Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 17
DV Fókus
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 17
hefði farið. í stað þess að kristnir menn hafi
gegnum aldirnar fordæmt Gyðinga fyrir að
leika svo frelsarann, þá hefðu þeir þvert á
móti átt að hafa í sérstökum hávegum þá
Kaífas æðstaprest og aðra forystumenn Gyð-
inga fyrir að Ieika af slíkri trúmennsku hlut-
verk sín í gleðispHi Drottins almáttugs. Og
gert honum kleift að leiða leikinn til lykta með
upprisunni og meintri frelsun mannkynsins.
. Þær raddir sem þessum röksemdum
hreyfa hafa hins vegar allt frá upphafi verið
kveðnar í kútinn í allri guðfræðilegri umræðu.
Þótt passían öll hafi sem sé verið hápúnktur
fagnaðareri'ndis Guðs við mennina þá verður
greinilega að vera höggormur í hverri paradís
og vondur kall í hverju drama, og Gyðingum
hefur allt fram á vora daga verið legið á hálsi
fyrir að leika rulluna í þeim mæli að þúsundir
og aftur milljónir hafa mátt gjalda með lífi
sínu fyrir leikafrek forfeðranna.
Við erum öll komin af Kaífasi
í öðru lagi er leitin að sökudólgi í málinu
Mannkynið gegn Kristi fáránleg vegna þess að
hún getur auðvitað aldrei undir neinum
kringumstæðum haft nokkra einustu merk-
ingu fyrir það fólk sem telst lifandi nú á dög-
um. Ekki að minnsta kosti ef það á að bera
einhvers konar sök á „glæpum" forfeðranna.
Genetísk lögmál ættfræðinnar segja mér til
dæmis að hafi þeir Kaífas, Heródes, Pílatus og
jafnvel Jesú sjálfur (úbbs!) átt afkomendur, þá
er ég áreiðanlega kominn af þeim ölíum.
Gegnum krókaleiðir hingað og þangað um
heiminn hefur genetíkin skilað þeim afkom-
endum um víða veröld, jafnvel ltingað upp á
ísland. Mig minnir að ég hafi einhvern tíma
séð reiknað út að hvert einasta mannsbarn í
heiminum - nema kannski á allra afskckkustu
stöðum - sé til dæmis komið af Karlamagnúsi
keisara Franka og þó var hann uppi 800 árum
eftir dag Jesú. Og við erum reyndar ekki að-
eins öll komin af keisaranum knáa, heldur líka
eldabuskunni hans, skutilsveininunr og
hrossastráknum. Þið getið ímyndað ykkur:
Fyrst viö erum hvert og eitt olckar komin af
þessu fólki og það meira að segja á ótal vegu,
þá erum við ennþá frekar öllsömul komin af
sérhverjum einstakJingi sem uppi var þessum
átta öldum fyrr.
Jafnvel þó svo einhvers staðar í heimspeki
okkar og siðferði leyndust reglur sem gerðu
okkur af sanngirni kleift að dæma hvert ann-
að fyrir glæpi sem forfeður okkar frömdu fýrir ’
2000 árum, þá myndum viö undireins hitta
fyrir spegijmynd okkar sjálfra.
Umfram allt er þó hugmyndin sjálf fárán-
leg, eða ætti að vera það. Þjóðverjar eru nú
þegar sem óðast að varpa af sér þvf oki sem
glæpir elstu kynslóðarinnar þar í landi í seinni
heimsstyrjöld voru íyrir afkomendur nasist-
anna. Ungir Rússar neita að bera ábyrgð á
grimmdarverkum Stalíns og nóta hans. Það
hvarflar ekld að Bretum að ganga ltoknir yfir
fjöldamorðum sem heimsveldismenn þeirra
frömdu fyrr á.tíð. Og enginn áfellist Mongóla
fyrir þá sviðnu jörð sem hersveitir Gengis
Kahn skildu eftir sig.
Tilveruréttur byggður á 2000 ára
sögu
En í þessu sambandi verður að visu að við-
urkennast að örlftið öðru máli gegnir um for-
tíð Gyðinga en flestra annarra þjóða. Því þeir
byggja tilverugrunn sinn enn í dag á mörg
þúsund ára gamalli sögu. Tilvist Ísraelsríkis er
réttlætt af því forfeður Gyðinga bjuggu í
Palestínu fyrir 2000 árum. Þannig séð skiptir
einhver ævaforn saga Gyðingana meira máli
en aðrar þjóðir. Ef þeir krefjast þess að á þá sé
litið sem beint og óslitið framhald af því fólki
sem gekk um götur á dögum Jesú - það sé
nánast foreldrar þeirra, ef elcki bara þeir sjálf-
ir - þá bjóða þeir vitaskuld heim hættunni á
því að núlifandi mönnum verði ekki aðeins
þökkuð afreksverk einhverra forfeðra fyrir
2000 árum, heldur líka kennt um hugsanlega
glæpi þeirra.
Á svipaða lund er ekki nema eðlilegt að
Gyðingar séu viðkvæmir fyrir ásökunum um
að þeir beri enn í dag einhvers konar ábyrgð á
því að hafa „drepið Krist". Kristnir menn not-
uðu þá tylliástæðu öldum saman sem afsök-
un fyrir því að ofsækja Gyðinga, kúga þá og
drepa. Það hlýtur að vera eins og að sökkva
aftur ofan í gamla martröð að heyra á ný
hrópaða yfir þá „hefnd" fyrir að forfeður
þeirra „drápu frelsarann".
En hver er svo „sannleikurinn" í málinu?
Hverjir drápu Krist? Við gáum náttúrlega í
Biblíuna sjálfa.
Framhald á næstu síðum...
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hef-
ur nú fetað í fótspor Hallgríms sáluga Péturs-
sonar og ort sinn Passíusálm, að vísu á
skjannahvTtt kvikmyndatjakl en ekki óhrein-
an pápptr eins og Saurbæjarprestur varð að
sætta sig við. Fyrir Passíusálma sfna hefur
Hallgrímur Pétursson aldrei fengið neitt
nema lof og prís, þótt það dygði honum
reyndar ekki til veraldlegs brautargengis í
holdinu, en Passíusálmur Gibsons er þegar
orðinn verulega umdeildur, einkum austur í
Amenlcu. Þar snýst deilan um það hvort Gib-
son vilji með einhverjum hætti kenna Gyðing-
um setn þjóð um að Jesú sá var krossfestur
sem stór hluti mannkynsins telur frelsara
sinn. Og hafa sumir gengið svo langt að stað-
hæfa að Gibson ýti með sálrni sínum á hvita
tjaldinu vísvitandi undir það Gyðingaliatur
sem öldum sanran var einn af landlægari
smánarblettum mannkynsins.
Léku þeir ekki hlutverk sín af trú-
mennsku?
Undir öllum venjulegum kringumstæðum
væri deilan fáránleg.
I fyrsta lagi er það einn hornsteinn þeirrar
guðfræði sem kristin kirkja hefur byggt á í tvö
þúsund ár að atburðir dymbilvikunnar hafi
verið fyrirfram ákveðnir af Guði föður. Jesú
hafi komið í heiminn beinlínis til að verða
fórnað fýrir syndir mannanna. Því hafi ekki
getað öðruvísi farið en að hann væri arrester-
aður í Jerúsalem og síðan negldur á kross, og
það hefði beinlínis verið stórslys ef öðruvísi