Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 3
1 DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Heilög hómófóbía Réttindi samkynhneigðra hafa verið til umræðu undanfarið í kjölfar þess að George W. Bush lagði til að í stjórnarskrá Bandaríkjanna yrðu því settar skorður hverjir megi giftast. Þannig tókst honum líka að stilla væntanlegum andstæðingi sínum upp við vegg og neyddi hann til að taka afstöðu til málsins, sem auðvit- að var sú að hann væri andvígur hjónabandi samkynhneigðra þótt hann sæi ekki ástæðu til að tiltaka það sérstaklega í stjórnarskránni. Hins vegar er það afar sorglegur vitnisburður um siðferðiskennd meðalkanans að þegar réttindabar- áttu minnihlutahópa ber á góma þar í landi skuli það jafngilda pólitísku harakíríi að taka undir nreð mann- réttindasjónarmiðum. Hommar og lesbíur í Þjóð- kirkjunni Hér á íslandi er ástandið til allrar hamingju betra og hefur tekið stakkaskiptum á undraskömmum tíma án þess að maldað væri í mó- inn að ráði. Samkynhneigðum eru að vísu enn settar skorður við ætt- leiðingar og tæknifrjóvgun en vafa- lítið verður það misrétti einnig afnumið innan tíðar. Lengra verður þá ekki hægt að ganga og íslending- ar geta verið stoltir af því að búa í landi þar sem engum er mismunað vegna kynhneigðar sinnar. Alltjent ekki af hinu opinbera, aðeins af trú- félagi sínu. Ekkert trúfélag á íslandi hefur nefnilega enn treyst sér til að gefa saman einstaklinga af sama kyni í hjónaband. Hér mæðir mest á Þjóð- kirkjunni enda er hún trúfélag meg- inþorra þjóðarinnar og þar af leið- andi meginþorra homma og lesbía. Það er hins vegar ekki hlutverk hins opinbera að ákveða hverjir megi fá kirkjulega vígslu, þá ákvörðun tekur hvert trúfélag fyrir sig og á meðan samkynhneigðir eru ekki stærri þrýstihópur innan Þjóðkirkjunnar en raun ber vitni er engra breytinga að vænta þar á bæ. Afstaða hennar mun áfram verða sú að fagna því að Davíð Þór Jónsson er enn að karpa við kirkjuna Kiallari þessi umræða, sem kom upp á borð- ið fyrir rúmum þrjátíu árum, skuli vera komin upp á borðið og ár og aldir munu líða. Hvað gerir trúaður maður? Það er innbyggt í eðli Þjóðkirkj- unnar að humma siðferðileg álita- mál fram af sér fram í rauðan dauð- ann af eðlislægri skelfingu við að rugga bátnum. Þegar umræðan snýst um eitthvað sem allir sæmi- lega innrættir menn geta verið sam- mála um, svo sem atvinnuleysi, fá- tækt og vændi, tekur hún afstöðu. En um leið og einhvem kjark þarf til að taka afstöðuna, um leið og eitt- hvað ber á góma sem raunverulegur styr stendur um, þá þumbast hún við og þegir. Þjóðkirkjan segir með öðrum orðum aldrei neitt annað en það sem segir sig sjálft. Þar sem frjálslyndir ffelsunarguðfræðingar og forpokaðir bókstafstrúarmenn koma saman til að halda friðinn er ekki talað um neitt sem skiptir máli. Vogi einhver sér að impra á ein- hverju sem ágreiningur er um er tai- inu eytt með hjali um kærleika og náð og beðið fyrir sátt. í þessu partíi em samkynhneigðir í hlutverki bleika fílsins á miðju stofugólfi sem sátt ríkir um að taka ekki eftir. Hvað gerir trúaður maður sem tilheyrir kirkju sem tekur ekki undir trúarsannfæringu hans, til dæmis að þar sem kærleikurinn virði engin landamæri sé ást á milli tveggja ein- staklinga alltaf jafnheilög, óháð þjóðerni, litarafti, kyni eða mögu- leikum til undaneldis? Hvað gerir hann ef trúfélagið neitar að taka sönsum? Heldur hann áfram að berja hausnum við steininn eða kveður hann og þakkar fýrir sig og finnur sér trúfélag sem hann á sam- leið með? Þjóðkirkjan enginn prókúru- hafi Það þarf ekki nema hundrað manns og frjálslyndan prest til að mynda trúfélag sem gefið gæti sam- kynhneigða í jafn heilagt hjónaband og hver önnur kirkjudeiid. Þjóð- kirkjan er nefnilega enginn prókúm- hafi á blessun Guðs. Reyndar er Þjóðkirkjan ekki einu sinni það merkileg stofnun að það eigi að vera nokkrum manni sáluhjáiparatriði hvaða skoðun hún hefur á hjúskap- armálum hans. Fangelsið að Litla-Hrauni Sjálfsmorð fanga geta verið lausn, að mati bréfritara. Fangar og sjálfsvíg Einar Gunnarsson skrifar: Fangelsisstofnun gefur sístækk- andi hópi þeirra ógæfusömu ein- stakiinga, sem dæmdir eru undir manna hendur, tækifæri á að taka út sína refsingu með því að gegna sam- félagsþjónustu. Þetta er ánægjuleg þróun, sem vonandi má útfæra frek- ar og efla, til dæmis með því að fang- Lesendur ar í samfélagsþjónustu fái fræðslu . og uppbyggilega meðferð, jafnframt því sem þeir gegna skyldustörfum. I viðtali fyrir allmörgum ámm sagði Haraldur Johannessen, þáver- andi fangelsismálastjóri, að fangelsi væru þannig að enginn kæmi þaðan út sem betri maður. Mér verða þessi orð alltaf hugstæð. Sýna að fangels- isvist gengur í raun í berhögg við hið almenna viðmið; að fegra mannlífið. Skólar hafa þann tilgang að færða fólkið, lögreglan gætir öryggis borg- aranna og læknar leggja líkn að þraut. Svona má áfram telja. Fang- elsin hafa hins vegar þann tilgang að skila okkur slæmum þjóðfélags- þegnum. Stundum hefur það gerst að fangar á Litla-Hrauni hafi tekið líf sitt í sinni sáru sáiarangist. Af því hafa meðvitaðir þjóðfélagsþegnar haft áhyggjur og gripið hefur verið til aðgerða. En eru sjálfsmorðin ekki einfaidlega lausn og góður leikur í stöðunni þegar állt er svart - og vist- in að baki rimlunum er að gera þá að verri mönnum. Nebúkadnesar talar með fullan munninn Ingibjörgjónsdóttir bringdi: í Mogganum um sl. helgi var við- tal við ungan mann sem gegnir starfi stöðumælavarðar í miðrborginni. Athyglisvert var að sjá í þessu viðtali að hann sagði ekki til nafns; enda væri sér það ekki heimilt. Til- DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkurp án endurgjalds. Spurning dagsins Er ekki komið nóg af Kringlum? Ankerin tvö „Þetta er hugmynd sem er vert að skoða og við alla uppbyggingu í miðborginni þarfað horfa minnst 20 til 30 ár fram í tímann. Skoða verður þetta í samhengi við annað svo sem hvort einnig eigi að fara í upp- byggingu við Hlemm - en hann og Kvos- in yrðu, með ólíkri starfsemi á 'hvorum staðnum, sem ankeri Laugavegarins, sem yrði áfram mikil verslunargata. Mér þykir einnig mjög mikilvægt að hafa kvikmynda- hús i miðborginni, líkt og tíðkast í flestum mið borgum þarsem ég þekki til." Bolli Kristinsson, kaupmaður í Sautján. „Mer líst prýð- isvel á þessa stórhuga áætl- un sem mun vonandi efla miðbæinn og færa okkur nær því að gera ævagamlan draum um alvöru tónlist- arhús í Reykjavik að veruleika." Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður. „Auðvitað vil ég uppbygg- ingu i miS- borginni, en ekki er þar með sagt að ■ þurfi risastóra verslunarmið- stöð. Fara mætti ein- hvern milliveg. Hins vegar kemur þessi tillaga umræðunni afstað, sem er hið besta mál." Þórir Sigurbjörnsson, versluninni Vísi við Laugaveg. „Nei, engin miðborg getur þrifist án versl- unar. Sam- kvæmt þessum hugmyndum á að fjölga ibú- um á svæðinu um helming, sem auka myndi verslun á svæðinu mikið. Miðborg getur aldrei byggst einvörðungu upp á menningar- starfsemi." Sigurður Jónsson, framkvæmdastj. Samtaka verslunar og þjónustu. „Ég held að gott sé fyrir miðbæinn að fá einhvers konar verslun- armiðstöð, þó ég sjálfur væri hrifnari aflítilli miðstöð með mörgum litlum búðum sem myndu styðja hverja aðra, heldur en stórri verslunarmiðstöð í anda kringlunnar og Smáralindar, þó þær séu ágætar til síns brúks." Gísli Marteinn Baldursson, vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hugmyndir eru uppi um að reisa risastóra verslunarmiðstöð á hafnarbakkanum í Reykjavík. gangurtnn væn að vemda sig og aðra þá sem gegna svo um- deildum störfum að gæta bflastæða borgarinnar. Þetta verndarsjónarmið getur vissulega átt sér nokkurn stað. Hins- vegar má segja að öll störf séu með einhverjum hætti umdeild - og um marga aðra blása stríðari stormar en stöðumælaverði og em hinir sömu þó ekki einhver Nebúkadnesar Ne- búkadnesarson, nafnleysingi smá- sögunnar frægu. Þess utan finnst mér ókurteisi þegar menn kynna sig ekki. í raun- inni jafn hallærislegt og þegar fólk talar með fullan munninn, sýgur sultardropann upp í nefið, rennir ekki upp buxnaklaufinni eða býður ekki góðan daginn. Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bflastæðasjóðs, þarf því að taka sína menn í kennslu- stund í mannasiðum - og óska ég honum velfarnaðar í mikilvægu starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.