Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Vindasamt undir Ingólfsfjalli. Titrarann ekki í tunnuna Ha? Samkvæmt reglugerðum Evr- ópusambandsins er bannað að henda titrurum í sorptunnur þeg- ar þeir eru úr sér gengnir. Þess í stað eiga notendur að skila þeim í verslunina þar sem þeir voru keyptir. Ber verslununum að taka við þeim og koma í endurvinnslu. Titrar eru á lista yfir 250 önnur heimilistæki og fylgihluti sem ekki má henda í öskutunnur. Spannar listinn allt frá kæliskápum til af- mæliskorta með rafhlöðum. Við- urlög í formi fésektar liggja við brotum á þessari reglugerð Evr- ópusambandsins. Reglur sam- bandsins gilda sem kunnugt er hér á landi. Starfsmenn Sorpu segjast að- spurðir ekki hafa orðið varir við titrara í óflokkuðu sorpi enda gæti verið erfitt að finna þá. Ástæðan fyrir þessu banni munu vera rafhlöður sem eru í titrurum svo og málmhlutar sem blandast illa öðru sorpi. __________________ Titrari Má ekki fara i tunnuna samkvæmt tilskip- un frá Brussel. • DV hitti naglann á höfuðið með stjörnu-Survivor-keppni sinni. Þjóðin fylgist nú grannt með fram- göngu keppenda í fjölmiðlum; SMS-skeytin streyma og er reynt að koma þeint sem ekki standa sij út. Ljóst er að Kaui Bjami kemur sterk- ur til leiks með op- inskáu forsíðuvið- tali sínu um helg- ina. Hann er ekki í neinni hættu með að detta út, né heldur Dorrit sem má meðal annars þakka Spaugstofu- mönnum athyglina sem hún hefur fengið. Hins vegar skal það upplýst hér að Vigdís Finn- bogadótdr stendur höllum fæti og virðast menn helst þeirrar skoðunar að hún eigi ekki er- indi í slíka keppni. Aðdáendur hennar ættu því að beina spjótum sínum að einhverjum öðrum keppendum og senda skeyti á númerið 1900 og skrifa GAMAN DV og svo einkennis- stafi þeirra sem þeir vilja ekki sjá í þessuni harða en skemmtilega leik... Síðast en ekki síst • Eins og fram kom í DV um helg- ina er Jón Steinar Gunnlaugsson gjarnan kallaður „lögmaður ís- lands" af félögum sínum í lögfræð- ingastétt. I greininni var þó ekki getið um merkilegt mál sem Jón Steinar hugðist reka gegn sígar- ettuframleiðend- um í Bandaríkjun- um. íslenskir krabbameinssjúk- lingar æduðu þá að höfða mál gegn tóbaksrisunum þar sem þeir bæru ábyrgð á sjúkdómi þeirra. Málið þótti skera sig nokkuð úr þeim sem Jón Steinar tekur venjulega að sér, en þau snúast oftar en ekki um ábyrgð einstaldinga á eigin lífi, enda er Jón Steinar einlægur frjáls- hyggjumaður. Mál Jóns Steinars á hendur tóbaksrisunum komst þó aldrei á rekspöl, sem var synd ... • Lögmannsstörf sín stundar Jón Steinar þó alls ekki einungis í ein- hvers konar „pólitískum tilgangi" eða aðeins fyrir pólitíska samherja. Má nefna að nú þegarAlfreðÞor- steinsson, einn af holdgervingum Framsóknarflokks- ins, þarf að verjast ásökunum um að hann hafi notið óeðlilegra fríðinda eða hlunninda í starfi sfnu fyrir Sölu varnarliðseigna, þá leitaði hann til Jóns Steinars sem tekið hefur málið að sér.... Vírus á skyndibitastaö Smituöu eiginkonu og son „Ég hugsa að þetta hafi ekld verið sýkta hamborgarakjötið," segir Róbert Ólafsson, yfirkokkur á TGI Fridays í Smáralind, en bráða- vírus varð þess valdandi að Róbert, framkvæmdastjórinn, fjármála- stjórinn og einn kokkur voru send- ir heim á miðvikudaginn í síðustu viku. „Við lögðumst hérna fjórir á miðvikudagsnótt með ælupest og niðurgang,“ segir Róbert. „Þetta gekk yfir á einum tfu tímum en þá hafði ég smitað konuna mína og framkvæmdastjórinn son sinn.“ Róbert segir að á miðvikudag- inn hafi einn af kokkunum komið veikur í vinnuna. „Hann lét okkur eldd vita að hann væri slappur og svo sá ég á eftir honum inn á kló- sett að kasta upp,“ segir Róbert og telur ekki ólíldegt að í millitíðinni hafi kolckurinn andað framan í sig og vírusinn þannig komist af stað. í kjölfar atburðarins segir Ró- bert að farið hafi verið ítarlega yfir allar hreinlætisreglur staðarins. „Það eru mjög strangir staðlar sem við förum eftir og farið er fram á að starfsmenn þvoi sér reglulega um hendurnar og mæti ekki til vinnu ef þeir eru veikir," segir Róbert. Hann þvertekur einnig fyrir það að sýkingin hafi borist með mat.“ Allt kjöt á staðnum kemur glænýtt inn og ég held að allar sögusagnir um fuglaflensu séu úr lausu lofti gripnar," segir Róbert og bætir við að fuglaflensan myndi heldur ekki berast á þennan hátt. Guðmundur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri TGI Fridays, var enn að ná sér af vírusnum þeg- ar DV hafði samband við hann og viidi ekki tjá sig um málið. TGI Fridays Yfirstjórn staöarins lá veik vegna skæðrar virussýkingar. n r n n r n n n Veðrið Lárétt: 1 pár,4 hæð,7 pikkar,8 hestur, 10 ein- kenni, 12 hópur, 13 upp- köst, 14 tóm, 15 fristund, 16 spotti, 18 enni,21 þrælkun, 22 galdrakerl- ing, 23 hljóp. Lóðrétt: 1 kusk,2for- sögn,3 hnugginn,4 sterkur,5 hugarburð,6 endir,9 ráðning, 11 sól, 16 aftur, 17 spott, 19 súld, 20 beita. Lausná krossgátu •u6e oz 'egn 61 'J?p 21 'uua 91 '|nggj 11 'usne| 6'>|0| g'ejo s'jniuiuejujei| tVuuuiqfijos g'eds z'M1 l :H?J69T 'uuej £2 ‘ujou ZZ 'Qneue iz 'e|nuj 8 L 'ipua 91 'iuot si 'ugne h 'qqn6 £i 'ja6 zi ‘Veuj 01 'JB|>| 8'Jeiod l '1194 Þ'ssu t :»ajn Allhvasst Strekkingur Q\ +2 Strekkingur * w . ’+! Strekki ingur +3 ‘é‘4 Allhvasst +5 Allhvasst Hvassviðri +6 cTA * * * é Stormur Strekkingur Strekkingur +5 Strekkingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.