Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 Sport DV Egilshöllinni Undanúrslitaleikirnir á Reykjavíkurmóti meistara- flokks karla í knattspyrnu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. f fyrri leik kvöldsins, sem byrjar kl. 18.30 mætast sigurvegarar A-riðils KR og Víkingur, sem hafnaði í öðru sæti B-riðils. í hinum leiknum sem hefst kl. 21 mætast sigurvegari B-riðils, Fylkir, og Valur, sem hafn- aði í öðru sæti A-riðils. Miðaverð á leikina er 500 kr. fyrir fullorðna, 200 kr. fyrir 12-16 ára og frítt fyrir börn 11 ára og yngri. Miðarnir gilda á báða leik- ina Alfreð orðaður við Barcelona Handknattleiksþjálfar- inn Alfreð Gíslason, sem stýrir þýska liðinu Magde- burg, hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari spænska stórliðsins Barcelona en þjálfari þess, Valerio Rivera, ætlar að hætta eftir þetta tímabil. Alfreð sagði í samtali við þýska vefsvæðið sportl.de að það væri heiður að vera nefndur í sambandi við þjálfarastöðuna hjá Barce- lona en taldi samt litlar líkur á því að hann myndi taka við liðinu. „Ég er nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning og er að móta nýtt lið hér í Magdeburg. Ég ætla ekki að hlaupa frá því verkefni." Rodgers til Grindavíkur Körfuknattleikslið Grindavíkur hafa fengið bandaríska leikmanninn lacky Rodgers til liðsins í staðinn fyrir Stan Blackmon, sém stakk af um síðustu helgi. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við DV Sport í gær að Rodgers væri tveir metrar á hæð og vonandi maðurinn sem þeir þyrftu í baráttunni undir körfunni. Snæfellingar hafa unnið sjö leiki í röð í Intersportdeildinni í körfubolta og eru komnir á topp deildarinnar. Vinni Snæfellingar í Hveragerði í kvöld setja þeir nýtt félagsmet því Hólmarar hafa aldrei unnið átta úrvalsdeildarleiki í röð. Snæfellingar úr Stykkishólmi hafa komið mörgum á óvart með frábæru gengi sínu í Intersportdeildinni að undanförnu en liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og er komið upp á topp deildarinnar. Snæfellingar fá alvörupróf í kvöld þegar þeir sækja Hamarsmenn en með sigri, þeim áttunda í röð, setja Hólmararnir nýtt félagsmet í sigurleikjum í röð í úrvalsdeild en Snæfell vann einnig 7 úrvalsdeildarleiki f röð fyrir 11 árum. Það er ljóst að það mun reyna verulega á styrk Snæfellinga í kvöld. Hamarsmenn hafa unnið sex af átta heimaleikjum sínum í vetur og meðal fórnalamba þeirra eru bæði Njarðvíkingar og Keflvíkingar sem hafa leikið báða úrslitaleiki tímabilsins til þessa. Snæfell vann íyrri leik liðanna með 17 stigum en eiga harma að hefna eftir ófarir í Hópbílabikarnum þar sem Hamar sló út liðið í 16 liða úrslitunum í dramatískum leik í Hveragerði. Snæfell vann reyndar leikinn í Hveragerði með sex stigum en Hamar hafði unnið með sjö stigum í Hólminum og komst því áfram. Mikil bæting hjá Dondrell Það hefur munað miklu um bætta frammistöðu Dondrells Whitmore sem skoraði „aðeins" 14,3 stig að meðaltali í fyrstu níu leikjum liðsins. Dondrell hafði skorað 26,1 stig að meðaltali í finnsku deildinni fyrir þremur árum og þvf var búist við miklu af honum. Whitmo.re hefur bætt við rétt tæpum átta stigum í leik í sjö leikja sigur- göngunni og er að finna sig betur með hverjum leik. Aúk hans hefur Hlynur Bæringsson ❖axiö eftir því sem liðið hefur á tímabilið og hækkað sig bæði í stigum (3,5) og fráköstum (2,0) í sigurleikjunum sjö frá því sem að hann skilaði í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Besti árangur Snæfellinga í úrvalsdeildinni er 5. ^æti sem liðið hafnaði í fyrir ellefu prum en liðið komst í úrslitakeppnina í fyrsta og eina skiptið fyrir fimm árum síðan. Snæfellingar eiga frekar létta leiki eftir og eru því nær öruggir með besta árangur sinn í sögunni og jafnvel líklegir til að vinna sinn fyrsta titil fari allt á besta veg. Sá draumur gæti vel ræst vinnist leikurinn í Hveragerði í kvöld. ooj@dv.is Mikill munur á Dondrell Dondrell Whitmore hefur fundið sig vel i siðustu leikjum og er loksins farinn að skila þvisem ætlast var afhonum i upphafi timabils. Hér sést hann I baráttu um boltann við Jón Nordal Hafsteinsson i leik gegn Keflavik i vetur LÉTTIR LEIKIR EFTIR? Snæfellingar eiga eftir að spila sex leiki í Intersportdeildinni þar af þrjá á heimavelli sínum í Hólmin- um þar sem liðið hefur unnið sjö síðustu deildarleiki. Allir þessir leikir eru gegn liðum í 5. sæti eða neðar og allir útileikirnir eru gegn liðum í 7. sæti eða neðar. Dagskráin gæti því vel verið erfiðari þegar Snæfellingar sækjast eftir fyrsta titlinum í sögu Stykkishólms. Leikir sem Snæfell á eftir: 12. feb. Hamar (úti) 7. sæti 15. feb. (R (heima) 9. sæti 20. feb. Breiðablik (úti) 10. sæti 26. feb. Njarðvík (heima) 5. sæti 29. feb. Haukar (heima) 6. sæti 4. mars KFl(úti) ll.sæti BÆTING BESTU MANNA Tveir lykilmenn Snæfells, Dond- rell Whitmore og Hlynur Bærings- son, hafa bætt sinn leik mikið ( sigurgöngunni frá því sem þeir skiluðu í upphafi tímabils. Breyting á meðalskori manna í liði Snæfellinga: Dondrell Whitmore +7,95 Fyrir sigurgöngu 14,3 (sigurgöngunni 22,3 Hlynur Bæringsson +3,46 Fyrir sigurgöngu 12,1 (sigurgöngunni 15,6 Hafþór Ingi Gunnarsson +0,38 Fyrir sigurgöngu 7,3 (sigurgöngunni 7,7 Corey Dickerson +0,33 Fyrir sigurgöngu 20,7 (sigurgöngunni 21,0 Lýður Vignisson -3,50 Fyrir sigurgöngu 8,7 (sigurgöngunni 5,2 Sigurður Þorvaldsson -5,35 Fyrir sigurgöngu 14,8 (sigurgöngunni 9,4 Edmund Dotson hefur spilað síðustu fjóra leiki Snæfellinga og skorað í þeim 14,0 stig að meðaltali og tekið að auki 6,5 fráköst í leik. Með komu hans hefur leiktlmi Sigurðar minnkað um 9,2 mínútur að meðaltali í leik. FÉLAGSMET SNÆFELLS Snæfellingar setja nýtt félagsmet vinni þeir leikinn gegn Hamri í kvöld. Snæfell hefur unnið sjö leiki í röð einu sinni áður, það var fyrir rétt rúmum ellefu árum síðan. Flestir sigrar Snæfells í röð: 7 20.jan.-21. feb. 1993 7 11. des. 2003-(gangi 5 18. okt.-6. des. 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.