Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Fjögur úr gæslu Fíkniefnalögreglan hefur sleppt fjórum úr gæsluvarð- haldi í framhaldi af rann- sóknum á tveimur fíkni- efnamálum frá í síðustu viku. Um er að ræða þrennt sem tekið var á Keflavíkur- flugvelli með 100 grömm af kókaíni og einn mann á þrí- tugsaldri sem reyndi að smygla 10 kílóum af hassi frá Nepal. í kókaínmálinu voru tveir piltar og ein stúlka, öll í kringum tvítugt, tekin. Ásgeir Karlsson, yfir- maður frkniefnalögreglunn- ar, segir að ekki liggi enn fyrir niðurstöður rannsókn- ar hjá tæknideild á því um hve hreint efni sé að ræða. Ók réttinda- laus með fíkniefni Lögreglan í Keflavík handtók ökumann bifreiðar og T)óra farþega í fyrrinótt. Bíllinn var stöðvaður á Grindavfkurvegi og reynd- ist bílstjórinn réttindalaus. Þá fundust fíkniefni í bíln- um og áhöld til neyslu þeirra. Fimmmenningarnir gista fangageymslur í Reykjanesbæ meðan mál þeirra er í rannsókn. Er Björgólfur að eignast ísland? Björgvin G. Sigurðsson Þingmaður Samfylkingar. „Björgólfur er sífellt að færa út kvíarnar og er áberandi sem sakirstanda, enda var endur- koma hans inn í íslenskt at- hafnalíf söguiegt stórvirki sem seint verður jafnað. Hann er þó ekki að eignast ísiand, enda hvorki honum né samfé- laginu til framdráttar að örfáir aðilar eigi bókstaflega allt og alla. Hættan er vissulega til staðar, enda hagkerfið ör- smátt. Umsvifog útrás manna sem Björgólfs stækka þó hag- kerfið." Hann segir / Hún segir „Það liggur við að Björgólfur sé að eignast Island, að minnsta kosti eru umsvifhans I viðskipta- og athafnalífinu orðin mjög mikil. Ómögulegt er hins vegar að segja til um þróunina og hverjir eignast hvað og hverja, því breyting- arnar eiga sér hratt stað um þessar mundir. Menn geta sakir smæðar þjóðfélagsins náð miklum áhrifum I krafti peninga hér á landi - og spurning hvort þarfað setja reglur þar að lútandi." Guðrún Helga Sigurðardóttir Blaðamaður á Frjálsri verslun. Mokstursmenn á suðvesturhorninu eru æfir út í Vegagerðina, sem þeir segja beita bellibrögðum til að hanka þá á brotum á reglum Evrópusambandsins. Verktaki yfir snjómokstri er beðinn um að færa fram aksturstíma af fornbíl sem er ánafnað- ur byggðasafninu í Skógum. Mokstursmenn milli tveggja elda Tvær deildir Vegagerð- arirmar, eftirlit og framkvæmdir, skipa mokstursmönnum að gera sinn hvorn hlutinn. Ýmist eru þeir sektaðir fyrir að setja ofmikið salt á bílana eða skammaðir fyrir að hafa of lítið salt, vegna þess að allt sé i uppnámi vegna ófærðar. Mokstursmennirnir Borgar Skarphéðinsson og Hilmar Ólafsson eru þreyttir á einelti Vegagerðarinnar. Kvarta undan áreitni Vegagerðarinnar Mokstursmenn á suðvesturhorninu eru æfir vegna Vegagerðarinnar, sem reynir að framfylgja reglum Evrópusambandsins um þungatakmark- anir og hvíldartíma. Samkvæmt þeim eiga bílstjór- arnir að hvfla sig í kortér þrisvar sinnum á hverri átta tíma vakt. Hilmar segir reglur Evrópusam- bandsins greinilega ekki miðaðar við veðurfar á ís- landi. „Um daginn skóf stöðugt í Reykjanesbraut- ina en við áttum að hvfla okkur í kortér þrisvar á dag. Ég veit ekki hvort menn séu að hugsa sér að við keyrum út í kant á Miklubrautinni eða Reykja- nesbrautinni á meðan allt fyllist af snjó. Það skap- ast mikil slysahætta af því að við eigum að stoppa og leyfa snjónum að hlaðast upp," segir Hilmar Ólafsson verktaki, sem hefur umsjón með öllum snjómokstri frá Hvalfjarðargöngum að Keflavíkur- flugvelli. Hann segir Vegagerðina skamma mokst- ursmenn úr tveimur áttum. „Við höfum lent í því að vera hundskammaðir af Vegagerðinni fyrir það að bflamir hurfu þegar snjóaði, en menn áttu sitt kortér samkvæmt reglum. Svo skammar eftirlits- fólkið okkur ef við tökum ekki kortér." Plataður í vigtun Auk hvfldartíma kveða Evrópusambandsreglur einnig á um hámarksþyngd vinnuvélanna. Vega- gerðin hefur eftirlit með þyngd snjómokstursbfla sem annarra, og hefur til þess vigtir við Vestur- landsveg og Rauðavam. Bflarnir eru vigtaðir á hverju hausti með og án salts, sem þeir dreifa á göt- urnar, en einnig reglulega í eftirlitsskyni. Óli Guðmundsson mokstursmaður var í vetur sektaður persónulega urn 40 þúsund krónur fyrir að vera með of þungan bfl. Hann segir vinnubrögð Vegagerðarinnar lúaleg. „Ég var stopp fyrir neðan brúna við Suðurlandsveg. Svo þegar ég lít til hliðar em þeir komnir við hliðina á mér, eftirlitsménn frá Vegagerðinni. Einn spyr mig að því hvort ég sé á leiðinni upp úr. Þá spyr hann mig hvort ég geti tek- ið eina sköfu á vigtarplaninu. „Viltu að ég taki þarna?" spurði ég þegar ég var kominn. Þá svaraði hann: „Nei, stoppaðu bara, við ætlum bara að taka þíg-““ Milli tveggja elda Óli segir bflinn hafa verið með klakabrynju og snjó vegna veðurs og aðstæðna á vegunum, og því verið þyngri en ella. Hann segir mokstursmenn vera á milli tveggja elda. Eftirlit Vegagerðarinnar kvartar undan því að bflstjórar hvflist ekki nóg eða séu með of þunga bíla, en framkvæmdadeildin kvartar undan of litlum afköstum og að of lítið salt sé á bflunum. Jóhann Hjörleifsson, starfsmaður í eftirliti Vegagerðarinnar, segir að reynt sé að taka tillit til aðstæðna þegar bifreiðarnar eru vigtaðar. „Það er ábyggilega rétt hjá þeim að krapi hleðst utan á bfl- ana þegar þeir em í snjómokstri. En það er reynt að taka tiilit til þess.“ Aðspurður segist hann aðallega verða var við pirring hjá bflstjómm sem ítrekað em gripnir. „í einstaka tilfellum verður maður var við pirring. Það em örfá svoleiðis tilfeUi sem við höfúm orðið varir við. Það em yfirleitt aðUar sem hafa verið að lenda ítrekað í tékki og ekki verið í lagi,“ segir Jóhann. Aksturstímar af safnbíl Hilmar og undirverktakar hans fengu á dögun- um kröfu frá Vegagerðinni uim að þeir legðu fram svokallaðar „kjaftakerlingar", eða ökurita, biffeiða sinna, í þeim tUgangi að sjá hvort þeir hafi hvflt sig samkvæmt Evrópureglum. Hilmar er beðinn að færa fram ökurita sinn af fimm bflum, en einungis einn þeirra er í notkun, en hinir afskráðir fornbflar eða ónýtir. Meðal bflanna sem hann á að útskýra akstur sinn af er Volvo af svokallaðri símabflateg- und frá árinu 1971, sem hann hefur löngu afskráð og ánafnað byggðasafninu í Skógum undir Eyja- fjöUum. Bifreiðin hefur ekki verið notuð frá árinu 1996, að sögn HUmars. jontrausti@dv.is íslandsbanki selur fjárfestingarbanka og spáir í að stofna nýjan Selur Straum og býr sig undir yfirráð Landsbankans íslandsbanki seldi í gær 26% hlut í Straumi fyrir 3,9 milljarða króna. Eftir það á bankinn sáralítinn hlut í Straumi, sem upphaflega var hluta- bréfasjóður í eigu bankans. Þeir sem keyptu voru Tryggingamiðstöðin, Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson fyrir hönd fleiri fjárfesta. Magnús er nú stærsti hluthafinn í Straumi en hópur Kristins keypti fyr- ir 3 milljarða króna. Fjölskylda Krist- ins seldi hlut sinn í Skeljungi á síð- asta ári og hefur leitað að tækifærum síðan. Á sama tíma færði íslandsbanki niður hlutafé í bankanum fyrir 3,5 miUjarða króna. Það þýðir að hlutur hvers hluthafa fyrir sig verður verð- mætari en áður en enginn fer yflr 10% viðmiðun- armörk. „Hlutabréf í Straumi hafa tvö- faldast verði frá í sumar þannig að þarna fengum við tækifæri til að leysa inn góðan hagnað og færa niður hluta- féð. Þannig skapast svigrúm meðal annars til fjárfestingarbankastarf- semi,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka, en viU ekki upplýsa nánar um áformin. Eins og DV greindi frá í gær hef- ur verið ákveðið að Einar Sveinsson verði banka- ráðsfor- maður á aðalfund- inum 8. mars. Kristján Ragnarsson tiUcynnti í gær að hann myndi hætta í bankaráðinu á aðalfundinum. MUdar sveiflur hafa verið í eigendahópi ís- landsbanka. Landsbankinn og Burðarás voru búnir að ná 14% eign- araðUd og ætlaði Fjármálaeftirlitið að taka af þeim atkvæðisréttinn. Þá keyptu í vikunni Helgi Magnússon og Orri Vigfússon þennan hlut. Þeir hafa ekki kynnt hverjir komi að þeim við- skiptum með þeim en hafa neitað því að vera í samstarfi eða að taka þátt í leikbreUu með Landsbankanum. Helgi er stærsti hluthafinn í fslands- banka en fjölskylda Werners Rasm- ussonar er næststærsti hluthaflnn og Lífeyrissjóður verslunarmanna þriðji stærsti hluthafinn. Altalað er í ís- lensku viðskiptalífi að Landsbankinn hyggi á einhvers konar sameiningu eða samstarf við íslandsbanka og fátt sé hægt að gera til að koma í veg fyrir það. kgb@dv.is Magnús Kristins- son Útgerðarmað- ur i Vestmannaeyj- um. Stærsti hluthaf- inn i Straumi. Kristján Ragnars- son Hættir í banka- ráðinu eins og DV greindi frá i gær. Bjarni Ármanns- son Færirniður hlutaféð og undir- býr fjárfestingar- bankastarfsemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.