Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 32
Jt Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 Í05 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970 ] SÍMl550 5000 (1 m ir*. • Einkavæðing heilbrigðiskerf- isins tekur á sig ýmsar myndir og tengist ekki síst straumum sem fylgja ungum lækn- um sem koma heim frá námi erlendis. Ottó Guðjónsson lýtalæknir var búinn að starfa í 10 ár í New York þegar hann flutti heim og hóf störf á lækningastofu. Hefur klæðnaður Ottós vakið athygli því hann gengur í sérsniðum læknaslopp, með rautt hlustunartæki og rauöum klossum f stíl. Vekur þetta ánægju meðal sjúklinga og skapar um leið Ottó sérstöðu meðal annarra lækna sem bundnir eru í eldra form og oft stöðnuð viðhorf til útlits... Pabbi Dornitar Skreytir Jagúar með demöntum • Forseti Islands er enn í fríi í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu forset- ans við Sóleyjargötu er óvíst hvenær Ólafúr Ragnar snýr heim. Er jafnvel hugsanlegt að forsetinn verði í fríi fram eftir mánuði... • Það fengu færri en vildu ntyndir sem listamaðurinn Jón Óskar hefur haft til sýnis á Næsta bar í Ingólfs- stræti að undanförnu. Hafa myndirnar selst eins og heitar lummur en þær voru upphaflega tfu talsins og fækkaði eins og negrastrákunum í kvæðinu. Uppsett verð var 85 þúsund krónur á stykkið þannig að þetta verður að teljast góður bisniss á barnum... Flott skal það vera! J? ídoéc Á vængjum „Það fór allt sem bauðst," segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, um tilboð á ílugi til London og Kaupmannahafnar í tengslum við Valentínusardaginn, dag elskenda, sem haldin verður hátíð- legur á laugardaginn. Ekki er nóg með að íslendingar fljúgi út á vængj- um ástarinnar heldur fljúga vélar fé- lagsins heim aftur með útlendinga sem ætla að njóta dagsins og ástar- innar hér á landi. Er þeim gert sér- stakt tilboð um gistingu á Ilótel Plaza við Ingólfsstorg og rómantísk- an kvöldverð á Kaffi Reykjavík. Flýg- ur vél Iceland Express full af elskendum út og heim án afláts í kringum Valentínusardaginn. Á Skeiðum f Árnessýslu verður einnig mikið um dýrðir á Valent- ínusardaginn. Valdís Gunnarsdóttir, baráttukona fyrir Valentínusardeg- inum á íslandi, hefur verið ráðinn sem rómantískur fulltrúi á Hótel Heklu þar sem elskendum er boðið ástafhreiður og girnilegur matseðill á nfu þúsund krónur á haus. Mun Valdís ganga á milli borða og blása í ástarglæður gesta sem gæða sér á andalifur í hunangi og portvíni og Demantakóngurinn Moussaieff, sem þekktastur er hér á landi fyrir að vera tengdafaðir forseta íslands, leggur til demant sem notaður verð- ur sem verðlaun fyrir sérstök afrek í kvikmyndum á bresku BAFTA-kvik- myndahátíðinni í ár. BAFTA-verð- launin eru enska útgáfan af banda- ríska Óskarnum. Og ekki nóg með það. Moussaieff gamli hefur einnig gengið til sam- starfs við demantarisann Steinmetz sem ákveðið hefur að setja Jagúar XK8 sportbíl á uppboð á BAFTA-há- tíðinni og á allur hagnaður að renna í baráttusjóð Elton Johns gegn al- næmi. Hér er um að ræða opinn sportbíl sem metinn er á 12 milljón- ir króna. Bfllinn verður þó enn dýr- mætari eftir að Moussaieff hefúr far- ið höndum um hann en hlutverk hans verður að skreyta mælaborð bflsins með demöntum. Um er að ræða 18 sentímetra hring utan um hraðamælinn sem settur verður eins karata demöntum allan hringinn. Er búist við miklum áhuga á Jagúarn- um svo og Moussaieff-verðlaunun- um sjálfum. Með þessu stimplar Moussaieff- fjölskyldan sig enn frekar inn í líf yf- irstéttarinnar í bresku skemmtana- lífi en samband dótturinnar við for- seta Islands hefur síður en svo dreg- ið úr áhuga Breta á Moussaieff-fjöl- skyldunni. Má fastlega gera ráð fýrir að Ólafur Ragnar Grímsson verði við hlið eiginkonu sinnar á BAFTA-há- tíðinni í London þegar Moussaieff- verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn. ástarinnar Valdís Gunnarsdóttir hefurumárabil barist fyrir viðurkenningu á Valentinusardeg- inum sem degi elskenda hér á landi. tandoori steinbít og svartbaunum. Svo ekki sé minnst á döðlukoníaksís. Er ekki búist við minni umferð á Skeiðaveginum um helgina en í há- loftunum þegar elskendur slá í klár- inn svo um munar á degi sem þeim er sérstaklega ætlaður. \Aæ Jagúar XK8 ...að utan y Dorrit Moussaieff Dem- antaprinsessa á hraðri siglingu í bresku skemmtana- ■og að innan. BBINT I BILINN TILB00I0 CILDIfl ÖT FEBRÚAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.