Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 15
: Vvrbv'. DV Fréttir KDS.,S.\ °UÐKQM FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 75 Flestar spár gera ráð fyrir næstum óbreyttu atvinnuleysi í ár miðað við árið í fyrra. Tveir hópar skera sig úr hvað aukið atvinnuleysi varðar en það er á meðal þeirra sem hafa litla menntun og þeirra sem lokið hafa háskólaprófi. Atvinnuleysi er mest meðal ómenntaðpa on hámenntaðra Atvinnuleysi Atvinnuleysi vex mest meðal þeirra sem aðeins hafa grunnskólaprófeða þeirra sem lokið hafa há- skólaprófi. Flestar spár gera ráð fyrir næstum óbreyttu atvinnuleysi í ár, eða í kringum rúmlega 3% af mannafla, sem er á svipuðu róli og meðalat- vinnuleysi á landinu var í fyrra eða 3,4%. Tveir hópar skera sig nokkuð úr hvað aukið atvinnu- leysi varðar en það eru annarsvegar þeir laun- þegar sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi og hinsvegar þeir sem lokið hafa háskólaprófi. Á vefsíðu Vinnumálastofnunnar er að finna yflrlit yflr þróun atvinnuleysis og spár um slíkt fyrir árið í ár. Sjálf gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að atvinnuleysi í ár verði að meðaltali rétt yfir 3%. í nýrri þjóðhagsspá ASI er hinsvegar gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði 3,7% í ár, OECD gerir ráð fyrir 3,3% og endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í janúar gerir ráð fyrir um 3% atvinnuleysi. Lítil skólaganga og mikil Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunn- ar að atvinnuleysi vex hraðast meðal lítt menntaðs fólks og hámenntaðs. Þannig eru á milli 60-70% af þeim sem eru á atvinnuleysis- skrá aðeins með grunnskólapróf sem mennt- un en þessi hópur telur um 35% þjóðarinnar. - Atvinnulausu fólki með háskólapróf fjölg- aði hratt frá lokum árs 2001 þar til í byrjun síð- asta árs. Fjöldinn hefur verið nokkuð stöðugur eða milli 450-500 manns í fyrra og nákvæm- lega 500 manns með háskólapróf voru skráðir atvinnulausir í lok nóvember. Hlutfall há- skólamenntaðs fólks af heildarfjölda atvinnu- lausra hefur sveiflast nokkuð milli 7 og 9% síð- ustu ár en var rétt yfir 10% nú síðustu mán- uði.“ Mest á Suðurnesjum Þegar skoðaðar eru tölur um atvinnuleysi eftir landshlutum á síðasta ári og aldurskipt- ingu atvinnulausra kemur m.a. fram að at- vinnuleysi hefur verið mest á Suðurnesjum og mest meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára. 1 nóvember s.l. var atvinnuleysi á Suðurnesjum þannig 3,4% samanborið við 3% á landinu öllu og 3,3% á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum var mjög mikið atvinnu- leysi meðal ungs fólks framan af árinu en síð- an batnaði ástandið mjög yflr sumartímann. Nú aftur á móti er atvinnuleysið aftur tekið að aukast. Hvað landið í heild varðar á síðasta ári er atvinnuleysi ungs fólks að meðaltali um 3,5% á móti 2,6% í öðrum aldurshópum. Af þessum sökum stendur nú yfir sérstakt átak vegna atvinnuleysis ungs fólks og verður sjón- um beint sérstaklega að Suðurnesjum til að byrja með. helgarblaði daginn eftir útdrátt. Ferð fyrir 2 til London eða Lf O I I Á hverjum föstudegi til páska ■Ll j{LI 111 IIIIQ11 ö l l l o l verður dregjð úr önum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar. Vinningshafar verða kynntir í Með DV fylgist þú betur með þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Helgarblaðið fylgist með þeim einstaklingum sem skara fram úr. Helgarviðtalið, krossgátan, sérstæð sakamál og margt fleira. DV tekur á málum af harðfylgi og áræðni. DV veitir stjórnvöldum hverju sinni kröftugt aðhald. Á DV duga engin vettlingatök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.