Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 23 Hin árlega baðfataútgáfa af tímaritinu Sports Illustrated kom út í gær. Þessi dagur þykir með þeim merkilegri í Bandaríkjunum og flykkjast menn í blaðsöluturna til að ná sér í eintak. Þetta er í fertugasta skiptið sem baðfatablaðið kemur út og því ríkti óvenju mikil eftirvænting að þessu sinni. i Alex Rodriguez Eddie George Iþpónalólhiö tækkar fötum Einn af árlegum merkisdögunum Bandaríkj- anna var í gær en þá kom tímaritið Sports Illu- strated út. Þetta var þó ekkert venjulegt íþrótta- blað heldur hin árlega baðfataútgáfa tímaritsins sem ávallt er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar gefur að líta myndir af léttklæddu íþróttafólki - eitthvað sem fáir Bandaríkjamenn láta fram hjá sér fara. Væntingar vegna viðhafnarútgáfu Þetta er í fertugasta skipti sem blaðið kemur út og þess vegna var sérstaklega vandað til útgáf- unnar í ár. Það skapaði jafnframt meiri eftirvænt- ingu meðal lesenda blaðsins sem voru farnir að mynda raðir við blaðsöluturna mörgum klukku- tímum áður en blaðið fór í sölu. Þeir urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar þeir fengu blaðið í hendurnar - forsíðuna prýðir hin unga Veronika Varekova en auk hennar fá tennisstjörnurnar Ser- ina Williams og Anna Kournikova ítarlega um- fjöllun bæði í máli og myndum, þótt hið síðar- nefnda hafi verið fyrirferðarmeira. Kvenkynslesendur blaðsins sem ekki hneigjast að eigin kyni fá þó líka eitthvað fyrir sinn snúð því í blaðinu má finna myndir af mörgum af helstu karlkynsíþróttahetjum Bandaríkjanna í kynlegum stellingum. Meðal þeirra er hjólabrettakappinn Tony Hawk, Petr Nedved leikmaður New York Rangers, Eddie George leikmaður Tennessee Titans, Alex Rodriguez leikmaður Texas Rangers og knapinn Jose Santos. Allir eru þeir umkringdir léttklæddum baðstrandargellum og virðast njóta sín vel. Ánægðir með Önnu Boðið var til mikilla veisluhalda vegna útkomu blaðsins þar sem öll helstu módelin létu sjá sig. Talsverður sirkus myndaðist í kring um teitið lfkt og oft vill verða þegar margir frægir koma saman á einn stað. Aðdáendur fjölmenntu fyrír utan en eins og áður sagði verður allt vitlaust vestanhafs þegar þjaðið kemur út. Æsingurinn var þó óvenju mikill í ár og segja fróðir menn áð það sé tilkomið vegna Onnu Kournikova sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Stelpan skaust ung upp á stjörnuhimininn þar sem hún þótti með efnilegri tenniskonum heims. Hún varð þó aldrei meira en efnileg og nú hefur hún meira að segja gefið það út að hún sé hætt að leika tennis. Vinsældir henn- ar verða þó seint raktar til tennishæfíleikanna því það fer varla fram hjá nokkrum manni að stúlkan er myndarleg í meira lagi. Þetta veit hún sjálf og hefur alla tíð gert mikið út á útlitið, jafnt innan vallar sem utan. Ástæða þess að hún hefur gefíð tennisferilinn upp á bátinn er sögð vera langvar- andi meiðsli en fyrir utan það hefur tennisinn einfaldlega verið að taka of mikinn tíma frá Önnu sem hefur nóg að gera í módelstörfum og öðru. Margir aðdáenda hennar eru þó sáttir við þá ákvörðun stúlkunnar að hætta tennisnum líkt og einn sem beið í röð eftir að fá blaðið í hendurnar sagði: „Ég hef verið aðdáandi hennar lengi og beð- ið eftir að sjá hana á síðum þessa blaðs. Nú þegar hún er hætt þessu tennisrugli vona ég bara til þess að ég muni sjá meira í þessum dúr á komandi mán- uðum." Landsins Mikið er ég feginn, að Hótel Holt skuli vera til og hafa verið jafn gott og traust veitingahús eins lengi og elztu menn muna, ýmist bezti eða næstbezti staður landsins. Verið get- ur, að Vox sé jafngóður á kvöldin, en ekki í hádeginu. Og kannski fleiri Veitingarýni hús, en enginn staður er betri en Holtið. Þar á ofan er það ekki lengur eitt af þeim allra dýrustu, heldur bara eitt af dýrari veitingahúsunum, 6100 krónur þríréttað án drykkja. Á Vox er verðið 6800 krónur. Samt var Holtið betra fyrir ára- tug, þegar matreiðslan var ný- frönsk. Nú er hún nýklassísk. Það felur í sér, að hin flókna og klassíska skólamatreiðsla, sem menn fá verðlaun fyrir í keppni matreiðslu- bezti flækjustíll manna, hefur innbyrt ýmis atriði úr nýfrönskunni, en þó ekki ýmis meginatriði hennar, svo sem að nota nýja matseðla daglega með ferskum hráefnum dagsins, forðast upphitun og óhóflega forvinnu, leggja áherzlu á físk og grænmeti, svo og að virða eðlisbragð hráefna og þyngdarvandamál matargesta. Réttir Holts eru skólabókardæmi um vandaða útfærslu á flóknum verðlaunaréttum frá kokkasýning- um. Hugsið ykkur ristaða hörpuskel í rauðrófuraspi með kóríander rauðrófusósu, kryddjurtaturni og lárperumauki. Eða andarbringu með kaffi- og fíkjusósu, sætukart- öfluþynnum, fíkju- og fuglakjöts- slitrum. Þetta er hvort tveggja afar langskólagengið, en var saml sem áður einstaklega gott. Betri og jarðbundnari var raunar svört blóðpylsa með kálfabrisi, dúfulæri, kanínutægjum og spínat- böku. Og bezt var kálfasteik í rauð- vínssósu og maukhrísgrjón með daufum jarðsveppakeim, klettasal- ati, ætiþistli og of bragðsterkum tómötum. Sérstæð var heslihnetukaka með súkkulaðikremi, kaffiís og eggjafroðu, dæmigerður verðlaunaréttur. Hlutirnir eru einfaldari og betri, svo og ódýrari í há- deginu, þegar matur kostar aðeins 1900 krónur með vali milli fjögurra forrétta og fjögurra aðal- rétta og 2600 krónur, ef eftirréttur fylgir. Þetta er bæjarins bezti matur á hverja krónu og á skilið fullt hús á hverjum degi. Heitreyktur lundi var góður og enn betra var hreindýrakæfa með eplamauki og vínberjasósu. Ofn- bökuð bleikja og karrísósa með Hótel Holt ★★★★ -léttreyktu blómkáli var óvenjuleg, en gufusoðin rauð- spretta flutti mér daufan ilm af stórveldistíma nýfrönskunnar. Hún minnti mig á, að ég sakna ný- frönsku línunnar og jafnvel hinnar tízkuþrungnu blandstefnu alda- mótanna og er farinn að kikna undir yfirþyrmandi einræði ný- klassískrar eldamennsku, sem mér fínnst við hæfi að kalla flækjustíl. Jónas Kristjánsson París Hilton Hvað heldurhún eiginlega að húnsé? Neðarlega á stjörnulistanum París Hilton, erfingi Hilton hót- elkeðjunnar, er eitthvað að mis- skilja tilveru sfna þessa dagana. Henni til mikillar undrunar barst henni ekki boðskort í hið fræga partý sem J Records hélt á undan Grammy verðlauna hátíðinni en all- ir sem máli skipta fá boðskort. París reyndi allt sem hún gat til að lag- færa þennan „misskilning" en eftir að hafa grátbeðið forstjóra J Records um miða komst hún að því hversu neðarlega á stjörnulistanum hún virkilega er því henni var ein- faldlega ekki boðið. En til allrar lukku fyrir París barst kærasta hennar, sem er meðlimur í hljóm- sveitinni Backstreet Boys, boðsmiði og hún gat troðið sér inn með hon- um. París kann greinilega ekki að skammast sín því þegar inn var komið lét hún eins og hún hefði verið á toppi gestalistans. Hin meinta frægð Parísar sem aðallega samanstendur af því að vera fræg fyrir að vera fræg, ásamt hallæris- legum raunveruleika þætti og kyn- lífsspólu er greinilega búin að stíga henni til höfuðs. Meatball deyr úr hjartaáfalli Bolabíturinn Meatball eða „Kjöt- bolti'' lést úr hjartaáfalli í janúar að- eins 4 ára að aldri. Bandarfski leik- arinn Adam Sandler var eig- andi Meatballs og er sagður sakna hans sárt. Meat- ball var meðal annars hringberi Sandlers þegar leikarinn gekk í það heilaga í júni Adam sandler á síðasta ári og Sandler lék d móti var hundurinn föður Meatball, Mr. þar klæddur í Beefy í kvikmynd- kjólföt. Meatball inni Little Nicky hefur komið fram í kvikmyndum en varð þó ekki eins stór stjarna og faðir hans, Mr.Beefy. Sá lék stórleik sem hinn talandi bolabítur í kvik- mynd Sandlers, Little Nicky. Sandler er eyðilagður yfir missirn- um en á þó enn Matzoball sér til huggunar, ungan bolabít sem hann fékk frá konu sinni í brúðkaupsgjöf. Gullmolar í ASÍ „Sú myndlistasýning sem mér er efst í huga em Gullmolar í íslenskri myndlist, sem er í Listasafni ASI í til- efni 100 ára fæðing- arafmæli Ragnars í Smára. Þarna eru verk okkar frumlierja og gömlu meistara líkt og verk Kjarvals, Ásgríms og Jóns Stefánssonar og vil ég til dæmis nefna Fjallamjólkina hans Kjarvals, sem Museum of Modern Art í New York bauð tugi milljón króna í á sínum tíma. Verka- lýðshreyf- ingin ætti að sjá metnað sinn í að byggja nýtt húsnæði yfir safnið, Ásmundarsalur er að mínu mati orðinn allt of l/till fyr- ir þetta mikla safn.“ Einar Hákonarson Gott í myndlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.