Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 13 Blómin tala Blómasalar á Indlandi kvarta seint yfir sölutregðu enda fáar þjóðir sem nota blóm við fleiri tækifæri en Indverjar. Litríkir blóma- markaðir blómstra enda verðið afar gott. Hægt er að kaupa kíló af margvíslegum tegundum á nokkrar krón- ur og úrvalið er gríðarlegt. Blómaskreytingar má finna á flestum heimilum í land- inu og enginn er borin til grafar án þess að honum fylgi skreytingar af ýmsu tagi. Giftist látnum manni Christelle Demichel gekk að eiga sinn heitt-elskaða í ráðhúsinu í Nice í Frakk- landi í gær. Brúðguminn, Eric Demichel, sagði þó hvorki já né nei þegar spurt var um ráðahaginn - þar sem hann er látinn. Brúð- guminn lést í september 2002 þegar hann varð fyrir bíl. Parið var þá á leiðinni í hnapphelduna. Christelle gekk til fundar við Chirac Frakklandsforseta og hann veitti leyfi íyrir giftingunni. „Ég skil að fólki geti þótt þetta óhugnanlegt. Mínar tilfinningar í garð Erics hafa hins vegar ekki breyst," sagði Christelle við fjölmiðla í gær. Á fljúgandi siglingu Allt bendir tii að John Kerry, öldungadeildarþing- maður frá Massachus- setts, muni etja kappi við Geor- ge Bush í kom- andi forseta- kosningum í Bandarrkjun- um. Kerry hefur sigrað í tólf af fjórtán ríkjum þar sem for- kosningar demókrata hafa farið fram. Wesley Clark tilkynnti í gær að hann væri hættur baráttunni. John Ed- wards þykir lfklegt varafor- setaefni en hann hefur að- eins unnið sigur í einu ríki, Suður-Karóhnu. Könnun Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO sýnir að meira en helmingi lyQa er dreift og ávísað með röngum hætti. Ekkert bendir til að ísland skeri sig úr hvað þetta varðar. | IL c ^ á nr rz ■n ■ M ul v« m sd í i Læknadagar Ein mesta kynning lyfjafyrirtækja hérlendis fer fram á læknadögum ár hvert. Andsvar markaðsstjóra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er birt les- andabréf frá Bjarna Sigurðssyni, markaðsstjóra Austurbakka hf., sem andsvar við grein þeirra Egg- erts og Einars. Fyrirsögnin á bréfinu er „Ófagleg umfjöilun um lyfjamál" og þar segir m.a.: „Notkun orðsins ofnotkun er hvorutveggja í senn leiðandi og órökstudd fullyrðing ... ef ofnotkun er fyrir hendi hlýtur það að leiða til eftirfarandi spurninga: Eru stjórnvöld ekki nógu dugleg við að kynna „eðlilega" lyfjanotkun? Eru læknar ginnkeyptari hér en erlendis? Eru lyfjakynnar á Islandi mikið öfl- ugri en kollegar þeirra erlendis? Fullyrði ég að hér á landi er ekki eytt hlutfalls- lega meiru til markaðsstarfs en í nágrannalöndun- um nema síður sé.“ Ofnotkun þunglyndislyfja Minnst er í grein þeirra Eggerts og Einars á mikla notkun þunglyndislyfja hérlendis, svokall- aðra lukkupillna, en dæmi um ofnotkun þeirra hafi oft verið rakin í blaðinu. Þessu svarar Bjarni m.a.: „Títt hefur verið rætt um meinta ofnotkun þung- lyndislyija en spyrja má hvort það hafi leitt til færri veikindadaga af völdum þunglyndis og kvíða sam- anborið við nágrannalönd? Ef ávinningur þjóðfé- lagsins, einstaklingsins og aðstandenda er minni en kostnaður þá getum við talað um ofhotkun lyíja." Nokkur umræða hefur farið fram í Læknablað- inu að undanförnu um óskynsamlega notkun og ofnotkun á lyfjum hérlendis. Fram hefur komið að Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO telur að meira en 50% lyfjanotkunar í heiminum teljist vera óskynsamleg, þ.e. að rúmlega helmingi lyfja sé ávísað og dreift og þau afgreidd eða tekin með röngum hætti. Eggert Sigfússon, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, segir að ekkert bendi til að fs- land skeri sig úr hvað þetta varðar og því megi segja að þetta vandamál sé til staðar hérlendis í sama mæli og WHO metur það vera í öðmm lönd- um. Því mætti spara milljarða króna á þessum vett- vangi. Þeir Eggert og Einar Magnússon, yfirlyfjafræð- ingur heilbrigðisráðuneytisins, rituðu grein um málið í Læknablaðið við lok síðasta árs. Þeir fjalla einnig um ofnotkun lyfla hérlendis og segir m.a. í greininni: „Hér á þessari síðu hafa á undanförnum ámm verið nefnd ýmis dæmi um notkun lyfja sem er langt umfram það sem gerist í þeim löndum sem við kjósum helst að bera okkur saman við ... Of- notkun einstakra lyfja umfrarn það sem annars staðar þekkist segir ekkert um dómgreind lækna sem þeim ávísa en þeim mun meira um snjalla markaðssetningu sem miklu fé er varið til og greitt er fyrir með einum eða öðrum hætti í háu lyfja- verði, bæði af sjúklingum sem og skattgreiðendum og notendum." Rúmlega helmingi lyfja er ávísað og dreift og þau af- greidd eða tekin með röngum hætti. Ný og dýr lyf oft ekki betri en þau gömlu Eggert Sigfússon segir í samtali við DV að ein af megin ástæðum fyrir hækkun lyfjakostnaðar sé að sífellt komi ný og dýrari lyf á markaðinn sem leysi ódýrari lyf af hólmi. Hins vegar séu þessi nýju og dýrari lyf oft ekkert betri en gömul og góð lyf. Hann tekur sem nýlegt dæmi notkun coxíb-lyija sem notuð eru gegn gigt. í upphafi hafi verið talið að þessi lyf hefðu í för með sér minni aukaverkanir fýrir sjúklinga, einkum óþægindi í maga, en reynsl- an hafi sýnt að svo er ekki. Grunnhugsunin að baki skynsamlegu vali lyfja á lyfjalista byggist á því að nýta áfram gömul og góð lyf meðan þau reynist vel og taka þau nýrri og dýrari ekki í gagnið nema sannað þyki að þau séu betri. Einnig kemur ffam hjá þeim Eggert og Einari í fyrrgreindri grein að „óskynsamleg notkun lyfja geti valdið alvarlegum skaða, dauðsföllum, langvarandi sjúkdómum og örorku. Auk þess sem misnotkun og ofnotkun lyfja veldur verulegum óþarfa kostnaði fyrir bæði sjúklinga og almanna- tryggingar..." ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ MIKIÐ ÚRVAL Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.