Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Áhyggjur af ágangi sjávar Taka á saman það tjón sem mannvirki og vega- og stígakerii í höfuðborginni verður fyrir vegna ágangs sjávar. Sjálfstæðismenn í samgöngunefnd Reykjavíkur hafa óskað eftir þessu. Þeir vilja meðal annars fá vit- neskju um tjón sem varð um jólin af völdum óveðurs og ágangs sjávar á göngustíg- um við Ananaust og Eiðs- granda. Einnig um hús sem sjór flæddi inn í og olli tjóni og þau hús sem voru í hættu vegna flóðsins, og hvernig standa eigi að viðgerðum og hvort fyrirhugað sé að efla sjóvarnargarða eða grípa til annarra varnaraðgerða. Þá vilja sjálfstæðismenn fá að vita hvort hættumat sé til vegna fleiri svæða í borginni og hversu algengt sé að tjón verði á götum og göngustíg- um vegna ágangs sjávar. Þeir biðja líka um upplýs- ingar um hreinsunarstarf vegna þessa. Þingmaður leiðir trillukarla Gísli S. Einarsson, fyrr- verandi alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur verið kjörinn formaður Fé- lags smábátaeigenda á Akranesi. Þá er ritari Börkur Jónsson, gjaldkeri Rögn- valdur Einarsson og með- stjórnendur Gísli Geirsson og Guðmundur Elíasson. Fyrsti fundur félagsins á dögunum ákvað að lýsa yfir undrun sinni á aðgerða- leysi Fiskistofu gagnvart ólöglegri löndun grá- sleppuhrogna fyrir upphaf vertíðarinnar. Löndunin er ólögleg, en á sama tíma sviptir Fiskistofa báta veiði- leyfi og þar með áhöfnina atvinnu sinni ef landað er einum fiski rangt flokkuð- um, var álit fundarins. Nýrfrétta- stjóri DV * 1 Blaðamaðurinn Reynir Traustason hefúr verið ráð- inn fréttastjóri DV. Reynir á að baki ára- langa reynslu afblaða- mennsku og hefur undan- farið starfað sem ritstjórn- arfulltrúi Fréttablaðsins. Hann mun starfa við hlið Kristins Hrafnssonar og Kristjáns Guy Burgess. Frá því nýir eigendur komu að DV í nóvember síðastliðnum hefur blaðið verið í stór- sókn og þegar hefur lausa- salan tvöfaldast. Ráðning Reynis er hluti af stefnu rit- stjórnar að bæta gott blað enn frekar. Sjúkraflutningamönnum er gert að skila hreinlegu sakavottorði þegar þeir sækja um vinnu. Maður sem er dæmdur fyrir að nauðga stúlku á skemmtistað er starf- andi á sjúkrabíl hjá slökkviliði úti á landsbyggðinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins ræður ekki kynferðisbrotamenn. Dæmdur nauðgari Maður sem dæmdur var í Hæstarétti árið 1999 fyrir nauðgun er starfandi sjúkrabflstjóri, þrátt fyrir reglur um að umsækjendur um starf hjá slökkviliðum skili inn sakarvottorði. Maðurinn var dæmdur fyrir að þröngva stúlku til samræðis inni á salerni á veitingastað úti á landsbyggðinni árið 1996. í dómi héraðs- dóms frá 1998 segir að maðurinn hafi dregið stúlkuna inn á karlasalerni, haldið henni nauð- ugri og komið fram vilja sínum. Fórnarlambið þekkti lítið til mannsins, lýsti honum þannig að hann væri með yfirvaraskegg og keyrði sjúkrabif- reið. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta í Hæstarétti. Slökkviliðsstjóri sá sem maðurinn starfar hjá segir það háfa verið mat sitt að maðurinn gæti starfað áfram við sjúkraflutninga, vegna þess að dómurinn hafi ekki kveðið á um annað. „Þegar þetta kom upp var manninum vikið úr stöðu sjúkraflutningamanns og hann settur á síma á meðan málið hans fékk þá rannsókn sem þurfti. Síðan óskaði hann eftir því að fá frí hjá okkur og hann fór í frí án launa. Svo fékk málið þá meðferð að hann var dæmdur og afplán aði þann dóm. Það er ekki eins og þessi mál séu alltaf að koma upp, sem betur fer. Það var gerð sú tilraun og við litum svo á að kerfið ætti ekki að refsa honum,“ seg- ir hann. Slökkvi- liðsstjórinn segir að al- mennt sé sú regla viðhöfð að óska eftir hreinu sakavott- orði hjá um sækjendum, það hafi haft áhrif á ákvörðun sfna að maðurinn var þegar „Ég efast um að við værum með mann áfram við störfsem hlyti slíkan dóm/'segir slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. starfandi hjá slökkviliðinu þegar dómur féll. „Það verður að skoða hvert einstakt mál fyrir sig. Það vegur þungt að dómurinn skuli ekki kveða á um þetta af eða á og það er mjög miður að sitja uppi með ákvarðanir af þessu tagi. Ef það kemur fram óánægja með þetta innan samfélagsins munum við bregðast við því. Við erum bara að þjónusta samfélagið eins og það biður um að við þjónustum því.“ Hrólf- en Jónsson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæð- inu, segir að menn séu undantekningalaust beðnir um að láta sakavottorð fylgja umsóknum. Ef sakavottorðið sé ekki hreinlegt séu menn ekki ráðnir. „Auðvitað erum við ekki að eltast við eitt- hvað sem menn hafa gert fyrir lifandis löngu, til dæmis ef menn hafa verið brattir 17 eða 18 ára og keyrt of hratt einu sinni. En ef menn hafa ít- rekað misst bflprófið, verið í fölsunum, innbrot- um eða einhverju vafasömu, vinna þeir ekki hér,“ segir hann. Aðspurður um hvað gert væri í tilfellum kynferðisbrotamanna segir Hrólfur: „Það kom upp mál hér þar sem maður var ákærður fyrir kynferðislega áreitni í sjúkrabfl. Hann hefði ekki verið áfram við störf ef hann hefði verið dæmdur sekur. Ég efast um að við værum með mann áfram við störf sem hlyti slík- an dóm,“ segir hann. jontrausti@dv.is Davíð orðinn pistlahöfundur! Davíð Oddsson er orðinn pistla- höfundur á Netinu! Orðrómurinn fór sem eldur í sinu um íslenskt þjóðfélag í gærdag. Davíð er á Net- inu! Orðrómurinn var svo hávær að hann barst meira að segja Svart- höfða til eyrna þar sem hann lá og dormaði í sófanum yfir þriðju end- ursýningu á Dr.Phil á Skjá einum og búinn að subba ostapoppinu út um allt gólf. Og Svarthöfði stóðst ekki mátið að druslast á fætur og að gamla Macintosh Classic-ræflinum og byrjaði að hamra nafn Davíðs á leitarvélarnar. Loks skilaði leitin árangri og pist- ill Davíðs birtist á skjánum. Og Svarthöfði gat ekki annað en fyllst aðdáun yfir því hvaða vettvang Dav- íð hafði kosið sér. Því pistil hans var að finna á Tfldn.is, vefsíðu ungra sjálfstæðiskvenna. Alltaf flottur á því, hann Davíð, hugsaði Svarthöfði w > Svarthöfði með sér um leið og hanri smellti á pistilinn til að lesa hann. Kann að koma fólki á óvart. Og Svarthöfði hugði gott til glóðarinnar að lesa pistilinn, þennan sögulega pistil, fyrstu orð Davíðs á Netinu. Svart- höfði bjóst við einhverju alveg frá- bæru, einhverju sem mundi skekja samfélagið, Davíð færi náttúrlega ekki að taka til máls á Netinu með einhvern tittlingaskít. Þessi pistill hlyti að birta einhvern djúpan vís- dóm sem Davíð vildi deila með þjóð sinni, markmið hans í framtíðinni, greiningu hans á samfélaginu, hann hlyti að segja eitthvað sem skipti sköpum fyrir sál hvers manns í þessu samfélagi, fjalla um innstu rök tilverunnar, um stoðir samfélagsins, um gott og illt, fátækt og rflddæmi, ástir og örlög. En þegar Svarthöfði hafði lesið pistilinn varð hann að viðurkenna að hann varð fyrir nokkrum von- brigðum. Þetta var þá ekki annað en sama gamla þrasið um eignarhald á íjölmiðlum og Fréttablaðið sem málgagn Baugs. Nú er Svarthöfði ekki í vafa um að gífurlega brýn þörf er á að ræða eignarhald á fjölmiðl- um. En hann hefði nú samt alveg viljað fá eitthvað frumlegra frá for- sætisráðherra sínum við þessi miklu tímamót þegar hann skrifaði í fyrsta sinn á Netið. Forsætisráðherra þjóð- arinnar var meira að segja ekki há- leitari en svo að helsti heimildar- maður hans var enginn annar en Hallur „undir Davíð" Hallsson sem lýst hefði „á skilmerkilegan hátt“ hvernig Fréttablaðinu væri beitt í þágu eigenda sinna. Og sama gamla lumman um að trúnaðarskjöl frá Baugi hefðu borist ritstjóra Frétta- blaðsins sem afhent hefði þau fréttamanni sínum. Hvenær fær aumingja Reynir Traustason eigin- lega að njóta sannmælis fyrir skúbb- Íð sitt? Æ, já, Svarthöfði bjóst einhvern veginn við einhverju meira. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.