Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Þjóns-
hlutverk
Markúsar
„Nei. Ég held að hann
ætli ekki að svara mér,“
segir Leoncie tónlistarmað-
ur sem sendi Markúsi Erni
Antonssyni útvarpsstjóra
bréf á dögunum þar sem
hún krafðist þess að fá fund
með þessum æðsta yfir-
manni RÚV.
Þar kom fram
að það gæti
hentað henni
ágædega að
hitta Markús
Örn á föstu-
daginn var og
þá klukkan
hálf þrjú eða
jafnvel klukkan þrjú. Mark-
ús örn hefur ekki haft fyrir
því eða séð ástæðu til að
svara erindi Icy Spicy Le-
oncie en hún á ýmislegt
vantalað við Markús. „Ég
vil hafa fund með honum.
Hann er alls ekki Guð al-
máttugur að á ekkert með
að vera með svona hroka
gagnvart mér eða almenn-
ingi, sem er að borga af-
notagjaldið af því sem á að
heita sameign allra lands-
manna. Hann er bara
þjónn minn og almenn-
ings. Ekkert annað," segir
Leoncie sem er algerlega
þeirrar skoðnar að Markús
Örn ræki illa þjónshlutverk
sitt.
Sigurjón Jóhannesson fyrrver-
andi skólastjóri á Húsavik.
„Það er alltafnóg að gera
hérna í Húsavik," segir Sigur-
Landsíminn
jón Jóhannesson, fyrrverandi
skólastjóri.J dag var vélsleða-
mót og gaman að sjá kapp-
ana svífa tignarlega rétt hjá
gömlu síldarverksmiðjunni.
Fjöldi fólks var saman kominn
á bakkanum að fylgjast með
þeim þrátt fyrir ellefur stiga
frost og mikið fannfergi. Þetta
eru greinilega vel þjálfaðir
strákar og svo eru unglingarn-
ir heilmikið á sklðum hérna í
fjallinu. Svo er maður farinn
að heyra ávæning afþessum
átökum um Laxárvirkjun. Ég
átti nú sjálfur kunningja sem
tóku þátt í átökunum 73.
Þetta er ekki eitthvað sem
menn taka þegjandi og við
erum aftur að sjá náttúru-
verndarsjónarmið togast á við
hagnýtissjónarmið. Það er því
viðar eldfimt en bara hjá for-
seta og forsætisráðherra."
Eldborgarhátíðin var umdeild á sínum tíma. Einar Bárðarson, athafnamaður og
forsvarsmaður hátíðarinnar, hrópar á hjálp en talar fyrir daufum eyrum.
„Það hvorki gengur né rekur. Þetta er með
hinum mestu ólíkindum. Við vorum rændir um
fjórar og hálfa milljón um hábjartan dag og eng-
inn virðist láta sig það hinu minnsta skipta," seg-
ir Einar Bárðarson athafnamaður. Þolinmæði
Einars og félaga hans Ingvars Þórðarsonar í fyrir-
tækinu Okey er á þrotum en hængurinn er sá að
þeir vita ekki hvernig bregðast skuli við og leita
nú til fjölmiðla í því sem heita má fullkomið
ráðaleysi.
Um verslunarmannahelgi árið 2001 stóð fyr-
irtækið fyrir umdeildri Eldborgarútihátið á Kald-
ármelum á Snæfellsnesi. Okey gerði um það
samning við Miðavef ehf. að annast sölu miða á
hátíðina. Sá samningur var uppfylltur nema að
því leytinu til að Miðavefur virtist líta á tiltækið
sem greiðasemi við sinn erfiða rekstur. Þær tæpu
fimm milljónir (4.725.500 kr.) sem Þorvaldur E.
Sigurðsson og Hafdís Gísladóttir (sem nafn-
greind eru í kærunni) seldu fyrir komu aldrei til
reksturs í tengslum við hátíðina sjálfa heldur, að
því er virðist, notaðar til að reka fyrirtækið vis-
ir.is síðasta spölinn í gjaldþrot. Okey kærði mál-
ið fyrir einu og hálfu ári sem sakamál - þjófna -
en hjá lögreglu virðst málið ætla að stranda.
„Én þetta hreyflst ekki á borðinu hjá þeim.
Kannski nýtur þetta ekki samúðar vegna þess að
hátíðin var umdeild. Menn virðast líta svo á að
þeir geti skákað í því skjólinu," segir Einar Bárð-
arson í samtali við DV og nefnir til sögunnar
Baldvin Einarsson rannsóknarlögreglumann,
sem hefur með málið að gera. Það er hugsanlega
eftir öðru að þegar DV leitaði eftir samtaii við
Baldvin - þá var hann ekki við vinnu.
Eldborg Krakkarnir kúrðu í tjöldum og skemmtu sér vel, en
aðstandendur hátíðarinnar sitja eftir með sárt ennið. Ekki
bara að rekstur hátiðarinnar hafi staðið á siéttu heldur segja
þeir að fimm milljónum hafi verið stolið frá þeim.
„Rekstur hátíðarinnar stóð á sléttu því aðsókn
var undir væntingum og kostnaður reyndist
miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við ákváðum að
þrífa og ganga frá til að þetta yrði okkur ekki til
skammar. Það er kannski lýsandi að lögreglan
tók fimm milljónir og björgunarsveitirnar fyrir
vestan annað eins, fyrir gæslustörf og umsjón.
Svo vorum við hengdir í fjölmiðlum fyrir að
standa ekki okkar plikt en erum nú að borga
fyrir tiltekt með lánum sem tikka á vöxt-
urn. Ömurlegt að vera rændur um
hábjartan dag.“
Einar segist ekki skynja mik-
ið samviskubit hjá þeim
mönnum sem hann telur
bera á því ábyrgð að miða-
sölupeningarnir skiluðu
sér aldrei í rétta átt og
nefnir þá Þorvald Jakob-
sen, framkvæmda-
stjóra Miðavefs, og
nafna hans Þorvald
Sigurðsson sem
ábyrga. „Við erum í
eiiífðar vandamál-
um við að greiða
upp lán á vöxtum
meðan þeir þykj-
ast í góðum gír.
Sem betur fer er
maður athafna-
samur, nýtur vel-
vildar hjá bankan-
um, en ég hef þurft
að taka verulega á til
að missa ekki þakið ofan
af mér."
jakobíaidv.i:
Einar Bárðarson Honum er
ekki skemmt; sakar lögregu um
að draga iappirnar i kæru sem
hann skitaði inn fyrir einu og
hálfu ári - kæru sem tekur til
þjófnaðar á tæpum fímm
miltjónum.
„Kannski nýtur þetta ekki
samúðar vegna þess að hátíð-
in var umdeild."
Ryanair vill taka upp ferðir hingað til lands gegn niðurfellingu gjalda
Samrýmist ekki eðlilegri samkeppni
Áætlunarflug írska lággjaldaflug-
félagsins Ryanair hingað til lands
mun að líkindum ekki auka ferða-
mannastraum mikið umfram það
sem spár gera þegar ráð fyrir.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sem Axel Hall og Ásgeir Jónsson frá
Hagfræðistofnun tóku saman fyrir
samgönguráðherra. Var hún tekin
saman vegna beiðni Ryanair flugfé-
lagsins sem sýnt hefur áhuga á að
bjóða ísland sem áfangastað en ein-
göngu ef ríkið fellir niður flugvallar-
gjöld.
Ryanair er stærsta lággjaldaflug-
félag í Evrópu en það býður ferðir til
um eitt hundrað mismunandi
áfangastaða á degi hverjum.
í skýrslunni kemur fram að fjöldi
ferðamanna muni aukast hvort sem
Ryanair flýgur hingað eður ei. Bent
er á að erfitt sé að meta þá raunveru-
legu landkynningu sem slíkt yrði en
Ryanair auglýsir sína áfangastaði að
jafnaði aðeins á vefsíðum sínum.
Enn fremur er bent á að þegar sé
lággjaldaflugfélag starfandi hér á
landi og fargjöld þess séu svipuð og
Ryanair hyggst bjóða.
„Við fögnum öllum sem áhuga
hafa á að fjölga hér ferðamönnum,"
segir Magnús Oddssón ferðamála-
stjóri. Hann vill ekki taka neina af-
stöðu til tilboðs Ryanair og bendir á
að slíkt sé stjórnvalda að ákveða.
„Það sem er gleðilegast fyrir Ferða-
málaráð er að áhugi Ryanair sýnir að
kynning okkar á íslandi erlendis er
að skila tilætluðum árangri. Varð-
andi þá kröfu flugfélagsins að fá nið-
Lægra verð á flugmiðum Samgönguráðherra kynnti niðurstöðurskýrslu um fiug og ferða-
þjónustu á Islandi.
urfellingu á gjöldum verður ein-
hvers staðar að taka þá peninga sem
þarf til að byggja upp aðstöðuna í
Leifsstöð og flugvallargjöldin eru
notuð beint til uppbyggingar aftur."
albert@dv.is