Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Vafasamur framburður Stúlka á þrítugsaldri gaf sig fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í fyrradag og játaði á sig manndráp í Hamraborg í Kópavogi vor- ið 2002. Lýsti hún því hvernig hún hefði sparkað í mann sem þar lést. Lög- reglan rannsakaði málið á sínum tíma, úrskurðaði tvennt í gæsluvarðhald en lauk ekki rannsókn máls- ins. Sjónvarpið greindi frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum DV leikur mikill vail á því hvort frásögn stúlkunnar sé áreiðanleg. Þykir framburður hennar mjög vafasamur. Lögreglan í Kópavogi verst allra frétta af málinu. Brim í Burðarás Eimskip ætlar að sam- eina dótturfélög sín, Burðarás og Brim. Enginn rekstur er lengur á vegum Brims eftir að sjávarútvegsfyrirtæki fé- lagsins voru seld. Pening- arnir sem fengust með söl- unni verða lagðir inn í Burðarás sem hefur til þessa verið fjárfestingar- armur Eimskips. Nefna á sameinaða fé- lagið Burðarás hf. og á það að starfa á sviði fjárfest- ingastarfsemi. Flutninga- starfsemi Eimskips verður áfram rekin innan félagins Hf. Eimskipafélag íslands - eins og verið hefur undan- farin 90 ár. Semja um Ingvar Helgason Viðræður standa nú yfir um kaup nokkurra kaup- sýslumanna á bflaumboð- inu Ingvari Helgasyni. Samkvæmt heimildum DV fer Kristinn Geirsson fram- kvæmdastjóri Skjás Eins fyrir hópnum. Aðrir sem hafa verið nefndir eru Ró- bert Wessman forstjóri Pharmaco og Baldur Guðnason sem situr í stjórn Eimskips. Fyrirtækið skuld- ar um 5,5 milljarða króna. Fyrir skömmu slitnaði upp úr samningaviðræðum við Jón Snorra Snorrason sem vildi kaupa fýrirtækið. Nýir eigendur munu vilja leysa úr skuldastöðu fyrirtækis- ins áður en gengið verði til samninga. Rannsóknarlögreglan rannsakar nú meintan Qárdrátt Inniheimtuþjónustunnar. Þar er Jón Gunnar Zoéga hæstaréttarlögmaður í forsvari. Rannsókninni er að ljúka en heildarupphæð fjárdráttarins er talin nema 5 milljónum króna. Jón Gunnar var einnig kærður tn lögmannafélagsins en slapp með áminningu. Hæstarettarlögmaöur sakaöur um Ijárdrátt kvittun :r. w-** , . » It „Við erum búin að berjast við að fá þessa pen- inga í nokkur ár,“ segir Lovísa Matthfasdóttir, sem starfar hjá fyrirtækjunum Borgargarði og Poulsen Hf. Fyrir nokkrum árum settu fyrirtækin skuldir f innheimtu hjá Innheimtuþjónustunni ehf. For- svarsmaður Innheimtuþjónustunnar og prókúru- hafi er Jón Gunnar Zoéga hæstaréttarlögmaður. Upphæðin sem fyrirtæki Jóns átti að innheimta nam um þremur milljónum króna. Ekki stóð á því að Jón innheimti skuldirnar en aldrei sáu Borgar- garðurinn eða Poulsen eina einustu krónu. Umfangsmikil svik „Hann var að stela peningum," segir Lovísa sem fór með málið til lögmannsskrifstof- unnar Lex. Þar var henni ráðlagt af lög- fræðingum að annaðhvort lýsa Jón Gunnar gjaldþrota og gera kröfu í þrotabúið eða að fara með mál- ið lengra og kæra Innheimtu- þjónustuna. „Við tókum þá ákvörðun að kæra,“ segir Lovísa sem kærði Jón Gunnar jafn- framt til Lögmannafélagsins. „Þetta er ekki eitthvað sem maður býst við af lögfræðingum sem eiga að gæta réttar almenn- ings.“ Mætti ekki fyrir nefnd Nefnd á vegum Lögmannafé- lagsins fékk mál Jóns Gunnars Zoéga á sitt borð. í „Það er mjög óþægilegt fyrír mig sem lögmann að lenda í svona málum." kærunni til Lögmannafélagsins er Jón Gunnar sakaður um fjárdrátt og leit nefndin málið alvarlegum augum. Jón Gunnar mætti hins vegar ekki fyrir nefnd- ina þegar hann var boðaður. Hann var því áminntur fyrir að gera ekki fullnægjandi grein fyrir máli sínu og er áminning af þessu tagi alvarlegasta viðurlag sem nefndin getur beitt yfir utan að svipta mann lögmannsréttindum. Jón Gunnar Zoéga segir þetta hins vegar byggja á misskilningi. Hann hafi fengið hjartaáfall, verið veikur og sent nefndinni fax. „Það er mjög óþægilegt fyrir mig sem lögmann að lenda í svona málum," seg- ir Jón Gunnar. „Þessi aðför Lögmannafélagsins á hend- , ur mér er óásættanleg og ég hef íhugað að taka málið fyrir hjá dómstólum." Heldur fram sakleysi Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú að því að ljúka umfangs- mikilli rannsókn á meintum fjárdrætti Jóns Gunn- ars Zoöga. Við rannsóknina kom í ljós að Borgargarð- urinn og Poulsen hf. voru ekki einu fyrir- tækin sem Jón Gunnará að hafa stolið pen- ingum frá. Samkvæmt upplýsing- um frá rann- M FAX Lögreglustjórinn í Reykjavfk skuldina, segjast ekki hafa seð krónu. sóknarlögreglunni er heildarupphæðin nálægt 5 milljónum króna. Ýmsir sem DV hafði samband við út af málinu segjast hafa borgað háar fjár- hæðir til fyrirtækis Jóns Gunnars en eru ennþá skráð í skuld þar sem engir peningar hafi runnið út úr Innheimtuþjónustunni. Lögreglan hefur haft samband við þetta fólk og óskað eftir kvitt- unum sem eiga að sanna meintan fjárdrátt Jóns Gunnars. „Málið er enn í meðferð og ég hef ekki enn ver- ið kallaður fyrir,1' sagði Jón Gunnar í samtali við DV seint í gær. Spurður nánar út í málsatvik sagði hann: „Ég er saklaus af öllum glæpum." simon@dv.is Vinirnir Svarthöfði var á viðskiptaþingi í gær ásamt öðrum mektarmönnum samfélagsins. Það vakti athygli Svarthöfða hve mikil eindrægni ríkti meðal stórmennanna sem helst töl- uðu og einkum og sér í lagi var skemmtilegt hve þeir voru samstíga, Björgólfur Guðmundsson og Davíð Oddsson. Hingað til hafa menn ótt- ast að þessir tveir miklu menn ættu ekki alveg skap saman, eða allténd að viðskiptahagsmunir þeirra væru eitthvað á skjön, en eins og sést á meðfylgjandi mynd, þá var nú raun- in aldeilis önnur á viðskiptaþingi. En þó var nú ekki eins og ekki neistaði örlítið. Svarthöfða þótti sérstaklega gam- an að því að heyra Björgólf tala fót- boltamál í ræðu sinni, þegar hann sagði að lífið væri eins og fótbolta- leikur og ekki mætti skipta um leik- reglur í miðjum leik - eða eitthvað á Svarthöfði þá leið. Nú er Björgólfur að vísu for- maður KR og því stendur fótbolti hjarta hans næst, en Svarthöfði er samt ekki í vafa um að þessa lfldngu tók hann fyrst og fremst af því meist- ari Davíð hefur einmitt tíðkað upp á síðkastið að taka lfldngar úr fótbolta - nema hvað hann hefur lagt áherslu á hlutverk dómarans við að útdeila gulum og rauðum spjöldum til þeirra sem leika ekki nógu kurteislega. Þarna voru kannski á ferðinni ör- lítil skot (svo Svarthöfði tali nú líka fótboltamál) en aðallega ríkti samt ást og vinátta milli þeirra, að því er Svarthöfði sá best. Og Svarthöfði verður að segja að hann hlakkar mikið til að heyra þá félaga segja ferðasöguna sína frá Úkraínu. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.