Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Síða 15
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 15
SPIUH A
KYNÞOKKANNI
virkjun, eiga tvær dætur og er Svanhildur átta árum yngri en
systir sín.
Fjóla segir hana hafa verið mikinn bókaorm sem krakki. „Sjö
ára var hún búin að lesa allar Aldirnar. Hún var yndislegt barn,
frjó, alltaf kát og skemmtileg. Og mjög ákveðin. Ef hún átti að
fara í önnur föt en henni fannst að hún ætti að vera í - þá
klæddi hún sig bara ekki.“
Svanhildur hafði mjög sterka réttlætiskennd strax og tók
alltaf upp hanskann fyrir þann sem minna mátti sín. „Hún vildi
oft beita sér fyrir aðra en sjálfa sig. Svo hefur hún alltaf verið
mikill dýravinur. Eitt sinn kom hún með önd til hjúkrunar og sú
teppti baðkarið hjá okkur í nokkra daga.“
Fjölskyldan bjó við Laxárvirkjun í Aðaldal en þegar Svan-
hildur var í 3. bekk í MA fluttu þau til Akureyrar.
Ótrúleg orka
Anna Johnsen er móðir Jóhönnu og segir Jóhönnu hafa ver-
ið ákaflega duglegan krakka, sama hvort það var námið, tónlist-
in eða íþróttinar. Jóhanna lagði stund á píanónám og var í fim-
leikum. „Svo æfði hún sund, dans og frjálsar íþróttir. Ótrúlega
atorkusamur krakJd. Og svo var hún mikil keppniskona og þol-
ir ekki að tapa. Og annað sem má nefna er að hún neitaði að
vera veik - aðeins einu sinni man ég til þess að hafa þurft að fá
leyfi fyrir hana frá skóla vegna veikinda." Anna segir að þrátt
fyrir þessa miklu orku hafi Jóhanna verið mjög meðfærilegur
krakki en hún er elst þriggja systkina. Faðir Jóhönnu, Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson borgarfuUtrúi, tekur í sama streng. „Hún var
strax sem barn og unglingur með ákveðnar skoðanir á öllum.
Þýddi ekkert íyrir mig að fullyrða eitt né annað. Hún vildi rök-
ræða og var ótrúlega ákveðin. Mikil jafnréttismanneskja. Þoldi
engan yfirgang karlmanna. Mjög lifandi krakki, félagsvera sem
hafði gaman af að blanda geði við fullorðna fólkið. Ekki óþekk,
öguð og sjálfstæður unglingur. Hreinskiptin og þolir ekki rang-
læti. Tekur upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín,“ segir
Vilhjálmur stoltur af dóttur sinni.
Jóhanna algjör púki
Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir, kennari í Húsaskóla, er vinkona
Jóhönnu en þær voru saman í Alftamýrarskóla. Þórhildur er
reyndar ári eldri en Jóhanna. „Hún var fimm ára þegar ég
kynntist henni. Algjör púki og ávallt tilbúin að gera skemmti-
lega hluti. Ekki beint ólátabelgur. En ég gerði hana þannig. Hún
hlýddi mér þó hún hlýði fáum.“
Jóhanna fer sínar eigin leiðir og lætur ekki stjórnast af öðr-
um né tíðarandanum. „Hún er ekki regluföst, maturinn þarf
ekki að vera á borðum nákvæmlega klukkan sex eða sjö.“ Þrátt
fyrir að fara sínar eigin leiðir var Jóhanna afbragðs námsmaður
og dúxaði hún í Hólabrekkuskóla á grunnskólaprófi.
Þórhildur segir Jóhönnu ófeimna og fljóta að kynnast fólki.
„Hún þorir að pota sér áfram. Gaman að henni. Hún er óbæld
og hávaði í henni. Partístelpa. Félagslynd og sækir í gleðina ef
hún býðst."
Var með kynþokkafyllstu konunni í bekk
Sigtryggur Magnason, ritstjóri Dægurmálaútvarpsins, var
með Svanhildi í Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
„Ég held að það hafi legið ljóst fyrir að hún færi langt. Mikill
kraftur og svo hlýtur hún að teljast greind, henni gekk mjög vel í
skóla." Þau tvö ásamt, Steinþór Heiðarssyni sem er Vinstri
grænn, vom í klíku saman. „Hann til vinstri, hún hægri og ég
viðrini í miðjunni." Sigtryggur segir lítið um kynlífstengdar at-
huganir í Hafralækjarskóla. „Eða þá hef ég eitthvað misskilið
konseptið. En, jújú, fátt sem toppar það að hafa verið í bekk með
kynþokkafyllstu konu Islands," segir Sigtryggur og telur víst að
Svanhildur hafi átt sína aðdáendur. Hann segir Svanhildi mjög
ákveðna og afgerandi karakter. „Skemmtileg stelpa, frekju-
dolla og þú kemst ekkert hjá því að taka til henn-
ar afstöðu."
Dagný Baldursdóttir, sem nú er að læra
hjúkrunarfræði, var með Svanhildi á her-
bergi á Laugum einn vetur. „Herbergið
var samkomustaðurinn hjá okkur vina-
hópnum. Sjaldan undir 5 til 7 manns
inni hjá okkur og líflegt að vera með henni í herbergi. Stórkost-
Iegur tími, mikið félagslíf og mikið um að vera,“ segir Dagný og
segir ekkert hafa vantað upp á að strákarnir væru á eftir henni.
„Hún átti líka mikið af strákavinum. Hún er svolítil stráka-
stelpa."
Djammari og
fyrir þroskað-
ari menn
Ásta Þórarins-
dóttir, bæjarritari
í Kópavogi, segir
Jóhannu ekki hafa
breyst mikið frá á
menntaskólaárun-
um. „Hún er alltaf
að
Forsíða Séð og heyrt Mikla athygli vakti
þegar spurðist að Jóhanna og handknattleiks-
kappinn Geir Sveinsson væru tekin saman.
berjast fýrir einhverjum
málstað og mjög heit
baráttunni. Hugsjóna-
manneskja sem velur
sér ekki auðveldustu
málin til að berjast
fyrir hverju sinni.
Hún er ennþá í
vakningunni með
grænmetið og
hómópatíunni. Og
er alltaf á leiðinni
til að læra það.“
Ásta segir Jó-
hönnu afar klára
og ekki þurft að
hafa mikið fyrir
náminu. „I Versló
var hún alltaf á leið-
inni út til framhalds-
náms að læra stjórn-
málafræði. Ekkert
endilega íjölmiðlar sem
voru í spilunum þar - en
þeir sameina kannski fjöl-
mörg áhugamál Jó-
hönnu."
Ásta segir hana ekki
hafa lagt sig í framkróka um að
kynnast samnemendum sínum
án þess að þar hafi hroki búið að
baki. „Það varð eitthvað annað að
hanga á spýtunni ef hún vildi hafa
fyrir því. Var að hugsa um eitthvað
annað. Var mikið í flokkstarfinu, þá f
stjórn Heimdallar og öðrum hlutum.
Meira fyrir málefnin en fólkið.“
Ásta segir Jöhönnu
djammara, hún hafi gaman
að því að skemmta sér og
ekki hafi farið hjá því að
strákarnir væru skotnir í
henni. „En skólafélagar
komu aldrei til greina hjá henni. Þeir þurftu að vera eldri, í það
minnsta þroskaðir, og af öðrum vettvangi."
Bynhildur Einarsdóttir er kennari á ísafirði en hún og Svan-
hildur eru bestu vinkonur, smullu saman. „Við erum algjörar
dreifbýliskonur og Svanhildi líður best í lopapeysunni úti á
landi. Hin rétta Svanhildur er ekki þessi sæta flotta skívsa sem
er á skjánum.
Sterk bein og mikil breidd
„Hún er alveg frábær stelpa með stórt hjarta. Hæfileikarfk og
sjálfstæð í hugsun," segir Guðrún Kristjánsdóttir. „Hún hefur
þroskast svo skemmtilega og ég bara get ómögulega nefnt til
neinn galla. Það er bara þannig. Tíu puttar upp til Guðs. En hún
er nettur villiköttur eins og allar skemmtilegar konur."
Leið Jóhönnu lá í Háskólann og er hún nú stjórnmálafræð-
ingur. Hún starfaði sem þula á RÚV og var í ein tíu ár með hlé-
um flugfreyja hjá Flugleiðum. Þá tók fjölmiðlabakterían við,
hún var fréttamaður á RÚV í útvarpinu og hlaut sína skólun.
Guðrún Kristjánsdóttir telur einsýnt að það sem geri hana góða
í sínu starfi sé mikil breidd og fjölþætt áhugamál. „Hún hefur til
dæmis mikinn áhuga á homópatíu... hún getur talað við fjölda
manns um hin ólíklegustu efni. Sterk bein. Sífellt að koma
manni á óvart.“
Hjólar í hvern sem er
Magnús Einarsson er mjög hrifinn af Svanhildi sem fjöl-
miðlamanni en hún á tiltölulega stutt eftir með lögfræðinám
sitt. „Hún býr yfir gagnrýninni hugsun, þrælklár og á eftir að
verða öflugri ef hún nennir að vera áfram í fjölmiðlum. Nýlega
byrjuð til þess að gera. Byrjaði á Degi í afleysingum og var á
RÚVAK.“
Svanhildur kom til starfa á RÚV við Efstaleitið þegar
engir voru ráðnir þangað nema vera sjálfstæðismenn.
Hún bar af þeim sem gull af eir og frami hennar var
skjótur. Ef Magnús á að nefna einhvern galla þá væri
það að Svanhildur fellur eilítið fyrir skjalli. „Líkt og með
marga á skjallið greiðan aðgang að hennar taugakerfi.
En alveg heiðskýr og veigrar ekki við sér að hjóla í
hvern sem er ef því er að skipta og henni mislíkar eitt-
hvað. Vel að sér, minnug og vegna reynslu sinnar í
pólitík þekkir hún allt stjórnkerfið og veit hvernig það
fúnkerar. Minnti á stundum á Sigurð G. besservisser
þjóðarinnar - í bestu merkingu." Magnús segir jafn-
framt að hún þoli illa geðleysingja og eigi erfitt með
að umgangast slíkt fólk.
jakob@dv.is
Töff týpa
„Jóhanna er fædd 7. desember 1970.
Hún er bogmaður, sem þýðir að hún er já-
kvæð og mjög leitandi," segir Gunnlaugur
Guðmundsson stjörnuspekingur um
Jóhönnu. „Fær fljótt leiða á þvf sem hún
kann. Hún vill prófa allt og kynna sér. Hún
er hörkukona og klár. Hún er mjög sál-
fræðilega innstillt og næm á fólk. Vakti at-
hygli mína þegar ég skoðaði kortið hennar
hversu herská hún er. Getur verið hvöss í sam-
skiptum. Hún er mikið fyrir það að keppa. Hún er
villiköttur og ræðst á alla þá sem eru með kjánagang.
Þolir ekki gæja sem eru með heimskulega stæla og get-
ur brytjað fólk í sig. en ef vit er í mönnum er hún af-
bragð. Það er í henni sporðdrekaelement. Laðast frekar
að eldri og þroskaðri mönnum. Hún er gallhörð þó hún
hafi vingjarnlegt yfirbragð. Afskaplega töff týpa, ákveðin
og getur verið mjög einlæg og jákvæð. Hún sækir í það
sem er krefjandi. Ákveðin togstreita í sálarlífinu hennar.
Hún þorir að fara sínar eigin leiðir og ekkert síður með
látum því hún er mjög ákveðin."
Ásta Þórarinsdóttir ÞekkirJó-
hönnu alveg frá þvi hún var i mennta-
skóla í Versió ogsegirhana ekki hafa
gefið karlkynssamnemendum sin-
um mikinn gaum.
Geir Sveinsson
Handboltakappinn
snjalli úr Val. Sjálfer
Jóhanna Framari og
þau ræða ekki
handbolta. Fram kemur
að Jóhanna hrifst af
iþróttamönnum.
Guðrún Kristjánsdóttir Segirhana búa
yfir mikilli breidd, fjölþætt áhugamál auk
hæfileika geri hana að frábærum fjöl-
miðlamanni.„Svo er hún náttúrlega villi-
köttureins og allar skemmtilegar konur."
Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson
Faðir Jóhönnu segir haha iðu-
I lega hafa blandað sér í sam-
ræður fullorðinna og taidiekk-
ert sjálfsagðara en að sér væri
tekið sem jafningja.
40-
tapa
Jóhanna um4
ára með systur
sýna Helgu
Björk Jóhanna
varótrúlegalif-
andi krakki og at-
orkusöm - vari
fimleikum.pianó-
timum.dansiog
frjálsum iþróttum
og þoldi ekki að