Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 19
1r DV Sport FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 19 Bandaríski hnefaleikakappinn og villidýrið Mike Tyson hefur sólundað peningum sínum hraðar en góðu hófi gegnir. Fjárfestingarnar hafa ekki alltaf verið viturlegar og nú verður kappinn að berjast á nýjan leik til að eiga til hnífs og skeiðar. Bandaríski hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur verið þekktur fyrir að binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðarmenn sínir. Tyson, sem er af flestum einn besti hnefaleikari allra tíma, hefur rakað inn meira en 200 milljónum dollara á ferlinum en samt er það þannig að í dag er hann á hvínandi kúpunni. Hann hefur ekki verið sá gáfulegasti í fjárfestingum því stærstur hluti tekna hans hefur farið í hraðskreiða bfla, föt, skartgripi, brennivín og lögfræði- kostnað vegna ásakana um nauð- ganir og líkamsárásir. Tyson sótti um að vera tekinn til gjaldþrotaskipta í ágúst á síðasta ári og sagðist þá ekki geta borgað reikninga sína. Samkvæmt skýrslum frá Bandaríkjunum þá skuldar hann 27 milljónir dollara. Stærsti skuldu- nauturinn eru bandarísk skattayflrvöld en Tyson skuldar þeim rúmar þrettán milljónir dollara. Hann skuldar breskum skattayfirvöldum fjórar milljónir dollara en til marks um yfir- gengilegan flottræfilshátt hans þá hljóða aðrar skuldir hans til að mynda upp 300 þúsund dollara við eðalvagnafyrirtæki, 180 þúsund dollara við skartgripaverslun, 777 marks um yfir- gengilegan flottræf- ilshátt hans þá hljóða aðrar skuldir hans til að mynda upp 300 þúsund dollara við eðalvagnafyrirtæki og180 þúsund dollara við skartgripaverslun. skuldir við hótel á Havaí, fataverslun í New York og Ferrari-umboðið í Beverly Hills. 20 milljóna krafa frá Lewis Auk þess segist fyrrum eiginkona hans, leikkonan Robin Givens, eiga inni peninga hjá honum sem og móðir hennar, hellingur af lögfræðingum og læknum auk bensínstöðvar í Ohio. Til að bæta gráu ofan á svart höfðaði breski hnefaleikakappinn Lennox Lewis, sem lagði hanskana á hilluna ekki alls fyrir löngu, skaðabótamál á hendur Tyson upp á tuttugu milljónir dollara fyrir að hafa svikið samning um annan bradaga þeirra á milli árið 2002. Tyson er þó ekki algjörlega á vonarvöl því hann segist eiga tvö húsnæði í Las Vegas, fjölmarga bfla og þá væntanlega skartgripi að verðmæti nokkurra milljóna dollara. Hann segist einnig eiga von á háum greiðslum vegna skaðabótamáls sem hann höfðaði gegn konungi hnefaleikanna, Don King. 5000 dollarar eftir Tyson á aðeins rúma fimm þúsund dollara eftir af öllum peningunum og hangir á barmi gjaldþrots. Hann hefur ekki barist síðan í febrúar á síðasta ári þegar hann lamdi Clifford Etienne í gólfið eftir 49 sekúndur en fyrir þann bardaga fékk Tyson fimm milljónir dollara. Allt bendir nú til þess að hinn 37 ára gamli Tyson þurfi að dusta rykið af boxhönskunum og bregða sér inn í hringinn svona rétt til að hafa í sig og á. Shelly Finkel, umboðsmaður Tysons, segist vera að skipu- leggja bardaga fyrir Tyson í maí eða júní og sagði að Tyson hefði mikinn áhuga á því að berjast á nýjan leik. Tyson rak reyndar Finkel fyrir nokkrum mánuðum en svo virðist sem honum hafi snúist hugur enda fátt verra að vera blankur og hafa ekki umboðsmann til að skipuleggja fyrir bardaga. Furðuleg uppátæki Tyson verður seint sakaður um að hafa verið skynsamur peningamálum. Fræg er sagan af því þegar hann lét opna Gucci- búðina London að kvöldi til þegar hann barðist við Bretann Julius Francis árið 2001. Tyson gerði sér lítið fyrir og eyddi 40 milljónum króna á klukku- tíma í föt og skart- gripi. Þessi litla saga skýrir að einhverju leyti hvernig komið er fyrir Tyson í dag. Hann hefur verið með eindæmum seinheppinn bæði í kvennamálum og peninga- málum og flestir þeir sem hann hef- ur haft með sér til skrafs og ráðagerða hafa stungið hann í bakið. Honum hefur stefnt fyrir rétt oftar en tárum tekur að telja og það hefur tekið sinn toll. Orðspor hans hefur gert það að verkum að hann er auðvelt skot- mark fyrir gráðugt fólk sem vill nýta sér frægð hans og fjármuni. Það fer þó bráðum að heyra fortíðinni til að hægt verði að hafa peninga af Tyson því að hann er frjálsu falli á leið í gjald- þrot. oskar@dv.is Ólánsamur Mike Tyson hefurþurft að glima við mikla erfiðleika á við- burðarrikri ævi en hann hefur ekki hjálpað til með mörgum miður gáfulegum gjörð- um st'num. Reuters Wenger ósáttur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki sáttur við framkomu Real Madrid sem lýsti yfir áhuga sínum á Thierry Henry i fjölmiðlum. Reuters Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er æfur út í for- ráðamenn Real Madrid fyrir að ásælast Thierry Henry Óásættanleg framkoma Arsene Wenger, knattspyrnstjóri Arsenal, var lítíð hriflnn af þeim ummælum Carlosar Queiroz, þjálfara Real Madrid, í fjölmiðlum í fyrradag að franski framherjinn Thierry Henry væri efstur á óskalista hans næsta sumar ásamt Ruud Van Nistelrooy, framherja Manchester United. Queiroz sagði í viðtali við útvarpsstöð á Spáni að ef hann mætti velja tvo leikmenn til að kaupa næsta sumar þá væru það Henry og Van Nistelrooy. „Henry er í sínu besta formi núna, bæði hvað varðar hæffleika og getu til að skora og leggja upp mörk," sagði Queiroz. Hæfa ekki Real Madrid Wenger sagði að þessi ummæli bæru vott um smáborgarahátt og það hæfði ekki stórliði eins og Real Madrid að eltast við leikmann eins og Theirry Henry á þennan hátt. „Þetta er óásættanleg framkoma af þeirra hálfu. Ef ég hefði áhuga á leikmanni frá Real Madrid þá myndi ég tala við félagið íyrst áður en ég færi að blaðra um það í fjölmiðlum hversu mikinn áhuga ég hefði á leikmanninum. Þetta er í fyrsta lagi óréttlátt gagnvart hans eigin leik- mönnum og í öðru lagi óréttlátt gagnvart Arsenal. Ég hefði búist við betri framkomu frá félagi eins og Real Madrid. Ég ætla þó ekki að segja meira um Real Madrid en ég gæti komið með mun fleiri sögur af framferði félagsins sem myndu ekki koma sér vel fyrir þá,“ sagði Wenger. Seljum ekki okkar bestu menn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wenger þarf að taka slaginn við spænska stórliðið um einn af hans bestu leikmönnum því Real Madrid hefur lengi verið á höttunum eftir fyrirliðaArsenal, PatrickVieira. „Ef að við viljum ekki selja leik- menn þá er tiigangslaust að ræða kaupverð. Við viljum ekki selja okkar bestu leikmenn. Af hveiju ættum við að gera það? Ég skil þetta bara ekki,“ sagði Wenger ennfremur. Wenger þarf þó ekki að hafa miklar „Efað við viljum ekki selja leikmenn þá er tilgangslaust að ræða kaupverð. Við viljum ekki selja okkar bestu leikmenn. Afhverju ættum við að gera það?" áhyggjur af Henry. Þessi frábæri Frakki hefúr ítrekað líst því yfir að hann vilji ekkert frekar en spila áfram á Highbury og hafi engan áhuga á því að spila með öðm félagi. Henry skoraði sitt 100. mark í úrvalsdeildinni gegn Southampton á þriðjudagskvöldið og varð ellefti leikmaðurinn frá upphafi úrvalsdeildarinnar sem nær því takmarki. Svo skemmtilega vill tii að Henry skoraði einnig sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni gegn Southampton í september árið 1999. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.