfram.
.. - ..
Ég er stríðsforseti
„Saddam Hussein var hættulegur og ég ætla
ekki að láta hann vera við völd og treysta brjáluð-
um manni,“ sagði George W. Bush Bandaríkjafor-
seti í gær í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina um
Iraksstríðið. Bush nefndi Íraksstríðið „stríð nauð-
synjarinnar" og sagði Irak á margan hátt hafa ver-
ið hættulegra en talið var fyrir innrásina. Hann
vísaði til orða Davids Kays vopnaeftirlitsmanns,
sem að hans mati lýsti Irak sem hættulegra landi
en áður var talið. Kay sagði af sér sem vopnaeftir-
litsmaður og lýsti því yfir í síðasta mánuði að þeir
hefðu allir haft rangt fyrir sér um gereyðingar-
vopnaeign Saddams. Bush beindi orðum sfnum
til foreldra fallinna hermanna. „Við erum í stríði
gegn þessum hryðjuverkamönnum sem gætu
skaðað Ameríku alvarlega, og ég hef beðið þessa
ungu menn að fórna sér fyrir það.“
Stríðsforseti
„Ég er stríðsforseti," sagði Bush í viðtalinu. „Ég
sé hættur sem eru til og það er mikilvægt fyrir
okkur að taka á þeirn." Bush sagðist aldrei hafa
sagt að hættan af Saddam Hussein væri beinlínis
yfirvofandi. Hins vegar hafi þær upplýsingar sem
voru fyrir hendi fyrir innrásina eindregið bent til
þess að frak annað hvort hefði undir höndum
kjarnorkuvopn eða væri að þróa þau. Hann sagði
að ekki væru til neinar óvefengjanlegar sannanir
sem gætu sprottið úr einræðisríkjum líkt og ríki
Saddams. „Sannanirnar sem ég hafði voru bestu
mögulegu sannanirnar um að hann hefði vopn.
Það sem ekki var rangt var sú staðreynd að
Saddam hafði getuna til að búa til [gereyðing-
ar]vopnin.“
Notkun ameríska valdsins
„Ég ætla mér ekki að tapa," sagði Bush um
komandi forsetakosningar í nóvember. „Ég vil
leiða þennan heim til meiri friðar og frelsis. Og í
Bandaríkjunum eru líka tímar breytinga." Hann
sagði bandarískan almenning hafa nægan tíma til
þess að dæma hann. Bush hefur verið gagnrýnd-
ur fyrir að nefnd sem fjalla á um sannanirnar um
gereyðingavopn Iraka eigi ekki að skila niður-
stöðu fyrr en í mars 2005, eða eftir forsetakosn-
ingarnar. Að hans mati varðar stærsta spurning
kosninganna „hver geti almennilega notað
bandaríska valdið á þann hátt sem gerir heiminn
betri stað.“
Bush hefur misst stuðning meirihluta þjóðar-
Saddam Hussein Bush sagði að ekki væru til neirtar
óvefengjaniegar sannanir sem gætu sprottið úr einræðis-
rikjum likt og riki Saddams.
innar, en minna en helmingur Bandaríkjamanna
styður hann sem forseta, samkvæmt nýjustu
könnunum. John Kerry, öldungadeildarþingmað-
ur Demókrataflokksins, hefur 5 til 7 prósenta for-
skot á Bush í skoðanakönnunum þar sem spurt er
hvorn þeirra kjósendur myndu vilja sem forseta.
Kristnitakan
kostaði sitt
Á árinu 2001 var upp-
hæðin einnig um 21 milljón
kr„ m.a. vegna tímabundins
álags í tengslum við 1000
ára afmælis
kristnitöku á fs-
landi og til að
minnast landa-
funda. Árið
2002 var upp-
hæðin hæst,
eða rúmlega 23
milljónir kr. Þar
af voru tæpar
10 milljónir kr. vegna opin-
berrar heimsóknar forseta
Kína og tæpar 9 milljónir
vegna heimsóknar forsætis-
ráðherra Víetnams. Aðrir
liðir hér eru 2,5 milljónir kr.
til endurnýjunar á bifreið
og sama upphæð vegna
endurgreiðslu flugfargjalda
félagsmanna Falun Gong.
Baldvin Nielsen borgaði 150 krónur fyrir tveggja sekúndna símtal heim frá Danmörku
Ódýrara að fljúga heim en hringja
Baldvin Nielsen, stýrimaður úr
Keflavík, kom með óvænta birði í
farangrinum heim frá Danmörku á
dögunum. I ijós kom að símtölin
hans heim höfðu kostað meira held-
ur en flugfarið sjálft. Á reikningi frá
Landssímanum kemur rneðal ann-
ars fram að tveggja sekúndna símtal
úr farsíma Baldvins í farsíma hjá Og-
Vodafone á íslandi kostaði 150 krón-
ur. Baldvin hringdi heim 69 sinnum.
Flest símtölin voru afar stutt, enda
er Baldvin maður orðviss og knapp-
ur í máli.
„Ég get ekki sagt annað en ég hef
gaman af því að tala. En svo þurfti ég
að borga 5 krónur fyrir nokkur sím-
töl sem stóðu í núll sekúndur. Það
skil ég reyndar ekki,“ segir Baldvin.
Flugfarið fyrir Baldvin og son
hans kostaði rúmar 40 þúsund krón-
ur, eða litlu meira en símreikningur-
inn. „Ég hefði getað flogið heirn
tvisvar ffam og til baka til að tala við
fólkið. Maður bara áttaði sig ekki á
því að það gæti kostað 150 krónur að
tala í tvær sekúndur."
Á reikningi Baldvins er fjöldi
samtala á 130 til 150 krónur sem
stóðu í nokkrar sekúndur. Svo virð-
ist sem rukkað sé fyrir mínútu í þeirn
tilvikum, en í eitt skiptið var Baldvin
heppinn og talaði í 59 sekúndur fyr-
ir 130 krónur.
Baldvin hefur greitt reikninginn
með fyrirvara, þar sem hann skráir
að hann efist um réttmæti reikn-
ingsins. Hann hefur reynt að fá skýr-
ingar hjá þjónustuveri Símans, en
gengið brösulega. „Svo er ekki
hlaupið að því að fá upplýsingar hjá
þjónustuverinu. Manni er vísað frá
manni til manns. Allir eru í vörn og
enginn getur sagt mér hvort þetta er
eðlilegt eða ekki. Það hlýtur einhver
að hafa vit á þessu. Allir sem fara til
útlanda eru með farsíma og fólk ætti
að passa sig á þessu. Það er skrítið
að farsímatæknin skuli ekki lækka í
verði, eins og þetta er búið að vera
vinsælt og lengi á markaðnum," seg-
ir Baldvin, sem enn hefur ekki gefist
upp á að fá botn í málið.
jontrausti@dv.is
Baldvin Nielsen Málglaðuren skorinorður
stýrimaður hringdi 69 sinnum heim frá Dan-
mörku og talaði oftast i nokkrar sekúndur,
sem kostuðu upp undir 75 krónur hver.