Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Þorgeir Jónsson, vélvirki og kafari, hélt að hann væri að fara að athuga skemmdir á bryggjunni í Neskaupstað í gærmorgun þegar hann synti fram á lík, innpakkað í plast með keðjur um brjóst. Þorgeir kafaði ekki meira þann daginn. Kafarinn fékk sjokk „Mér brá óskaplega og þetta situr í manni. ekki þó svona hafi farið í þetta sinn enda á ég Eiginlega fékk ég vægt sjokk," segir Þorgeir ekki von á að lenda í þessum aðstæðum aft- Jónsson, 32 ára gamall kafari og vélvirki á ur. Ég hef haft mikla ánægju af því að kafa Neskaupsstað, sem mætti í vinnuna í gær- erlendis og sérstaklega lagt mig eftir að morgun eins og endranær. Verkefnið var að kafa niður að skipsflökum. Nú síðast við kanna skemmdir sem orðið höfðu á bryggj- Orkneyjar. En ég vona að það sem ég sá unni á staðnum eftir árekstur skips. Þorgeir þarna í höfninni eigi ekki eftir að bera skellti sér sallarólegur í sjóinn en var ekki bú- fyrir augu mín aftur. Þetta er eins og inn að vera lengi í kafi þegar hann upplifði martröð," segir Þorgeir kafari sem martröð lífs síns. Hann synti fram á lík af dvaldi að mestu heima hjá sér í gær- manni sem greinilega hafði verið komið fyrir dag á milli þess sem hann reyndi að á hafsbotni, innpakkað í plast með keðjur á gefa lögreglunni umbeðnar upp- fótum. Þorgeir varð stjarfur í kafarabúningn- lýsingar eftir bestu vitund. Þorgeir um, eins og hann hefði synt inn í bíómynd: hefur kafað í 14 ár og vonast til að „Ég hef áður kafað eftir líkum, síðast fyrir geta haldið því áfram um ókomin ár. 10 árum í Seyðisfirði, en aldrei lent í neinu í líkingu við þetta,“ segir Þorgeir sem var fljót- ur upp á yfirborðið aftur eftir að hafa náð átt- um í návist líksins í plastinu: „Það var margt sem fór í gegnum hugann á meðan ég var þarna niðri og ég treysti mér ekki til að rifja það allt upp. Þetta situr óneitanlega í manni,“ segir hann. Þorgeir tilkynnti þegar hvers hann hefði orðið vísari þegar hann komst upp á bryggj- una aftur og var þegar hafist handa við að ná líkinu upp. Þeir sem stóðu í því var verulega brugðið þegar í ljós kom hvað hafið hafði að geyma. Harðir naglar litu jafnvel undan. Sjálf- ur kafaði Þorgeir ekki meira í gær. Hafði feng- ið nóg: „Ég veit ekki hvenær ég kafa næst. Ég hætti Athygli hefur vakið að um síðastliðna helgi var lýst eftir bil sem talinn var hafa farið yfir Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í vitlausu veðri um fimmleytið aðfara- nótt laugardagsins en kom svo hvergi fram. Sjálfvirkur telj- ari við veginn gaf merki um bílinn en þrátt fyrir mikla leit fannst síðan enginn bíll á svæðinu og einskis öku- tækis var saknað. Var því þá kennt um að teljarinn hefði bilað en slíks munu raunar engin dæmi fyrr. Hinn látni Maðurinn er á milli þrítugs og fertugs, venjulegur í útlili, 1.80-1.85 m á hæð, sterklega byggður og samsvarar sér vel. Hann er með skolleitt hár, snöggklippt og snyrtilegt. Yfir- varaskegg, snöggt og snyrtilegt, lítið, nánast hýjung. Maðurinn er ekki talinn vera með nein áberandi sérkenni eða lýti. Hann er Evrópumaður, trúlega útlendingur en gæti verið ís- lendingur. Senior á vettvangi um helgina. Héjf vtmíar ahpii-afflrá I ííi „Við vorum níu þegar við komum til Neskaupstaðar og níu þegar við fórum þannig að hér vantar engan um borð," segir Jarle Hansen, skipstjóri á norska loðnuveiðiskipinu Senior, sem lá við festar i Nes- kaupstað þegar bryggjumorðið var líklega framið þar. Um tíma var talið nær víst að lík hins myrta væri af einum háseta skipsins en þrír úr áhöfninni höfðu setið að sumbli í Egilsbúð á laugardags- kvöldið. „Ég fór í Egilsbúð ásamt HalvarTomasen háseta og Björn Egil Mikkelborg vélstjóra. Við snerum allir aftur til skips og erum enn um borð, allir við góða heilsu," staðhæfir skipstjórinn en Senior liggur nú í höfn í Noröur Noregi. í Egilsbúð hittu Norðmenn- irnir nokkra skipverja af loðnuveiðiskipinu Súlunni og urðu þeir samferða til skipa sinna. Kvöddust þeir eftir nokkra kveðjusnafsa. „Það fór vel á með okkur og við skildum i góðu," fullyrðir skipstjórinn á Senior. „En í höfninni lágu þrjú önnur norsk skip fyrir akkerum ef ég man rétt. Það voru Hvannöy, Nybo og Södis." Bryggjaní Neskaupstað, þar sem likið fannst í gær, er utan við myndsvið vefmyndavélar sem staðsett er ofan á rnjöltönkum Síldarvinnslunnar hf. og sendir út á heimasíðu Fjarðabyggðar. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Síldar- vinnslunnar, er vefmyndavélinni eingöngu beint að athafnasavæði fyrirtækisins sjálfs við hafnar- bakkann. Bryggjan við Netagerð Friðriks Vilhjálms sonar sé ekki innan myndrarnmans. Aðspurður segist Björgólfur ekki vita til þess að lík- ið sem fannst sé af starfsmanni Síldarvinnslunnar. Sjálfur var Björgólfur í Reykjavík í gær. Hann segir heimamenn slegna óhug: „Ég er auðvitað búinn að heyra í þeim. En menn fá engar fréttir," segir for- stjóri Síldarvinnslunnar. úuí synrmymffl „Það læðist óneitanlega að manni grunur um að þessi staður gæti hafa verið vandlega valinn til þess að losna við lík," sagði Magni Krist- jánsson fyrrverandi skipstjóri í Neskaupstað. „Líkið fannst í sjón- um út af lítilli bryggju þar sem segja má að aldrei sé neinn á ferli eftir að kvölda tekur. Á bryggjunni stendur hús sem skyggir vand- lega á allt það sem þar fer fram. Þar að auki eru þarna háir nótabingir svo það má heita öruggt að ekkert sést frá bænum út á bryggjuna. Húsið er hátt, þrjár hæðir og áreiðanlega tíu metrar á hæð. Þar er starfsemi sem lýkur klukkan fjögur á daginn og eftir það er enginn i húsinu. Á húsinu eru stórir gluggar og ef ske kynni að einhver væri þar á ferli á kvöldin, væri húsið allt upplýst svo það færi ekkert á milli mála. Við komust eiginlega að þeirri niður- stöðu, félagarnir, þegar við ræddum málið að þessi staður væri svo vel til einhverra myrkraverka fall- inn á kvöldin eða nóttunni að það væri eiginlega ómögulegt annað en einhver vel kunnugur á staðnum hefði valið hann." ./jfajyil Lögreglan spurðist í gær fyrir hjá ítalska verktak- arisanum Impregilo vegna líkfundarins í Neskaup- stað. Impregilo hefur þá stefnu að tjá sig ekki við DV en samkvæmt heimildum blaðsins mun lausleg athugun fyrirtækisins i gær hafa leitt i Ijós að einskis starfsmanns fyrirtækisins við Kárahjnúka var saknað. Alisherjar manntal mun þó ekki hafa fariðfram. „Fólk er ekki i neinu sérstöku upp- námi. Þetta hlýtur að vera ein- hver algerlega utanaðkomandi. Þetta er enginn úr samfélagi okk- ar hér," segir séra Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur i Nes- kaupstað, sem telur fullvíst að líkið sem fannst i bænum í gær sé ekki af heima- manni. „Ég held að fólkið sé bara undrandi enda óviðbúið svona uppákomu. Við vitum ekki við hverju er að búast eða hvað þetta vindur upp á sig. Menn eru ekki farnir að tengja nein atvik eða átta sig á hvað þarna er á ferðinni," segir presturinn. Að sögn Sig- urður ræddu bæjarbúar líkfundinn mikið sin á milli i gær. „Það veit eng- innhvaðþarnaliggur að baki. En það er engin panikk heldur eru menn afskaplega yfirvegaðir og bíða bara eftir að gefinn verði út einhver úr- skurður og að eitthvað komi fram sem geti leitt til þess að málið verði upplýst. Á meðan gengur lífið sinn vanagang hér nema á þeim vettvangi sem lög- reglan er að rannsaka." „Þetta er fyrsta meinta morðmálið sem kemur til minna kasta eftir að ég varð sýslumaður hér," seg- ir Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, sem fer með yfirstjórn bryggjumorðsins i Neskaupsstað. Inger varð sýslumaður 1992 en hafði áður starfað sem fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði frá árinu 1980. „Þetta mál vekur mikið umtal hér og ég skil að það sé uggur í fólki," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.