Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Fréttir 0V Myrti kærustuna og gerði 10 máltíðir úr henni sem hann drakk með rauðvíni Hannibal Lecter Þekktasta mannæta nútímabókmenntanna. Mannætur hafa verið reglu- lega í fréttum á Vesturlöndum upp á siðkastið. Sænsk mannæta losnar úr fangelsi Sænskur maður sem fyrir 25 árum myrti kærustuna sína og át hana gengur frjáls í sænsku samfé- lagi. Lögreglan í Malmö handtók manninn árið 1979 og fann þá í ís- skáp hans 17 kíló af illa lyktandi kjöti í sex pokum. Maðurinn hafði eldað um tíu máltíðir úr kærust- unni og drukkið vín með. Maðurinn var þá þrítugur en kærastan 28 ára. Þeim hlutum kærustunnar sem ekki enduðu á steikarpönnunni eða ofninum sturtaði maðurinn niður í klósettið eða henti í höfnina í Mal- mö. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kvaðst hann hafa orðið þreyttur á kærustunni, sem vildi eiga við hann mök. Þess vegna drekkti hann henni í baðkarinu. í nokkra daga meðhöndlaði hann svo líkið og vigtaði hina ýmsu líkamsparta. Hann fláði höfuð konunnar til að sjá hvernig það liti út undir húðinni en 0^ ileygði því svo í höfn- tna. Hárið geymdi hann í plastpokum í fata- skáp. Hann fláði höfuð kon- unnar tíl að sjá hvern- ig það íiti út undir húðinni en fleygði því syo i höfnina. Hárið geymdi hann í plast- pokum í fataskáp. Maðurinn var dæmdur til vistun- ar á réttargeðdeíld og segir læknir hans við Aftonbladet að hann hafl ekki breyst. Hann býr í eigin íbúð og er að læra tungumál. Maðurinn greinir frá því í samtali við dagblaðið Expressen að hann hafi reynt að gleyma því sem gerðist fyrir 25 árum. Hann segist hafa það gott en er á lyfjum til að halda sjúkdómnum niðri. Fyrir skömmu handtók breska lögreglan mann í Walthamstow- hverfinu í Norðaustur-London þar sem hann steikti mannsheila á pönnu. Þá hafa réttarhöld staðið í þýskalandinu yfir Armin Meiwes, sem át mann sem svaraði auglýs- ingu hans þegar hann augiýsti eftir einhverjum sem vildi láta snæða sig. Varöan - alhlíða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharöa peninga i Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifaliö: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboö hjá lcelandair í hópadeild, sími 505 0406 eöa sendiö tölvupóst á groups@icelandair.is www.landsbanki.is . . , , . sími 560 6000 L9 Landsbankinn Leyndarmál Stjórnarráðsins Þegar sagnfræðingur fær í hend- ur fræðirit um sögu byrjar hann yfir- leitt á því að skoða heimildaskrá höfundar og meðferð hans á heim- ildum. Eitt af því fyrsta sem hann kannar er hvort höfundur hafi notað svokallaðar frumheimildir við verk sitt og ef svo er hvort notkun þeirra hafi orðið til þess að koma nýrri þekkingu á framfæri eða bregða nýju ljósi á fyrri vitneskju okkar um það mál sem til umfjöllunar er. Stundum getur þessi vani orðið til þess að spilia fyrir því að sagnfræð- ingar njóti góðra ritverka á þeirra eigin forsendum, en það vandamál getum við leitt hjá okkur! I samræmi við starfsvanann hef ég lesið hina nýju tveggja binda sögu Stjórnarráðs íslands 1964-2004 (þriðja bindið er væntanlegt í haust) með heimildakönnun höfunda f huga. Hér er þó ekki ætlunin að rit- dæma verkið eða kveða upp dóm um heimildarýni þess í heild; í stað- inn verður í seinni hluta þessarar greinar eftir viku staldrað við á nokkrum stöðum í bókinni og hugað að því hvað heimildir, sem ekki hafa áður verið notaðar, segja okkur. Hvaða leyndarmál? I upphafi er rétt að víkja orðum að fyrirsögn þessarar greinar. Fyrr á öldum hétu skjalasöfn æðstu stjórn- valda því skrýtna nafni leyndar- skjalasöfn, Geheimearkiv. Embætt- isheiti forstöðumannsins var leynd- arskjalavörður, var hann starfs síns vegna gjarnan handgenginn kon- ungi og kanslara. Nefna má í þessu sambandi að íslendingurinn Finnur Magnússon (1781-1847) var um ára- bil ieyndarskjalavörður við hirð Danakonungs. Ekki ætti að þurfa að skýra nafnið í mörgum orðum; merkingin liggur í augum uppi: Skjölin voru ekki æduð öðrum en stjórnvöldum og þeim sem náðar þeirra nutu. Franska stjórnarbyltingin 1789 gerbreytti smám saman viðhorfum manna til skjalasafna. í kjölfar henn- ar festi hugmyndin um þjóðskjala- safn, þar sem opinber gögn væru al- menningi aðgengileg, rætur. Við skulum ekki láta það villa okkur sýn í því viðfangi að þjóðskjalasafn er nú á dögum afskaplega hversdagsleg stofnun sem hrærir sjaldnast upp í tilfinningalífi fólks (ef til vill að fá- einum ættfræðingum undanskild- um) eða vekur hugljóman. Þjóð- skjalasöfnin eru mikilvægur þáttur í arfleifð Vesturlanda á sviði frelsis og mannréttinda. Franska stjórnarhylt- ingin 1789 gerbreytti smám saman viðhorf- um manna til skjala- safna. í kjölfar hennar festi hugmyndin um þjóðskjalasafn, þar sem opinber gögn væru almenningi að- gengileg, rætur. Eftir að skjalasöfnin opnuðust reyndist skjalaáhugi almennings mestur á persónufróðleik, svo sem kirkjubókum og manntölum, og fjárhagsgögnum, skjölum sem geymdu upplýsingar um eignarrétt og fjárhagslega hagsmuni. Fræði- menn skoðuðu frekar gögn um ráðagerðir stjórnvalda og fram- kvæmdir ríkisins. Upplýsingaskylda stjórn- valda Lengi vel eftir opnun skjalasafn- anna voru sum skjöl þó talin þess eðlis og efnis að þau ættu ekki erindi við almenning eða fræðimenn, nema í undantekningartilvikum. Sum þóttu geyma svo persónulegar upplýsingar um einkahagi fólks að þau ættu að vera lokuð um aldur og ævi. Algengara var þó að skjöl um svokölluð „viðkvæm málefni“ stjórnvalda væru tekin frá, ekki síst þau sem vörðuðu öryggi ríkisins og samskipti við aðrar þjóðir. Nokkur geðþótti réð því á hverjum tíma hvaða skjöl voru lokuð með þessum hætti. Með löggjöf um upplýsinga- skyldu stjórnvalda á síðari hluta 20. aldar víða um lönd, þar á meðal hér á landi á tíunda áratugnum (Upplýs- ingalög nr. 50/1996), var skilgreint hvers konar skjöl skyldu vera öllum aðgengileg hvenær sem væri og hverrar tegundar hin væru sem lok- uð skyldu um lengri eða skemmri tíma. Fólst í þessu mikilvæg réttar- bót. Ég minnist þess þó að á nor- rænum ráðstefnum skjalavarða, sem ég sótti um miðjan tíunda ára- tuginn, voru sumir sagnfræðingar að kvarta yfir því að upplýsingalögin væru farin að hafa áhrif á það hvað embættismenn og stjórnmálamenn settu á blað; þeir væru farnir að rit- Guðmundur Magnússon skrifar um þjóðskjalasöfn Söguþræðir skoða sjálfa sig og jafnvel hagræða sögunni á skjölum til að líta betur út í augum framtíðarinnar. Vel má vera að eitthvað .sé til í þessu í öllum löndum, en það er áreiðanlega ekki leiðin til að bregðast við þessu að taka upp fyrri reglur sem heimiluðu að skjöl væru lokuð í marga manns- aldra. Fundargerðir ríkisstjórna Meðal þeirra stjórnarráðsgagna hér á landi sem undanþegin eru hömlulausum aðgangi almennings og fræðimanna eru fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórna. Þær má aðeins skoða þegar fundargerðirn- ar eru orðnar þrjátíu ára og eldri. Þegar ég skrifaði á dögunum hér í blaðið um ríkisráðsfundi fékk ég ekki að skoða gjörðabók ríkisráðs síðustu þrjátíu árin. Skipti þá engu máli þótt ég væri gamall innanbúð- armaður í Þjóðskjalasafni og með óbeinum hætti vörslumaður gjörðabókarinnar í nokkur ár. Allir eru jafnir fyrir lögunum. Ég hefði að vísu getað sótt um undanþágu eins og dæmi eru um, en taldi ekki þörf á því þá. Fræðimennirnir, sem skrifuðu sögu Stjómarráðsins, hafa greini- lega notið undanþágu frá lögunum og haft aðgang að fundargerðum ríkisstjórna.sem öðmm eru að jafn- aði lokaðar, þar sem þeir vitna í þær. Hvort aðgangi þeirra vom einhver takmörk sett kemur ekki fram í for- mála ritstjóra verksins í fyrsta bind- inu og þar segir raunar ekkert annað um notkun fmmheimilda en að „skjöl í Þjóðskjalasafni og í ráðu- neytum [hafi verið] notuð umtals- vert". Æskilegt er að í verki af þessu tagi fylgi nánari greinargerð um heimildanotkun; ættu að vera tök á því þar sem lokabindið kemur ekki út fyrr en í haust. I næstu grein verður gripið niður á nokkrum stöðum í stjórnarráðs- sögunni og athugað hvernig farið er með þær heimildir bókarinnar, sem áður hafa annað hvort verið lokaðar eða ekki nýttar. Átti Stjórnarráðið leyndarmál á þessu tímabili og hafa þau nú verið dregin fram í dagsljós- ið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.